Tíst Trump um Jeff Bezoz, Amazon, Washington Post og „internetskatt“ vekur furðu Samúel Karl Ólason skrifar 29. júní 2017 10:27 Jeff Bezoz og Donald Trump. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur vakið mikla furðu með tísti sem hann birti í gær. Sérfræðingar og fjölmiðlar ytra hafa átt erfitt með að átta sig á tístinu og talsmenn Hvíta hússins hafa ekki viljað útskýra það nánar. Í tístinu ræðst Trump gegn fyrirtækjunum Amazon og Washington Post, sem bæði eru í eigu milljarðamæringsins Jeff Bezoz. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Trump ræðst gegn Amazon og Bezoz. „#AmazonWashingtonPost, sem stundum er kallað verndari þess að Amazon greiði ekki internetskatta (sem þeir ættu að gera) er FALSKAR FRÉTTIR!“ tísti Trump.Í maí í fyrra var Trump reiður Washington Post og sagði hann í viðtali á Fox að Bezoz notaði fjölmiðilinn til þess að þingmenn þorðu ekki að skattleggja Amazon eins og réttast væri að gera. „Amazon er að komast upp með morð þegar kemur að sköttum. Hann [Bezoz] er að nota Washington Post fyrir völd svo að stjórnmálamenn í Washington skattleggi Amazon ekki eins það á að skattlega fyrirtækið.“Í kosningabaráttunni sagði Trump einnig að ef hann yrði kosinn forseti myndi Amazon og Bezoz „lenda í miklum vandræðum“.Trump gæti auðveldlega skapað vandræði fyrir Amazon, en fyrirtækið keypti nýverið Whole Foods fyrir 13,7 milljarða dala, en dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna gæti komið í veg fyrir að kaupin gangi í gegn. Að þessu sinni var Trump líklega reiður yfir frétt Washington Post af því að fölsuð forsíðumynd af honum hefði verið hengd upp í mörgum fasteignum forsetans. Hann hefur þó lengi verið með horn í síðu Washington Post, sem hefur birt margar fréttir hafa komið forsetanum illa. Til dæmis var miðillinn fyrstur til að segja frá myndbandinu af Trump þar sem hann stærði sig af því að geta „gripið í píkurnar“ á konum í skjóli frægðar sinnar.Enginn internetskattur til Í Bandaríkjunum er ekkert sem hægt er að kalla „internetskatt“. Á fyrstu árum Amazon var fyrirtækið gagnrýnt fyrir að borga ekki skatta og sögðu keppinautar fyrirtækisins að það veitti þeim ósanngjarnt forskot.Amazon komst hjá skattgreiðslum vegna úrskurðar Hæstaréttar Bandaríkjanna sem sagði til um að ríki gætu ekki rukkað fyrirtæki um skatt án þess að fyrirtækið væri með raunverulega viðveru í tilteknum ríkjum. Það er að segja með verslun, útibú eða slíkt. Það breyttist þó fyrir nokkrum árum og nú hefur Amazon gengið til liðs við fyrrum andstæðinga sína sem kalla eftir lögum sem myndu skylda öll netsölufyrirtæki til þess að greiða söluskatt. Frumvarp þar að lútandi hefur margsinnis verið lagt fram og hefur verið samþykkt af öldungadeild þingsins. Það hefur þó ekki verið samþykkt í fulltrúadeildinni vegna andstöðu þingmanna repúblikana. Einhverjir gagnrýnendur forsetans hafa haldið því fram að með tísti sínu hafi hann verið að hóta því að leggja skatta á Amazon vegna frétta Washington Post. Hins vegar þykir líklegra að Trump hafi ruglast og sé að tala um áðurnefndan söluskatt, sem Amazon greiðir.Sagði „snjallt“ að borga ekki skatta Ofan á allt þetta er ekki langt síðan Trump sjálfur fundaði með Bezoz og öðrum forsvarsmönnum tæknifyrirtækja þar sem rætt var að lækka skatta á slík fyrirtæki. Bezoz hefur nokkrum sinnum hitt Trump á síðustu mánuðum og virtist ákveðinn friður ríkja þeirra á milli. Þvert á venjur forsetaframbjóðenda undanfarinna áratuga hefur Donald Trump neitað að gera skattaskýrslur sínar opinberar. Þegar Hillary Clinton nefndi það í kappræðum þeirra í fyrra og að þær fáu og gömlu skattaskýrslur sem væru opinberar sýndu að hann hefði ekki borgað tekjuskatt. Þá sagði forsetinn að hann væri snjall fyrir að greiða ekki skatta til ríkisins. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur vakið mikla furðu með tísti sem hann birti í gær. Sérfræðingar og fjölmiðlar ytra hafa átt erfitt með að átta sig á tístinu og talsmenn Hvíta hússins hafa ekki viljað útskýra það nánar. Í tístinu ræðst Trump gegn fyrirtækjunum Amazon og Washington Post, sem bæði eru í eigu milljarðamæringsins Jeff Bezoz. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Trump ræðst gegn Amazon og Bezoz. „#AmazonWashingtonPost, sem stundum er kallað verndari þess að Amazon greiði ekki internetskatta (sem þeir ættu að gera) er FALSKAR FRÉTTIR!“ tísti Trump.Í maí í fyrra var Trump reiður Washington Post og sagði hann í viðtali á Fox að Bezoz notaði fjölmiðilinn til þess að þingmenn þorðu ekki að skattleggja Amazon eins og réttast væri að gera. „Amazon er að komast upp með morð þegar kemur að sköttum. Hann [Bezoz] er að nota Washington Post fyrir völd svo að stjórnmálamenn í Washington skattleggi Amazon ekki eins það á að skattlega fyrirtækið.“Í kosningabaráttunni sagði Trump einnig að ef hann yrði kosinn forseti myndi Amazon og Bezoz „lenda í miklum vandræðum“.Trump gæti auðveldlega skapað vandræði fyrir Amazon, en fyrirtækið keypti nýverið Whole Foods fyrir 13,7 milljarða dala, en dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna gæti komið í veg fyrir að kaupin gangi í gegn. Að þessu sinni var Trump líklega reiður yfir frétt Washington Post af því að fölsuð forsíðumynd af honum hefði verið hengd upp í mörgum fasteignum forsetans. Hann hefur þó lengi verið með horn í síðu Washington Post, sem hefur birt margar fréttir hafa komið forsetanum illa. Til dæmis var miðillinn fyrstur til að segja frá myndbandinu af Trump þar sem hann stærði sig af því að geta „gripið í píkurnar“ á konum í skjóli frægðar sinnar.Enginn internetskattur til Í Bandaríkjunum er ekkert sem hægt er að kalla „internetskatt“. Á fyrstu árum Amazon var fyrirtækið gagnrýnt fyrir að borga ekki skatta og sögðu keppinautar fyrirtækisins að það veitti þeim ósanngjarnt forskot.Amazon komst hjá skattgreiðslum vegna úrskurðar Hæstaréttar Bandaríkjanna sem sagði til um að ríki gætu ekki rukkað fyrirtæki um skatt án þess að fyrirtækið væri með raunverulega viðveru í tilteknum ríkjum. Það er að segja með verslun, útibú eða slíkt. Það breyttist þó fyrir nokkrum árum og nú hefur Amazon gengið til liðs við fyrrum andstæðinga sína sem kalla eftir lögum sem myndu skylda öll netsölufyrirtæki til þess að greiða söluskatt. Frumvarp þar að lútandi hefur margsinnis verið lagt fram og hefur verið samþykkt af öldungadeild þingsins. Það hefur þó ekki verið samþykkt í fulltrúadeildinni vegna andstöðu þingmanna repúblikana. Einhverjir gagnrýnendur forsetans hafa haldið því fram að með tísti sínu hafi hann verið að hóta því að leggja skatta á Amazon vegna frétta Washington Post. Hins vegar þykir líklegra að Trump hafi ruglast og sé að tala um áðurnefndan söluskatt, sem Amazon greiðir.Sagði „snjallt“ að borga ekki skatta Ofan á allt þetta er ekki langt síðan Trump sjálfur fundaði með Bezoz og öðrum forsvarsmönnum tæknifyrirtækja þar sem rætt var að lækka skatta á slík fyrirtæki. Bezoz hefur nokkrum sinnum hitt Trump á síðustu mánuðum og virtist ákveðinn friður ríkja þeirra á milli. Þvert á venjur forsetaframbjóðenda undanfarinna áratuga hefur Donald Trump neitað að gera skattaskýrslur sínar opinberar. Þegar Hillary Clinton nefndi það í kappræðum þeirra í fyrra og að þær fáu og gömlu skattaskýrslur sem væru opinberar sýndu að hann hefði ekki borgað tekjuskatt. Þá sagði forsetinn að hann væri snjall fyrir að greiða ekki skatta til ríkisins.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira