Demókrati gagnrýnir viðbrögð Obama við aðgerðum Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 26. júní 2017 13:30 „Bandaríska þjóðin þurfti að vita hvað væri að gerast.“ Vísir/Getty Háttsettur þingmaður Demókrataflokksins í Bandaríkjunum hefur gagnrýnt Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fyrir að hafa ekki gripið til umfangsmikilli aðgerða þegar ljóst var að yfirvöld í Rússlandi ætluðu sér að hafa áhrif á forsetakosningarnar sem haldnar voru þar í landi í fyrra. „Ég held að ríkisstjórn Obama hefði átt að gera mun meira þegar afskipti Rússa urðu ljós, og þegar það varð ljóst að þeim var stýrt úr hæstu hæðum Kremlin,“ sagði Adam Schiff í þættinum State of the Union á CNN.Schiff er æðsti meðlimur demókrata sem tilheyrir þingnefnd fulltrúadeildarinnar um njósnamál, en hann og þingkonan Dianne Feinstein þrýstu á ríkisstjórn Obama fyrir kosningarnar. Hann segir ákvörðun Obama að grípa ekki til aðgerða fyrr en eftir kosningarnar hafa verið ranga. „Bandaríska þjóðin þurfti að vita hvað væri að gerast.“ Því gripu Schiff og Feinstein til þess ráðs að birta einhliða yfirlýsingu þar sem þingmennirnir sögðu ljóst að markmið Rússa væri að hafa áhrif á niðurstöður kosninganna og að kölluðu eftir því að afskiptum þeirra yrði hætt.Washington Post birti nýverið ítarlega grein um að Obama hefði fengið upplýsingar um afskipti Rússa í ágúst í fyrra og að Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefði gefið skipun um slík afskipti. Markmiðið með þeim aðgerðum væri að hjálpa Donald Trump að vinna kosningarnar sem haldnar voru í nóvember. Upplýsingarnar eru sagðar hafa komið frá aðilum innan ríkisstjórnar Putin. Það var ekki fyrr en í desember sem ríkisstjórn Bandaríkjanna beitti þvingunum gegn Rússlandi og rak fjölda rússneskra njósnara og erindreka úr landi. Obama mun hafa óttast að ef hann gripi til aðgerða gegn Rússum yrði talið að hann væri sjálfur að skipta sér af kosningunum. Donald Trump hefur tíst um fregnir Washington Post um helgina og nú í dag. Tíst Trump í dag þar sem hann gagnrýnir Obama og fer fram á afsökunarbeiðni.Nú segir hann að ástæða þess að Obama hafi „ekkert gert eftir að hafa fengið upplýsingar um afskipti“ hafi verið að hann taldi að Hillary Clinton myndi vinna og því hafi hann ekki viljað „rugga bátnum“. Trump virðist gagnrýna Obama fyrir aðgerðaleysið og segir að Clinton og demókratar hafi ekki grætt á Obama hafði ekki brugðist við.Tíst Trump frá 22. júní þegar hann sagði allar fregnir um afskipti Rússa vera gabb demókrata.Trump hefur í gegnum tíðina verið margsaga um afskipti Rússa og nú síðast þann 22. júní sagði hann að þetta væri ekkert annað en gabb demókrata til að afsaka tap þeirra í kosningunum. Hann hefur áður sagt að Kína hefði mögulega gert tölvuárásir en ekki Rússar og jafnvel einhver feitur maður í sófanum sínum.Tweets by realDonaldTrump Donald Trump Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Háttsettur þingmaður Demókrataflokksins í Bandaríkjunum hefur gagnrýnt Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fyrir að hafa ekki gripið til umfangsmikilli aðgerða þegar ljóst var að yfirvöld í Rússlandi ætluðu sér að hafa áhrif á forsetakosningarnar sem haldnar voru þar í landi í fyrra. „Ég held að ríkisstjórn Obama hefði átt að gera mun meira þegar afskipti Rússa urðu ljós, og þegar það varð ljóst að þeim var stýrt úr hæstu hæðum Kremlin,“ sagði Adam Schiff í þættinum State of the Union á CNN.Schiff er æðsti meðlimur demókrata sem tilheyrir þingnefnd fulltrúadeildarinnar um njósnamál, en hann og þingkonan Dianne Feinstein þrýstu á ríkisstjórn Obama fyrir kosningarnar. Hann segir ákvörðun Obama að grípa ekki til aðgerða fyrr en eftir kosningarnar hafa verið ranga. „Bandaríska þjóðin þurfti að vita hvað væri að gerast.“ Því gripu Schiff og Feinstein til þess ráðs að birta einhliða yfirlýsingu þar sem þingmennirnir sögðu ljóst að markmið Rússa væri að hafa áhrif á niðurstöður kosninganna og að kölluðu eftir því að afskiptum þeirra yrði hætt.Washington Post birti nýverið ítarlega grein um að Obama hefði fengið upplýsingar um afskipti Rússa í ágúst í fyrra og að Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefði gefið skipun um slík afskipti. Markmiðið með þeim aðgerðum væri að hjálpa Donald Trump að vinna kosningarnar sem haldnar voru í nóvember. Upplýsingarnar eru sagðar hafa komið frá aðilum innan ríkisstjórnar Putin. Það var ekki fyrr en í desember sem ríkisstjórn Bandaríkjanna beitti þvingunum gegn Rússlandi og rak fjölda rússneskra njósnara og erindreka úr landi. Obama mun hafa óttast að ef hann gripi til aðgerða gegn Rússum yrði talið að hann væri sjálfur að skipta sér af kosningunum. Donald Trump hefur tíst um fregnir Washington Post um helgina og nú í dag. Tíst Trump í dag þar sem hann gagnrýnir Obama og fer fram á afsökunarbeiðni.Nú segir hann að ástæða þess að Obama hafi „ekkert gert eftir að hafa fengið upplýsingar um afskipti“ hafi verið að hann taldi að Hillary Clinton myndi vinna og því hafi hann ekki viljað „rugga bátnum“. Trump virðist gagnrýna Obama fyrir aðgerðaleysið og segir að Clinton og demókratar hafi ekki grætt á Obama hafði ekki brugðist við.Tíst Trump frá 22. júní þegar hann sagði allar fregnir um afskipti Rússa vera gabb demókrata.Trump hefur í gegnum tíðina verið margsaga um afskipti Rússa og nú síðast þann 22. júní sagði hann að þetta væri ekkert annað en gabb demókrata til að afsaka tap þeirra í kosningunum. Hann hefur áður sagt að Kína hefði mögulega gert tölvuárásir en ekki Rússar og jafnvel einhver feitur maður í sófanum sínum.Tweets by realDonaldTrump
Donald Trump Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira