Sigurður Hannesson ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. júní 2017 16:14 Sigurður Hannesson. Samtök Iðnaðarins Sigurður Hannesson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Hann tekur við starfinu af Almari Guðmundssyni sem lét af störfum fyrir skömmu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Samtökum iðnaðarins. Vísir greindi frá því fyrr í dag að Sigurður hefði látið af störfum sem framkvæmdastjóri eignastýringar Kviku banka en þar hafði hann starfað í tíu ár. Í fréttatilkynningunni frá Samtökum iðnaðarins kemur einnig fram að Sigurður hafi sinnt margvíslegum störfum á fjármálamarkaði. Hann var varaformaður framkvæmdahóps um losun fjármagnshafta og kynnti áætlun stjórnvalda um losun þeirra árið 2015. Þá var Sigurður formaður sérfræðingahóps um Leiðréttinguna 2013. Auk starfa á fjármálamarkaði hefur Sigurður meðal annars verið prófdómari við verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands og stundað kennslu við Háskóla Íslands og Oxford háskóla. Sigurður er stærðfræðingur að mennt með doktorspróf frá Oxford háskóla og er með próf í verðbréfamiðlun. „Samtök iðnaðarins bjóða Sigurð Hannesson velkominn til starfa. Við erum ánægð að fá svo öflugan liðsmann sem Sigurður er í hóp kraftmikilla starfsmanna SI og væntum mikils af samstarfi okkar við hann. Starf SI hefur verið öflugt og ljóst að næg verkefni eru framundan. Sigurður býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á íslensku efnahagslífi og þekkir því vel hvernig umhverfi íslensks atvinnulífs þarf að vera til að hér megi margvíslegur iðnaður skapa verðmæti til hagsbóta fyrir land og þjóð,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins um ráðningu Sigurðar. „Ég hef í langan tíma fylgst með starfi SI úr fjarlægð og er sannfærður um að reynsla mín geti nýst vel í þeim fjölbreyttu verkefnum sem þar þarf að kljást við frá degi til dags. Öflugt og samkeppnishæft atvinnulíf skiptir landsmenn alla miklu máli. Samtök iðnaðarins spanna breitt svið atvinnulífsins, mannvirkjagerð, framleiðslu og hagnýtingu hugvits. Allt eru þetta mikilvægar uppsprettur verðmæta í samfélaginu sem leggja sín lóð á vogarskálar lífsgæða í landinu og eftirsóknarvert er að starfa við. Ég hlakka til að starfa með stjórn, starfsmönnum og félagsmönnum Samtaka iðnaðarins og vinna að því að auka vöxt og viðgang íslensks iðnaðar,“ segir Sigurður Hannesson nýráðinn framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Ráðningar Tengdar fréttir Almar látinn fara sem framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Stjórn Samtaka iðnaðarins (SI) hefur ákveðið að segja Almari Guðmundssyni, sem hefur verið framkvæmdastjóri Samtaka iðnarins síðastliðin þrjú ár, upp störfum hjá samtökunum. Var Almari tilkynnt um þessa ákvörðun stjórnar SI fyrr í dag, samkvæmt heimildum Vísis. 30. maí 2017 15:24 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Sjá meira
Sigurður Hannesson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Hann tekur við starfinu af Almari Guðmundssyni sem lét af störfum fyrir skömmu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Samtökum iðnaðarins. Vísir greindi frá því fyrr í dag að Sigurður hefði látið af störfum sem framkvæmdastjóri eignastýringar Kviku banka en þar hafði hann starfað í tíu ár. Í fréttatilkynningunni frá Samtökum iðnaðarins kemur einnig fram að Sigurður hafi sinnt margvíslegum störfum á fjármálamarkaði. Hann var varaformaður framkvæmdahóps um losun fjármagnshafta og kynnti áætlun stjórnvalda um losun þeirra árið 2015. Þá var Sigurður formaður sérfræðingahóps um Leiðréttinguna 2013. Auk starfa á fjármálamarkaði hefur Sigurður meðal annars verið prófdómari við verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands og stundað kennslu við Háskóla Íslands og Oxford háskóla. Sigurður er stærðfræðingur að mennt með doktorspróf frá Oxford háskóla og er með próf í verðbréfamiðlun. „Samtök iðnaðarins bjóða Sigurð Hannesson velkominn til starfa. Við erum ánægð að fá svo öflugan liðsmann sem Sigurður er í hóp kraftmikilla starfsmanna SI og væntum mikils af samstarfi okkar við hann. Starf SI hefur verið öflugt og ljóst að næg verkefni eru framundan. Sigurður býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á íslensku efnahagslífi og þekkir því vel hvernig umhverfi íslensks atvinnulífs þarf að vera til að hér megi margvíslegur iðnaður skapa verðmæti til hagsbóta fyrir land og þjóð,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins um ráðningu Sigurðar. „Ég hef í langan tíma fylgst með starfi SI úr fjarlægð og er sannfærður um að reynsla mín geti nýst vel í þeim fjölbreyttu verkefnum sem þar þarf að kljást við frá degi til dags. Öflugt og samkeppnishæft atvinnulíf skiptir landsmenn alla miklu máli. Samtök iðnaðarins spanna breitt svið atvinnulífsins, mannvirkjagerð, framleiðslu og hagnýtingu hugvits. Allt eru þetta mikilvægar uppsprettur verðmæta í samfélaginu sem leggja sín lóð á vogarskálar lífsgæða í landinu og eftirsóknarvert er að starfa við. Ég hlakka til að starfa með stjórn, starfsmönnum og félagsmönnum Samtaka iðnaðarins og vinna að því að auka vöxt og viðgang íslensks iðnaðar,“ segir Sigurður Hannesson nýráðinn framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Ráðningar Tengdar fréttir Almar látinn fara sem framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Stjórn Samtaka iðnaðarins (SI) hefur ákveðið að segja Almari Guðmundssyni, sem hefur verið framkvæmdastjóri Samtaka iðnarins síðastliðin þrjú ár, upp störfum hjá samtökunum. Var Almari tilkynnt um þessa ákvörðun stjórnar SI fyrr í dag, samkvæmt heimildum Vísis. 30. maí 2017 15:24 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Sjá meira
Almar látinn fara sem framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Stjórn Samtaka iðnaðarins (SI) hefur ákveðið að segja Almari Guðmundssyni, sem hefur verið framkvæmdastjóri Samtaka iðnarins síðastliðin þrjú ár, upp störfum hjá samtökunum. Var Almari tilkynnt um þessa ákvörðun stjórnar SI fyrr í dag, samkvæmt heimildum Vísis. 30. maí 2017 15:24