Freyr í 1á1: Tilfinningin fyrir ári var að við værum að fara að vinna þetta mót Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. júlí 2017 07:46 Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var gestur Guðmundar Benediktssonar í viðtalsþættinum 1á1 sem var frumsýndur á Stöð 2 Sport HD á föstudaginn. Í sumar verður styttri útgáfa af þættinum sýnd á mánudögum eftir fréttir sem hluti af Ísland í sumar. Ísland hefur leik á EM í Hollandi 18. júlí. Íslensku stelpurnar fá afar verðugt verkefni strax í fyrsta leik þegar þær mæta ógnarsterku liði Frakka sem er í 3. sæti á heimslista FIFA. En hefði Freyr valið að spila á móti öðru liði en því franska í fyrsta leiknum á EM?Ísland er með Frakklandi, Sviss og Austurríki í riðli á EM.vísir/antonStig setur okkur í mjög góða stöðu „Ef við hugsum þetta þannig: síðasti leikur í riðli og það er allt undir, þá viltu ekki mæta Frökkum þá. Er ekki bara fínt að byrja á Frökkum? Við vitum öll að Frakkarnir eru mögulega með besta lið í heimi, ætla sér og eiga mögulega að vinna mótið. Við höfum engu að tapa,“ sagði Freyr. „Ef við fáum stig á móti Frökkum erum við búin að setja okkur í mjög góða stöðu upp á hina tvo leikina. Þrjú stig setja okkur í lykilstöðu. Ég er ótrúlega spenntur. Við fáum besta lið í heimi í fyrsta leik, á stóru sviði og með fullt af Íslendingum. Þetta getur ekki byrjað betur.“ Freyr var einnig spurður út í markmið Íslands á EM. „Tilfinningin fyrir ári síðan, þegar við vorum búin að vinna Skotana og gera frábæra hluti á Algarve og vorum á fljúgandi leið upp, þá var ég bara: við erum að fara að vinna þetta mót. Það er ekkert sem getur stoppað okkur,“ sagði Freyr. En hafa markmið íslenska liðsins breyst í ljósi þeirra miklu meiðslaáfalla sem það hefur orðið fyrir?Freyr og stelpurnar okkar ætla sér í útsláttarkeppnina.vísir/antonMarkmiðin eru ennþá þau sömu „Við þurfum aðeins að jarðtengja okkur sem er kannski bara gott. Hitt hefði getað farið með okkur í vonbrigði og vesen. Markmiðin eru ennþá þau sömu og við ætlum okkur upp úr riðlinum,“ sagði Freyr. „Þú verður að vera með einhver markmið þegar þú ertu komin upp úr riðlinum, annars geturðu lent á þessum vegg að vera sáttur. Ef við förum í útsláttarkeppnina er svo stutt í baráttu um medalíur. Þá erum við bara að fara að keppa um að vinna mótið. Annað væri galið, þetta eru bara þrír leikir. Við vitum af þessu. Við köllum þetta drauminn.“ Allt innslagið úr Ísland í sumar má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr í 1á1: Kitlar að koma Íslandi á HM Frey Alexanderssyni dreymir um að koma íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta á HM í Frakklandi 2019. 1. júlí 2017 16:30 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var gestur Guðmundar Benediktssonar í viðtalsþættinum 1á1 sem var frumsýndur á Stöð 2 Sport HD á föstudaginn. Í sumar verður styttri útgáfa af þættinum sýnd á mánudögum eftir fréttir sem hluti af Ísland í sumar. Ísland hefur leik á EM í Hollandi 18. júlí. Íslensku stelpurnar fá afar verðugt verkefni strax í fyrsta leik þegar þær mæta ógnarsterku liði Frakka sem er í 3. sæti á heimslista FIFA. En hefði Freyr valið að spila á móti öðru liði en því franska í fyrsta leiknum á EM?Ísland er með Frakklandi, Sviss og Austurríki í riðli á EM.vísir/antonStig setur okkur í mjög góða stöðu „Ef við hugsum þetta þannig: síðasti leikur í riðli og það er allt undir, þá viltu ekki mæta Frökkum þá. Er ekki bara fínt að byrja á Frökkum? Við vitum öll að Frakkarnir eru mögulega með besta lið í heimi, ætla sér og eiga mögulega að vinna mótið. Við höfum engu að tapa,“ sagði Freyr. „Ef við fáum stig á móti Frökkum erum við búin að setja okkur í mjög góða stöðu upp á hina tvo leikina. Þrjú stig setja okkur í lykilstöðu. Ég er ótrúlega spenntur. Við fáum besta lið í heimi í fyrsta leik, á stóru sviði og með fullt af Íslendingum. Þetta getur ekki byrjað betur.“ Freyr var einnig spurður út í markmið Íslands á EM. „Tilfinningin fyrir ári síðan, þegar við vorum búin að vinna Skotana og gera frábæra hluti á Algarve og vorum á fljúgandi leið upp, þá var ég bara: við erum að fara að vinna þetta mót. Það er ekkert sem getur stoppað okkur,“ sagði Freyr. En hafa markmið íslenska liðsins breyst í ljósi þeirra miklu meiðslaáfalla sem það hefur orðið fyrir?Freyr og stelpurnar okkar ætla sér í útsláttarkeppnina.vísir/antonMarkmiðin eru ennþá þau sömu „Við þurfum aðeins að jarðtengja okkur sem er kannski bara gott. Hitt hefði getað farið með okkur í vonbrigði og vesen. Markmiðin eru ennþá þau sömu og við ætlum okkur upp úr riðlinum,“ sagði Freyr. „Þú verður að vera með einhver markmið þegar þú ertu komin upp úr riðlinum, annars geturðu lent á þessum vegg að vera sáttur. Ef við förum í útsláttarkeppnina er svo stutt í baráttu um medalíur. Þá erum við bara að fara að keppa um að vinna mótið. Annað væri galið, þetta eru bara þrír leikir. Við vitum af þessu. Við köllum þetta drauminn.“ Allt innslagið úr Ísland í sumar má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr í 1á1: Kitlar að koma Íslandi á HM Frey Alexanderssyni dreymir um að koma íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta á HM í Frakklandi 2019. 1. júlí 2017 16:30 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Freyr í 1á1: Kitlar að koma Íslandi á HM Frey Alexanderssyni dreymir um að koma íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta á HM í Frakklandi 2019. 1. júlí 2017 16:30