Helgi hlúði að slösuðum í nótt Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. júní 2017 12:12 Sjúkraflutningamenn á vettvangi í nótt. Vísir/afp Helgi Jóhannsson, svæfingarlæknir á St. Mary's-sjúkrahúsinu, var ræstur út í nótt til að hlúa að íbúum Grenfell Tower sem brann í nótt. Hann segir að allt hafi gengið vel þrátt fyrir að margir hafi slasast alvarlega. St. Mary's er næsta sjúkrahús við íbúðarblokkina sem brann í Kensington-hverfinu í Lundúnum. Hið minnsta sex eru látnir og tugir slasaðir. „Það var hringt í mig klukkan þrjú í nótt [að breskum tíma] og ég sá að það var stóratvik. Ég leit út um gluggann og fór út á svalir og þá sá ég bygginguna í logum,“ segir Helgi. Fjöldi samstarfsmanna hans svaraði einnig kallinu og segir Helgi að þeir hafi hlúð að um sextán manns. Allt hafi gengið vel fyrir sig.Vísir er með beina lýsingu og sjónvarpsútsendingu frá Bretlandi vegna brunans.Helgi segir að starfsfólk spítalans sé orðið nokkuð vant því að taka við miklum fjölda fólks í einu. Þannig hafi hluti fórnarlamba árásarinnar á Westminster-brúnni í mars síðastliðinum verið flutt á St. Mary's. Álaginu sé þó dreift milli spítala af sjúkraflutningaþjónustu Lundúna þannig að enginn einn spítali fari í yfirflæði. Helgi segir fyrirkomulagið hafa gefið góða raun. „Við tókum marga, King's hospital í Suður-London tók nokkuð marga sem og Chelsea og aðrir spítalar í kring,“ segir Helgi sem áætlar að um 64 hafi þurft aðhlynningu vegna brunans. „Hefðum við tekið alla 64 þá hefði flætt yfir hjá okkur en við höfðum nóg af fólki og gerðum þetta vel. Þetta fór allt eftir áætlun,“ segir Helgi. Margir hafi þó verið alvarlega slasaðir og stór hluti þeirra sem komu á St. Mary's hafi verið börn. Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir Mannskaði í stórbruna í Lundúnum Tólf eru látnir í gríðarlegum eldi sem logaði í háhýsi í Kensington-hverfi í Lundúnum í nótt. 14. júní 2017 15:30 Hjúkrunarfræðingur á vettvangi: „Ég vona að ég muni aldrei sjá neitt þessu líkt aftur“ Hjúkrunarfræðingurinn Simone Williams var á göngu nærri Grenfell Tower þegar hún heyrði sírenuvæl. 14. júní 2017 10:07 Bruninn í London: Maður greip ungabarn sem sleppt var frá tíundu hæð Ótrúlegar sögur berast nú frá Norður-Kensington í London þar sem mikill bruni kom upp í Grenfell Tower í nótt. 14. júní 2017 10:30 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Helgi Jóhannsson, svæfingarlæknir á St. Mary's-sjúkrahúsinu, var ræstur út í nótt til að hlúa að íbúum Grenfell Tower sem brann í nótt. Hann segir að allt hafi gengið vel þrátt fyrir að margir hafi slasast alvarlega. St. Mary's er næsta sjúkrahús við íbúðarblokkina sem brann í Kensington-hverfinu í Lundúnum. Hið minnsta sex eru látnir og tugir slasaðir. „Það var hringt í mig klukkan þrjú í nótt [að breskum tíma] og ég sá að það var stóratvik. Ég leit út um gluggann og fór út á svalir og þá sá ég bygginguna í logum,“ segir Helgi. Fjöldi samstarfsmanna hans svaraði einnig kallinu og segir Helgi að þeir hafi hlúð að um sextán manns. Allt hafi gengið vel fyrir sig.Vísir er með beina lýsingu og sjónvarpsútsendingu frá Bretlandi vegna brunans.Helgi segir að starfsfólk spítalans sé orðið nokkuð vant því að taka við miklum fjölda fólks í einu. Þannig hafi hluti fórnarlamba árásarinnar á Westminster-brúnni í mars síðastliðinum verið flutt á St. Mary's. Álaginu sé þó dreift milli spítala af sjúkraflutningaþjónustu Lundúna þannig að enginn einn spítali fari í yfirflæði. Helgi segir fyrirkomulagið hafa gefið góða raun. „Við tókum marga, King's hospital í Suður-London tók nokkuð marga sem og Chelsea og aðrir spítalar í kring,“ segir Helgi sem áætlar að um 64 hafi þurft aðhlynningu vegna brunans. „Hefðum við tekið alla 64 þá hefði flætt yfir hjá okkur en við höfðum nóg af fólki og gerðum þetta vel. Þetta fór allt eftir áætlun,“ segir Helgi. Margir hafi þó verið alvarlega slasaðir og stór hluti þeirra sem komu á St. Mary's hafi verið börn.
Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir Mannskaði í stórbruna í Lundúnum Tólf eru látnir í gríðarlegum eldi sem logaði í háhýsi í Kensington-hverfi í Lundúnum í nótt. 14. júní 2017 15:30 Hjúkrunarfræðingur á vettvangi: „Ég vona að ég muni aldrei sjá neitt þessu líkt aftur“ Hjúkrunarfræðingurinn Simone Williams var á göngu nærri Grenfell Tower þegar hún heyrði sírenuvæl. 14. júní 2017 10:07 Bruninn í London: Maður greip ungabarn sem sleppt var frá tíundu hæð Ótrúlegar sögur berast nú frá Norður-Kensington í London þar sem mikill bruni kom upp í Grenfell Tower í nótt. 14. júní 2017 10:30 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Mannskaði í stórbruna í Lundúnum Tólf eru látnir í gríðarlegum eldi sem logaði í háhýsi í Kensington-hverfi í Lundúnum í nótt. 14. júní 2017 15:30
Hjúkrunarfræðingur á vettvangi: „Ég vona að ég muni aldrei sjá neitt þessu líkt aftur“ Hjúkrunarfræðingurinn Simone Williams var á göngu nærri Grenfell Tower þegar hún heyrði sírenuvæl. 14. júní 2017 10:07
Bruninn í London: Maður greip ungabarn sem sleppt var frá tíundu hæð Ótrúlegar sögur berast nú frá Norður-Kensington í London þar sem mikill bruni kom upp í Grenfell Tower í nótt. 14. júní 2017 10:30