Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Víkingur R. 1-1 | Alex Freyr tryggði Víkingum stig á Skaganum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skagamenn sitja í ellefta og næstneðsta sæti Pepsi-deildarinnar.
Skagamenn sitja í ellefta og næstneðsta sæti Pepsi-deildarinnar. vísir/andri
Skagamenn og Víkingar gerðu 1-1 jafntefli í tíundu umferð Pepsi-deildar karla á Skipaskaga í kvöld. Skagamenn komust yfir í fyrri hálfleiknum en gestirnir gerðu eina mark síðari hálfleiksins. Það voru þeir Tryggvi Hrafn Haraldsson og Alex Freyr Hilmarsson sem gerðu mörkin í leiknum.

Af hverju fór leikurinn jafntefli?

Skagamenn bökkuðu of mikið til baka í síðari hálfleiknum og ætluðu að halda fengnum hlut. Víkingar voru þolinmóðir og náðu að jafna metin eftir gríðarlega mikla baráttu. Hvorugt liðið náði sér almennilega á strik í kvöld og var jafnteflið líklega sanngjörn niðurstaða. Bæði lið fengu tækifæri til að klára leikinn en allt kom fyrir ekki.

Hverjir stóðu upp úr?

Arnar Már Guðjónsson var öflugur á miðjunni hjá Skagamönnum og Þórður Þorsteinn gerði einnig vel í liði Skagamanna. Markið frá Tryggva Hrafni skipti miklu máli en Rashid Yussuf átti frábæran leik í vörn Skagamann. Stöðvaði oft Víkingana og átti fínar sendingar. Í liði Víkinga var Alex Freyr Hilmarsson fínn og markið hans einkar glæsilegt. Ívar Örn átti nokkra spretti einnig og var flottur.

Hvað gekk illa?

Sóknarleikur beggja liða var ekki alveg nægilega markviss og uppspilið gekk oft á tíðum mjög brösuglega. Þessi leikur fer aldrei í sögubækurnar fyrir góðan fótbolta.

Hvað gerist næst?

Víkingar fá topplið Vals í heimsókn í næstu umferð og verður liðið að reyna ná eitthvað út úr þeim leik. Skagamenn eru líklega að fara í sinn mikilvægasta leik á tímabilinu þegar þeir sækja Víkinga frá Ólafsvík heim um næstu helgi.

Logi: Ekki sáttur með framlag minna mann í kvöld„Við vorum klaufar í fyrri hálfleiknum þegar við fengum á okkur mark úr skyndisókn og við eigum að geta komið í veg fyrir það,“ segir Logi Ólafsson, þjálfari Víkings, eftir leikinn í kvöld.

„Þeir voru ekkert að skapa mikið þar fyrir utan nema kannski þetta dauðafæri sem þeir fengu undir lok leiksins. Þá hefðu þeir vel getað stolið þessum sigri. Bæði lið hefðu getað tekið þennan leik en við verðum bara að vera sáttir með stigið.“

Logi segist ekki hafa verið sáttur með framlag sinna manna í kvöld.

„Mér fannst við vera daufir og óákveðnir í kvöld og ekki samtaka í því sem við eigum að vera gera. Maður þarf bara að gera betur ef maður ætlar að vinna leiki.“

Hann segist hafa séð sína menn á skokkinu á fyrri hálfleiknum.

„Það er samt jákvætt að tapa ekki leiknum og það verðum við bara að taka með okkur en á móti kemur erum við ekkert að blanda okkur í toppbaráttuna."

Guðlaugur: Tökum margt úr þessum leik fyrir slagsmálin í Ólafsvík„Ég verð að viðurkenna það að ég sá þennan bolta í netinu,“ segir Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, eftir leikinn í kvöld en þá á hann við þegar Arnar Már Guðjónsson misnotaði dauðafæri undir blálok leiksins.

„Ég er gríðarlega ánægður með þennan leik og mér fannst við bara virkilega þéttir varnarlega. Mér fannst svona í kortunum að við værum að fara taka þennan leik og ná þessum þremur stigum. Mér fannst eiginlega ekkert í gangi hjá Víkingum.“

Gunnlaugur var ekki sáttur við dómara leiksins þegar Víkingar skora.

„Fyrir það fyrsta þá er brotið á Patrik Stefanski í aðdragandanum en við vorum samt klaufar að missa þennan bolta í gegn og hleypa inn þessu marki.“

Hann segir að liðið geti byggt á miklu eftir þennan leik.

„Næsti leikur er heldur betur mikilvægur leikur og við verðum að mæta alveg klárir. Þar verður mikið undir og við getum tekið margt úr þessum leik í þessi slagsmál í Ólafsvík.“

EinkunnirÍA - 4-5-1

Arnór Snær Guðmundson 5

Albert Hafsteinsson 6

Tryggvi Hrafn Haraldsson 7

Arnar Már Guðjónsson 6

Hafþór Pétursson 5

Þórður Þ. Þórðarson 6

Rashid Yussuf 7

Gylfi Veigar Gylfason 5

Patryk Stefanski 4

Steinar Þorsteinsson 5

Ingvar Þór Kale 6

Víkingur - 4-3-3

Róbert Örn Óskarsson 6

Ívar Örn Jónsson 7

Milos Ozegovic 4

Halldór Smári Sigurðsson 5

Alex Freyr Hilmarsson 7

Viktor Bjarki Arnarsson 5 

Ragnar Bragi Sveinsson 5 (65. Davíð Örn Atlason 5)

Dofri Snorrason 6

Geoffrey Castillion 4

Alan Lowing 5

Vladimir Tufegdzic 5 (53. Erlingur Agnarsson 5)

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira