Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Kristján Már Unnarsson skrifar 17. nóvember 2025 21:21 Staðan klukkan 18 í kvöld í kapphlaupinu um söfnun undirskrifta til stuðnings jarðgöngum. grafík/Heiðar Aðalbjörnsson Fylgismenn Fjarðarheiðarganga hafa náð að safna fleiri undirskriftum en fylgismenn Fjarðaganga í ákafri keppni í söfnun undirskrifta sem stendur núna yfir á Austurlandi. Þar takast á stuðningshópar tveggja mismunandi jarðgangakosta í fjórðungnum. Frétt Sýnar síðastliðið fimmtudagskvöld varð til þess að keppninni var hleypt af stað. Þar var sagt frá því að Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefði fyrr um daginn fengið afhentar yfir tvöþúsund undirskriftir þar sem skorað er á stjórnvöld að setja svokölluð Fjarðagöng í forgang á samgönguáætlun. Mjófirðingurinn Erlendur Magnús Jóhannsson afhenti Eyjólfi Ármannssyni innviðaráðherra síðastliðinn fimmtudag yfir tvöþúsund undirskriftir til stuðnings Fjarðagöngum.Bjarni Einarsson Fjarðagöng eru tvenn göng, annarsvegar 5,5 kílómetra löng milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og hins vegar 6,8 kílómetra löng milli Mjóafjarðar og Norðfjarðar. Saman myndu þau skapa hringleið um Mið-Austurland. Það myndi þýða að 13,3 kílómetra löng Fjarðarheiðargöng, milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar, færu aftar í röðina, en í síðustu samgönguáætlun voru þau í fyrsta sæti. Frá snjómokstri á Fjarðarheiði.Skjáskot/Stöð 2 Seyðfirðingar brugðust skjótt við. Strax daginn eftir blésu þeir í herlúðra, hófu eigin undirskriftasöfnun til stuðnings Fjarðarheiðargöngum með því skýra markmiði að toppa hin göngin á sem skemmstum tíma. Þegar fylgismenn Fjarðaganga sáu undirskriftirnar hrannast upp hjá Seyðfirðingum svöruðu þeir með ákalli um fleiri undirskriftir til stuðnings sínum göngum. Séð yfir byggðina í Mjóafirði. Fjarðagöng myndu rjúfa vetrareinangrun Mjóafjarðar.Einar Árnason Það er skemmst frá því að segja að fylgismenn Fjarðarheiðarganga náðu um helgina að komast ofar í fjölda undirskrifta. Klukkan 18 í kvöld var staðan sú að Fjarðarheiðargöng voru komin með 2.436 undirskriftir en Fjarðagöng 2.325 undirskriftir. Þar munaði liðlega eitthundrað undirskriftum. Nánar hér í frétt Sýnar: Undirskriftasafnanirnar fara fram á Ísland.is og eru ekki bundnar við íbúa Austurlands. Þar má sjá fjölda undirskrifta í rauntíma. Hér er hægt að skrifa undir stuðning við Fjarðarheiðargöng. Hér er hægt að skrifa undir stuðning við Fjarðagöng. Á sama tíma og Austfirðingar takast á innbyrðis berast fréttir af því að jarðgöng á Norðurlandi geti skotist efst í forgangsröðina, Fljótagöng milli Fljóta og Siglufjarðar. Síðastliðinn föstudag bauð Vegagerðin út for- og verkhönnun Fljótaganga en útboðið hefur verið túlkað sem skilaboð um að þau verði næst í röðinni. Frá Siglufjarðarvegi um Stráka. Gangamunni Strákaganga framundan. Fljótagöngum er ætlað leysa af þennan veg.skjáskot/Sýn En innviðaráðherra boðar einnig að fjármagn verði sett í að undirbúa fleiri jarðgöng til útboðs. Þar má telja líklegt að þar verði á blaði bæði Súðavíkurgöng og Hvalfjarðargöng númer tvö og ef til vill fleiri. Það skýrist þegar ráðherrann kynnir samgönguáætlun, sem margir bíða í ofvæni eftir. Hér má sjá ráðherrann taka við undirskriftum vegna Fjarðaganga og lýsa áformum sínum: Jarðgöng á Íslandi Múlaþing Fjarðabyggð Samgöngur Vegagerð Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Tengdar fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Áköf keppni eru hafin í söfnun undirskrifta milli stuðningsmanna tveggja mismunandi jarðgangakosta á Austurlandi, annarsvegar Fjarðarheiðarganga og hinsvegar Fjarðaganga. Samtímis býður Vegagerðin út verkhönnun Fljótaganga, jarðganga á Norðurlandi, sem gæti bent til þess að þau verði næst í röðinni og tekin fram fyrir göng á Austfjörðum. 15. nóvember 2025 20:10 Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Vegagerðin hefur boðið út for- og verkhönnun Fljótaganga, göngum sem ætlað er að tengja Siglufjörð við Fljótin. Um er að ræða 24 kílómetra vegagerð og 5,3 km löng jarðgöng. 14. nóvember 2025 13:33 Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innviðaráðherra segir stefnt að því að framkvæmdir við næstu jarðgöng á Íslandi hefjist árið 2027. Ráðherranum voru í dag afhentar yfir tvö þúsund undirskriftir þar sem skorað er á stjórnvöld að taka svokölluð Fjarðagöng á Mið-Austurlandi fram yfir Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar. 13. nóvember 2025 22:43 Mest lesið Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Sjá meira
