Sport

Vigdís hreppti gullið í sleggjukasti

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Vigdís Jónsdóttir, frjálsíþróttakona úr FH.
Vigdís Jónsdóttir, frjálsíþróttakona úr FH. vísir/pjetur
Vigdís Jónsdóttir, FH, tryggði sér gullverðlaun í sleggjukasti á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fram fer á Selfossi í dag.

Þessi fremsta sleggjukastkona landsins kastaði kúlunni 55,67 metra í dag og dugði það henni til sigurs. Rut Tryggvadóttir, ÍR, varð í öðru sæti með kast upp á 48,94 metra og Guðný Sigurðardóttir úr FH var í því þriðja eftir að kasta sleggjunni 43,81 metra.

Vigdís, sem fædd er árið 1996, setti Íslandsmet í greininni fyrr á árinu þegar hún kastaði sleggjunni 61,77 metra. Tryggði hún sér þar með þátttökurétt á Evrópumóti U23 ára sem fram fer í Póllandi um næstu helgi.

Hún var talsvert frá Íslandsmetinu í dag, köst hennar í seríunni voru upp á 54,96 m, 55,67 m, 55,60 m og 55,13 metra og gerði hún tvisvar ógilt.


Tengdar fréttir

Vigdís stórbætti Íslandsmet sitt

Vigdís Jónsdóttir bætti Íslandsmet sitt í sleggjukasti um tæpa þrjá metra á Góu móti FH í Kaplakrika í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×