Forseti Íslands gæti tæknilega séð hafnað dómurunum Snærós Sindradóttir skrifar 8. júní 2017 07:00 Forseti Íslands myndi brjóta blað í íslenskri stjórnmálasögu með synjun skipunar dómaranna við Landsrétt. Vísir/Eyþór „Stjórnarskráin gerir ekki ráð fyrir að forseti neiti að undirrita stjórnarathöfn. Ef hann neitar að undirrita stjórnarathöfn að tillögu ráðherra þá getur hún ekki tekið gildi,“ segir Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild HÍ. Ríflega 4.200 manns hafa undirritað áskorun til forseta Íslands og hvatt hann til að synja samþykkt Alþingis um skipan dómara í Landsrétt. Samþykktin hefur vakið gagnrýni, m.a. vegna vísbendinga um að lög verið brotin í ferlinu. „Það er grundvallarmunur á hvort forseti neitar að undirrita lög eða neitar að undirrita skipun embættismanna því stjórnarskráin gerir ráð fyrir að forseti geti neitað að undirrita lög. Ef forseti neitar að undirrita lög þá taka þau strax gildi og síðan þarf að setja þau í þjóðaratkvæði svo þjóðin eigi lokaorðið. En þegar ráðherra leggur fyrir forseta tillögur til undirritunar, eins og milliríkjasamninga eða tillögu um þingrof, er gert ráð fyrir að forseti samþykki slíkt og undirriti. Það er hins vegar ljóst að ákvörðun getur ekki tekið gildi nema báðir undirriti, ráðherra og forseti.“ Björg vísar til 19. greinar stjórnarskrár: „Undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með honum.“ Eitt fordæmi er fyrir því að forseti neiti að undirrita slíkan gjörning ráðherra með rökstuddri yfirlýsingu, en Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti, neitaði að rita undir þingrofsbeiðni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í apríl 2016.Björg Thorarensen lagaprófessor Fréttablaðið/ValliJón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, greindi frá því á laugardag eftir samtal við forseta að sá síðarnefndi hygðist taka sér tíma og fara vel yfir málið. Björg segir engin tímamörk hvíla á forsetanum. „Það er hvergi gert ráð fyrir frestum sem forseti hefur, ekki frekar en í öðrum stjórnarathöfnum sem hann undirritar, enda gert ráð fyrir að hann undirriti þær.“ Krafan á forsetann nú snýst m.a. um að vegna yfirvofandi dómsmála beri Guðna að synja tillögunni staðfestingar. „Það væri í hæsta máta óvenjulegt og í mínum huga ósennilegt. Ég held að honum stæði nær að búast við að dómstólar leysi úr slíku.“ Forseti Íslands Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15 Ráðherra segir niðurstöðu dómnefndarinnar vera þægilegan lista "Hjá nefndinni voru fimm úr hópi lögmanna, fimm fræðimenn og fimm dómarar. Er það tilviljun? Það er furðulega þægileg niðurstaða.“ 7. júní 2017 07:00 Jón Þór biðlar til forsetans Síðasta úrræðið svo stöðva megi skipan dómara í Landsrétt. 2. júní 2017 13:27 Telur að niðurstaða hæfnisnefndarinnar hafi verið of einstrengingsleg Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að henni hafi orðið það ljóst eftir viðræður við forystumenn flokkanna á Alþingi að niðurstaða hæfnisnefndar um skipan dómara við Landsrétt myndi ekki hljóta brautargengi á þinginu. Að hennar mati hafi niðurstaða nefndarinnar verið of einstrengingsleg. 3. júní 2017 10:00 Segir ríkisstjórnina hafa vilja afgreiða Landsréttarmálið í skjóli nætur Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður og varaformaður Framsóknarflokksins, segir ríkisstjórnina hafa viljað afgreiða tillögu um skipan dómara við Landsrétt í skóli nætur. Að hennar mati hafi málið þurft meiri tíma. 3. júní 2017 14:47 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Stjórnarskráin gerir ekki ráð fyrir að forseti neiti að undirrita stjórnarathöfn. Ef hann neitar að undirrita stjórnarathöfn að tillögu ráðherra þá getur hún ekki tekið gildi,“ segir Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild HÍ. Ríflega 4.200 manns hafa undirritað áskorun til forseta Íslands og hvatt hann til að synja samþykkt Alþingis um skipan dómara í Landsrétt. Samþykktin hefur vakið gagnrýni, m.a. vegna vísbendinga um að lög verið brotin í ferlinu. „Það er grundvallarmunur á hvort forseti neitar að undirrita lög eða neitar að undirrita skipun embættismanna því stjórnarskráin gerir ráð fyrir að forseti geti neitað að undirrita lög. Ef forseti neitar að undirrita lög þá taka þau strax gildi og síðan þarf að setja þau í þjóðaratkvæði svo þjóðin eigi lokaorðið. En þegar ráðherra leggur fyrir forseta tillögur til undirritunar, eins og milliríkjasamninga eða tillögu um þingrof, er gert ráð fyrir að forseti samþykki slíkt og undirriti. Það er hins vegar ljóst að ákvörðun getur ekki tekið gildi nema báðir undirriti, ráðherra og forseti.“ Björg vísar til 19. greinar stjórnarskrár: „Undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með honum.“ Eitt fordæmi er fyrir því að forseti neiti að undirrita slíkan gjörning ráðherra með rökstuddri yfirlýsingu, en Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti, neitaði að rita undir þingrofsbeiðni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í apríl 2016.Björg Thorarensen lagaprófessor Fréttablaðið/ValliJón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, greindi frá því á laugardag eftir samtal við forseta að sá síðarnefndi hygðist taka sér tíma og fara vel yfir málið. Björg segir engin tímamörk hvíla á forsetanum. „Það er hvergi gert ráð fyrir frestum sem forseti hefur, ekki frekar en í öðrum stjórnarathöfnum sem hann undirritar, enda gert ráð fyrir að hann undirriti þær.“ Krafan á forsetann nú snýst m.a. um að vegna yfirvofandi dómsmála beri Guðna að synja tillögunni staðfestingar. „Það væri í hæsta máta óvenjulegt og í mínum huga ósennilegt. Ég held að honum stæði nær að búast við að dómstólar leysi úr slíku.“
Forseti Íslands Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15 Ráðherra segir niðurstöðu dómnefndarinnar vera þægilegan lista "Hjá nefndinni voru fimm úr hópi lögmanna, fimm fræðimenn og fimm dómarar. Er það tilviljun? Það er furðulega þægileg niðurstaða.“ 7. júní 2017 07:00 Jón Þór biðlar til forsetans Síðasta úrræðið svo stöðva megi skipan dómara í Landsrétt. 2. júní 2017 13:27 Telur að niðurstaða hæfnisnefndarinnar hafi verið of einstrengingsleg Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að henni hafi orðið það ljóst eftir viðræður við forystumenn flokkanna á Alþingi að niðurstaða hæfnisnefndar um skipan dómara við Landsrétt myndi ekki hljóta brautargengi á þinginu. Að hennar mati hafi niðurstaða nefndarinnar verið of einstrengingsleg. 3. júní 2017 10:00 Segir ríkisstjórnina hafa vilja afgreiða Landsréttarmálið í skjóli nætur Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður og varaformaður Framsóknarflokksins, segir ríkisstjórnina hafa viljað afgreiða tillögu um skipan dómara við Landsrétt í skóli nætur. Að hennar mati hafi málið þurft meiri tíma. 3. júní 2017 14:47 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15
Ráðherra segir niðurstöðu dómnefndarinnar vera þægilegan lista "Hjá nefndinni voru fimm úr hópi lögmanna, fimm fræðimenn og fimm dómarar. Er það tilviljun? Það er furðulega þægileg niðurstaða.“ 7. júní 2017 07:00
Jón Þór biðlar til forsetans Síðasta úrræðið svo stöðva megi skipan dómara í Landsrétt. 2. júní 2017 13:27
Telur að niðurstaða hæfnisnefndarinnar hafi verið of einstrengingsleg Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að henni hafi orðið það ljóst eftir viðræður við forystumenn flokkanna á Alþingi að niðurstaða hæfnisnefndar um skipan dómara við Landsrétt myndi ekki hljóta brautargengi á þinginu. Að hennar mati hafi niðurstaða nefndarinnar verið of einstrengingsleg. 3. júní 2017 10:00
Segir ríkisstjórnina hafa vilja afgreiða Landsréttarmálið í skjóli nætur Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður og varaformaður Framsóknarflokksins, segir ríkisstjórnina hafa viljað afgreiða tillögu um skipan dómara við Landsrétt í skóli nætur. Að hennar mati hafi málið þurft meiri tíma. 3. júní 2017 14:47