Frétt Sýnar síðastliðið fimmtudagskvöld varð til þess að keppninni var hleypt af stað. Þar var sagt frá því að Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefði fyrr um daginn fengið afhentar yfir tvöþúsund undirskriftir þar sem skorað er á stjórnvöld að setja svokölluð Fjarðagöng í forgang á samgönguáætlun. Mjófirðingurinn Erlendur Magnús Jóhannsson afhenti Eyjólfi Ármannssyni innviðaráðherra síðastliðinn fimmtudag yfir tvöþúsund undirskriftir til stuðnings Fjarðagöngum.Bjarni Einarsson Fjarðagöng eru tvenn göng, annarsvegar 5,5 kílómetra löng milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og hins vegar 6,8 kílómetra löng milli Mjóafjarðar og Norðfjarðar. Saman myndu þau skapa hringleið um Mið-Austurland. Það myndi þýða að 13,3 kílómetra löng Fjarðarheiðargöng, milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar, færu aftar í röðina, en í síðustu samgönguáætlun voru þau í fyrsta sæti. Frá snjómokstri á Fjarðarheiði.Skjáskot/Stöð 2 Seyðfirðingar brugðust skjótt við. Strax daginn eftir blésu þeir í herlúðra, hófu eigin undirskriftasöfnun til stuðnings Fjarðarheiðargöngum með því skýra markmiði að toppa hin göngin á sem skemmstum tíma. Þegar fylgismenn Fjarðaganga sáu undirskriftirnar hrannast upp hjá Seyðfirðingum svöruðu þeir með ákalli um fleiri undirskriftir til stuðnings sínum göngum. Séð yfir byggðina í Mjóafirði. Fjarðagöng myndu rjúfa vetrareinangrun Mjóafjarðar.Einar Árnason Það er skemmst frá því að segja að fylgismenn Fjarðarheiðarganga náðu um helgina að komast ofar í fjölda undirskrifta. Klukkan 18 í kvöld var staðan sú að Fjarðarheiðargöng voru komin með 2.436 undirskriftir en Fjarðagöng 2.325 undirskriftir. Þar munaði liðlega eitthundrað undirskriftum. Nánar hér í frétt Sýnar: Undirskriftasafnanirnar fara fram á Ísland.is og eru ekki bundnar við íbúa Austurlands. Þar má sjá fjölda undirskrifta í rauntíma. Hér er hægt að skrifa undir stuðning við Fjarðarheiðargöng. Hér er hægt að skrifa undir stuðning við Fjarðagöng. Á sama tíma og Austfirðingar takast á innbyrðis berast fréttir af því að jarðgöng á Norðurlandi geti skotist efst í forgangsröðina, Fljótagöng milli Fljóta og Siglufjarðar. Síðastliðinn föstudag bauð Vegagerðin út for- og verkhönnun Fljótaganga en útboðið hefur verið túlkað sem skilaboð um að þau verði næst í röðinni. Frá Siglufjarðarvegi um Stráka. Gangamunni Strákaganga framundan. Fljótagöngum er ætlað leysa af þennan veg.skjáskot/Sýn En innviðaráðherra boðar einnig að fjármagn verði sett í að undirbúa fleiri jarðgöng til útboðs. Þar má telja líklegt að þar verði á blaði bæði Súðavíkurgöng og Hvalfjarðargöng númer tvö og ef til vill fleiri. Það skýrist þegar ráðherrann kynnir samgönguáætlun, sem margir bíða í ofvæni eftir. Hér má sjá ráðherrann taka við undirskriftum vegna Fjarðaganga og lýsa áformum sínum:
Jarðgöng á Íslandi Múlaþing Fjarðabyggð Samgöngur Vegagerð Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Tengdar fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Áköf keppni eru hafin í söfnun undirskrifta milli stuðningsmanna tveggja mismunandi jarðgangakosta á Austurlandi, annarsvegar Fjarðarheiðarganga og hinsvegar Fjarðaganga. Samtímis býður Vegagerðin út verkhönnun Fljótaganga, jarðganga á Norðurlandi, sem gæti bent til þess að þau verði næst í röðinni og tekin fram fyrir göng á Austfjörðum. 15. nóvember 2025 20:10 Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Vegagerðin hefur boðið út for- og verkhönnun Fljótaganga, göngum sem ætlað er að tengja Siglufjörð við Fljótin. Um er að ræða 24 kílómetra vegagerð og 5,3 km löng jarðgöng. 14. nóvember 2025 13:33 Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innviðaráðherra segir stefnt að því að framkvæmdir við næstu jarðgöng á Íslandi hefjist árið 2027. Ráðherranum voru í dag afhentar yfir tvö þúsund undirskriftir þar sem skorað er á stjórnvöld að taka svokölluð Fjarðagöng á Mið-Austurlandi fram yfir Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar. 13. nóvember 2025 22:43 Mest lesið Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Sjá meira
Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Áköf keppni eru hafin í söfnun undirskrifta milli stuðningsmanna tveggja mismunandi jarðgangakosta á Austurlandi, annarsvegar Fjarðarheiðarganga og hinsvegar Fjarðaganga. Samtímis býður Vegagerðin út verkhönnun Fljótaganga, jarðganga á Norðurlandi, sem gæti bent til þess að þau verði næst í röðinni og tekin fram fyrir göng á Austfjörðum. 15. nóvember 2025 20:10
Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Vegagerðin hefur boðið út for- og verkhönnun Fljótaganga, göngum sem ætlað er að tengja Siglufjörð við Fljótin. Um er að ræða 24 kílómetra vegagerð og 5,3 km löng jarðgöng. 14. nóvember 2025 13:33
Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innviðaráðherra segir stefnt að því að framkvæmdir við næstu jarðgöng á Íslandi hefjist árið 2027. Ráðherranum voru í dag afhentar yfir tvö þúsund undirskriftir þar sem skorað er á stjórnvöld að taka svokölluð Fjarðagöng á Mið-Austurlandi fram yfir Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar. 13. nóvember 2025 22:43
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent