Sex ákærðir vegna Hillsborough-harmleiksins Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2017 10:44 David Duckenfield sagði undirmönnum sýnum að opna hlið stúku sem var þegar full af stuðningsmönnum Liverpool. Hátt í hundrað manns létust í troðningnum sem fylgdi. Vísir/AFP Fyrrverandi yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Suður-Jórvíkurskíri hefur verið ákærður fyrir manndráp og fyrrverandi aðalvarðstjóri fyrir meinsæri vegna Hillsborough-harmleiksins. Þar fórust 96 stuðningsmenn Liverpool vegna mistaka lögreglu. Upphaflega niðurstaða rannsakenda var að aðdáendurnir á undanúrslitaleik Liverpool og Nottingham Forest í ensku bikarkeppninni á Hillsborough-vellinum í Sheffield 15. apríl árið 1989 hefðu farist af slysförum. Dánardómstjóri tók málið hins vegar upp aftur árið 2014. Réttarrannsókn hans komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að orsök harmleiksins hafi verið gróf vanræksla lögreglunnar og skipuleggjenda leiksins. Íbúar Liverpool-borgar hafa barist fyrir réttlæti fyrir stuðningsmennina 96 í meira en aldarfjórðung.Vísir/EPA Reyndu að kenna stuðningsmönnunum um David Duckenfield var yfirlögregluþjónninn sem var yfirmaður löggæslumála á leikdag. Hann gaf lögreglumönnum meðal annars skipun um að opna hlið inn í þegar fulla stúku þar sem Liverpool-aðdáendur voru. Fólkið lést í gríðarlegum troðningi sem myndaðist í Leppings Lane-stúkunni. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að Duckenfield hafi nú verið ákærður fyrir manndráp á 95 manns vegna grófrar vanrækslu. Ekki var hægt að kæra hann fyrir dráp á 96. manninum sem lést fjórum árum eftir slysið. Þá hefur Norman Bettison, aðalvarðstjóri, verið ákærður fyrir lygar í kjölfar harmleiksins. Lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri reyndi að skella skuldinni á aðdáendur Liverpool. Fjórir aðrir, tveir lögreglumenn, einn starfsmaður Sheffield Wednesday og lögmaður sem starfaði fyrir lögregluna hafa einnig verið ákærðir. Ríkissaksóknari Bretlands þarf að fá samþykki dómstóla til að ákæra Duckenfield vegna þess að einkamál var höfðað gegn honum árið 1999. Hillsborough-slysið Enski boltinn Bretland England Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Sjá meira
Fyrrverandi yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Suður-Jórvíkurskíri hefur verið ákærður fyrir manndráp og fyrrverandi aðalvarðstjóri fyrir meinsæri vegna Hillsborough-harmleiksins. Þar fórust 96 stuðningsmenn Liverpool vegna mistaka lögreglu. Upphaflega niðurstaða rannsakenda var að aðdáendurnir á undanúrslitaleik Liverpool og Nottingham Forest í ensku bikarkeppninni á Hillsborough-vellinum í Sheffield 15. apríl árið 1989 hefðu farist af slysförum. Dánardómstjóri tók málið hins vegar upp aftur árið 2014. Réttarrannsókn hans komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að orsök harmleiksins hafi verið gróf vanræksla lögreglunnar og skipuleggjenda leiksins. Íbúar Liverpool-borgar hafa barist fyrir réttlæti fyrir stuðningsmennina 96 í meira en aldarfjórðung.Vísir/EPA Reyndu að kenna stuðningsmönnunum um David Duckenfield var yfirlögregluþjónninn sem var yfirmaður löggæslumála á leikdag. Hann gaf lögreglumönnum meðal annars skipun um að opna hlið inn í þegar fulla stúku þar sem Liverpool-aðdáendur voru. Fólkið lést í gríðarlegum troðningi sem myndaðist í Leppings Lane-stúkunni. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að Duckenfield hafi nú verið ákærður fyrir manndráp á 95 manns vegna grófrar vanrækslu. Ekki var hægt að kæra hann fyrir dráp á 96. manninum sem lést fjórum árum eftir slysið. Þá hefur Norman Bettison, aðalvarðstjóri, verið ákærður fyrir lygar í kjölfar harmleiksins. Lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri reyndi að skella skuldinni á aðdáendur Liverpool. Fjórir aðrir, tveir lögreglumenn, einn starfsmaður Sheffield Wednesday og lögmaður sem starfaði fyrir lögregluna hafa einnig verið ákærðir. Ríkissaksóknari Bretlands þarf að fá samþykki dómstóla til að ákæra Duckenfield vegna þess að einkamál var höfðað gegn honum árið 1999.
Hillsborough-slysið Enski boltinn Bretland England Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Sjá meira