Usain Bolt: Ég hef aldrei verið svona stressaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2017 11:45 Usain Bolt fagnar eftir að hafa unnið hlaupið. Vísir/AP Usain Bolt kyssti jörðina eftir að hann kláraði 100 metra hlaupið í gærkvöldi enda ástæða til. Þetta var hans síðasta keppnishlaup í heimalandinu. Usain Bolt kom í mark á 10,03 sekúndum fyrir framan troðfullan völl en það vildi enginn missa að kveðjuhlaupi stærstu íþróttastjörnu Jamaíka fyrr og síðar. 30 þúsund manns voru mættir til að horfa á Bolt sem brást ekki aðdáendum sínum og vann öruggan sigur. Hann var reyndar langt frá heimsmeti sínu sem er hlaup sem tók aðeins 9,58 sekúndur. „Hlaupið var allt í lagi en ekki meira en það. Ég held að ég hafi aldrei verið svona stressaður fyrir 100 metra hlaup,“ sagði Usain Bolt eftir hlaupið. BBC segir frá. „Ég er svo þakklátur fyrir allan stuðninginn í gegnum árin. Andrúmsloftið og stuðningurinn sem fólkið sýndi í kvöld gerði mig stressaðan. Ég bjóst aldrei við þessi. Ég vissi að þetta yrði eitthvað stórt af því að leikvangurinn var troðfullur. Takk fyrir allir að koma og styðja við bakið á mér í kvöld,“ sagði Bolt. Hinn þrítugi Usain Bolt mun leggja hlaupaskóna upp á hillu eftir að hann lýkur keppni á heimsmeistaramótinu í London í ágúst. Usain Bolt er áttfaldur Ólympíumeistari og ellefufaldur heimsmeistari. Hann keppir bara í 100 metra hlaupi á lokatímabili sínu. Usain Bolt fagnaði vel og lengi með áhorfendunum eins og hann er vanur. Hann bauð líka upp á frægu sigurstellingu sína eftir að hann kyssti marklínuna í kveðjuskini. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af Usain Bolt eftir síðasta hlaupið sitt á Jamaíka.Vísir/APVísir/APVísir/APVísir/AP Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira
Usain Bolt kyssti jörðina eftir að hann kláraði 100 metra hlaupið í gærkvöldi enda ástæða til. Þetta var hans síðasta keppnishlaup í heimalandinu. Usain Bolt kom í mark á 10,03 sekúndum fyrir framan troðfullan völl en það vildi enginn missa að kveðjuhlaupi stærstu íþróttastjörnu Jamaíka fyrr og síðar. 30 þúsund manns voru mættir til að horfa á Bolt sem brást ekki aðdáendum sínum og vann öruggan sigur. Hann var reyndar langt frá heimsmeti sínu sem er hlaup sem tók aðeins 9,58 sekúndur. „Hlaupið var allt í lagi en ekki meira en það. Ég held að ég hafi aldrei verið svona stressaður fyrir 100 metra hlaup,“ sagði Usain Bolt eftir hlaupið. BBC segir frá. „Ég er svo þakklátur fyrir allan stuðninginn í gegnum árin. Andrúmsloftið og stuðningurinn sem fólkið sýndi í kvöld gerði mig stressaðan. Ég bjóst aldrei við þessi. Ég vissi að þetta yrði eitthvað stórt af því að leikvangurinn var troðfullur. Takk fyrir allir að koma og styðja við bakið á mér í kvöld,“ sagði Bolt. Hinn þrítugi Usain Bolt mun leggja hlaupaskóna upp á hillu eftir að hann lýkur keppni á heimsmeistaramótinu í London í ágúst. Usain Bolt er áttfaldur Ólympíumeistari og ellefufaldur heimsmeistari. Hann keppir bara í 100 metra hlaupi á lokatímabili sínu. Usain Bolt fagnaði vel og lengi með áhorfendunum eins og hann er vanur. Hann bauð líka upp á frægu sigurstellingu sína eftir að hann kyssti marklínuna í kveðjuskini. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af Usain Bolt eftir síðasta hlaupið sitt á Jamaíka.Vísir/APVísir/APVísir/APVísir/AP
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira