„Við erum gömul en ekki dauð“ Ellert B Schram skrifar 30. júní 2017 14:49 Því er ekki að neita að það rak marga í rogastans, þegar birtar voru ákvarðanir kjararáðs um hækkanir launa hjá alþingismönnum, ráðherrum, hæstaréttardómurum og öðrum vel launuðum starfsmönnum hins opinbera. Skýringarnar á þessum launahækkunum er rökstuddar á þeim forsendum að hrunið hafi dregið úr launum þessa fólks og nú sé verið að bæta þeim launatapið. Gott og vel. Ef ég man rétt, þá neyddust stjórnvöld að draga úr greiðslum til eldri borgara, þegar hrunið skall á. En eldri borgarar og þeirra kjör heyra ekki undir kjararáð og tilraunir til að hækka grunnlífeyri og kjarabætur hafa hvorki fengið undirtektir né stuðning. Grunnlífeyrir meira segja felldur niður hjá fjölmörgum. Kjör eldri borgara, sem búa við tryggingarbæturnar einar, hafa versnað ef eitthvað er og enn eru hámarksgreiðslur tvö hundruð áttatíu þúsund krónur á mánuði. Fyrir skatt. Á sama tíma er staðan núna sú, að þeir þjóðfélagsþegnar sem hafa hæstu launin og heyra undir kjararáð, fá hundruðir þúsund króna hækkanir á mánuði sem eru auk þess afturvirk um marga mánuði. Afgangurinn er svo sá, að allir hinir eru settir i fjármálaáætlanir og lok, lok og læs.Einhversstaðar las ég: jú, við erum orðin gömul en ekki dauð. Elsta kynslóðin í þessu landi er ekki ómagi upp á náð hins opinbera. Eldri borgarar eru enn á lífi og þeim verður ekki kennt um neitt hrun og þeir eiga þann rétt eins og hver annar, að njóta þess tryggingarkerfis, sem sett var á laggirnar í þeim tilgangi að hjálpa fólki sem aldurs vegna, dettur út af launalistum og situr margt hvert í fátæktargildrum, sem kerfið býður upp á. Það ástand er ekki greipt í stein, það er mannana verk, það er sýnishorn þeirra gilda sem stjórnmálin, alþingi og ríkisstjórnir hverju sinni, bjóða upp á. Því miður. Í raun og veru leyfi ég mér að segja, að ákvarðanir kjararáðs og stjórnvalda eru til skammar í samfélagi, sem kennir sig við jafnræði, frelsi og samkennd. Hinum velefnuðu er hyglað, meðan eldra fólk situr við sama heygarðshornið. Mismunurinn, bilið milli ríkra og fátækra lengist og er æpandi staðfesta þeirra sem fara með völdin og vanvirða þá kynslóð sem hefur lagt sitt af mörkum til samfélagsins, alla sína ævi. Það er sorgleg stjórnsýsla og ekki bjóðandi. Eldri borgarar njóta ekki verkfallsréttinda. Eldri borgarar eru ekki betlarar, eldri borgarar eru máttarstólpar, feður og mæður, ömmur og afar, fólkið sem hvorki vælir né kvartar og á sínar stundir í sögu, virðingu og framförum. Við erum orðin gömul en ekki dauð. Við eigum ekki að vera hornrekur, við erum ekki að gera annað en að miðla til samfélagsins, reynslu okkar og framlagi. Við erum orðin gömul. En við erum ekki dauð. Bara svo það sé sagt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Því er ekki að neita að það rak marga í rogastans, þegar birtar voru ákvarðanir kjararáðs um hækkanir launa hjá alþingismönnum, ráðherrum, hæstaréttardómurum og öðrum vel launuðum starfsmönnum hins opinbera. Skýringarnar á þessum launahækkunum er rökstuddar á þeim forsendum að hrunið hafi dregið úr launum þessa fólks og nú sé verið að bæta þeim launatapið. Gott og vel. Ef ég man rétt, þá neyddust stjórnvöld að draga úr greiðslum til eldri borgara, þegar hrunið skall á. En eldri borgarar og þeirra kjör heyra ekki undir kjararáð og tilraunir til að hækka grunnlífeyri og kjarabætur hafa hvorki fengið undirtektir né stuðning. Grunnlífeyrir meira segja felldur niður hjá fjölmörgum. Kjör eldri borgara, sem búa við tryggingarbæturnar einar, hafa versnað ef eitthvað er og enn eru hámarksgreiðslur tvö hundruð áttatíu þúsund krónur á mánuði. Fyrir skatt. Á sama tíma er staðan núna sú, að þeir þjóðfélagsþegnar sem hafa hæstu launin og heyra undir kjararáð, fá hundruðir þúsund króna hækkanir á mánuði sem eru auk þess afturvirk um marga mánuði. Afgangurinn er svo sá, að allir hinir eru settir i fjármálaáætlanir og lok, lok og læs.Einhversstaðar las ég: jú, við erum orðin gömul en ekki dauð. Elsta kynslóðin í þessu landi er ekki ómagi upp á náð hins opinbera. Eldri borgarar eru enn á lífi og þeim verður ekki kennt um neitt hrun og þeir eiga þann rétt eins og hver annar, að njóta þess tryggingarkerfis, sem sett var á laggirnar í þeim tilgangi að hjálpa fólki sem aldurs vegna, dettur út af launalistum og situr margt hvert í fátæktargildrum, sem kerfið býður upp á. Það ástand er ekki greipt í stein, það er mannana verk, það er sýnishorn þeirra gilda sem stjórnmálin, alþingi og ríkisstjórnir hverju sinni, bjóða upp á. Því miður. Í raun og veru leyfi ég mér að segja, að ákvarðanir kjararáðs og stjórnvalda eru til skammar í samfélagi, sem kennir sig við jafnræði, frelsi og samkennd. Hinum velefnuðu er hyglað, meðan eldra fólk situr við sama heygarðshornið. Mismunurinn, bilið milli ríkra og fátækra lengist og er æpandi staðfesta þeirra sem fara með völdin og vanvirða þá kynslóð sem hefur lagt sitt af mörkum til samfélagsins, alla sína ævi. Það er sorgleg stjórnsýsla og ekki bjóðandi. Eldri borgarar njóta ekki verkfallsréttinda. Eldri borgarar eru ekki betlarar, eldri borgarar eru máttarstólpar, feður og mæður, ömmur og afar, fólkið sem hvorki vælir né kvartar og á sínar stundir í sögu, virðingu og framförum. Við erum orðin gömul en ekki dauð. Við eigum ekki að vera hornrekur, við erum ekki að gera annað en að miðla til samfélagsins, reynslu okkar og framlagi. Við erum orðin gömul. En við erum ekki dauð. Bara svo það sé sagt.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar