Varnarmaður ársins á leiðinni til Íslandsmeistara Keflavíkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2017 14:00 Það var gaman hjá Keflavíkurstelpum á síðasta tímabili. Vísir/Andri Marinó Íslands- og bikarmeistarar Keflavíkur hafa fundið sér nýjan bandarískan leikmann fyrir komandi tímabil í Domino´s deild kvenna í körfubolta. Brittanny Dinkins, 170 sentímetra bakvörður, mun taka að sér leiðtogahlutverk hjá keflavíkurliðinu í vetur og taka við hlutverki Ariana Moorer, sem var valin besti leikmaður úrslitakeppninnar. Það er ljóst að það verður ekki minni áhersla sett á varnarleikinn hjá þjálfaranum Sverri Þór Sverrissyni á næsta tímabili því nýi leikmaður Keflavíkurliðsins var valin varnarmaður ársins í sinni deild í bandaríska háskólaboltanum á síðustu leiktíð. Southern Miss skólinn er stoltur af sinni stelpur og tilkynnti um samninginn á Twitter-síðu skólans eins og sjá má hér fyrir neðan.We couldn't be more proud of Brittanny. Congratulations @KeflavikKarfa. You got a good one. #SMTTTpic.twitter.com/WboEiz6wyC — Lady Eagle WBB (@SouthernMissWBB) July 8, 2017 Brittanny Dinkins var með 18,4 stig, 4,1 frákast, 3,7 stoðsendingar og 3,1 stolinn bolta að meðaltali í leik á lokaári sínu með Southern Miss skólanum en hún hitti þar úr 36 prósent þriggja stiga skotanna og 80 prósent vítanna. Hún var bæði í úrvalsliði ársins í Conference USA deildinni sem og í varnarliði ársins. Brittanny Dinkins er leikjahæst í sögu Southern Miss skólans (134 leikir) og í tíunda sæti yfir flest stig fyrir skólann (1479). Hún getur spilað bæði sem leikstjórnandi og skotbakvörður. Dinkins er fædd 8. mars 1994 í Miami í Flórída en hún kom til Southern Miss frá Miami Norland Senior High School. Hér fyrir neðan má sjá tilþrifamyndband með henni. Dominos-deild kvenna Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Íslands- og bikarmeistarar Keflavíkur hafa fundið sér nýjan bandarískan leikmann fyrir komandi tímabil í Domino´s deild kvenna í körfubolta. Brittanny Dinkins, 170 sentímetra bakvörður, mun taka að sér leiðtogahlutverk hjá keflavíkurliðinu í vetur og taka við hlutverki Ariana Moorer, sem var valin besti leikmaður úrslitakeppninnar. Það er ljóst að það verður ekki minni áhersla sett á varnarleikinn hjá þjálfaranum Sverri Þór Sverrissyni á næsta tímabili því nýi leikmaður Keflavíkurliðsins var valin varnarmaður ársins í sinni deild í bandaríska háskólaboltanum á síðustu leiktíð. Southern Miss skólinn er stoltur af sinni stelpur og tilkynnti um samninginn á Twitter-síðu skólans eins og sjá má hér fyrir neðan.We couldn't be more proud of Brittanny. Congratulations @KeflavikKarfa. You got a good one. #SMTTTpic.twitter.com/WboEiz6wyC — Lady Eagle WBB (@SouthernMissWBB) July 8, 2017 Brittanny Dinkins var með 18,4 stig, 4,1 frákast, 3,7 stoðsendingar og 3,1 stolinn bolta að meðaltali í leik á lokaári sínu með Southern Miss skólanum en hún hitti þar úr 36 prósent þriggja stiga skotanna og 80 prósent vítanna. Hún var bæði í úrvalsliði ársins í Conference USA deildinni sem og í varnarliði ársins. Brittanny Dinkins er leikjahæst í sögu Southern Miss skólans (134 leikir) og í tíunda sæti yfir flest stig fyrir skólann (1479). Hún getur spilað bæði sem leikstjórnandi og skotbakvörður. Dinkins er fædd 8. mars 1994 í Miami í Flórída en hún kom til Southern Miss frá Miami Norland Senior High School. Hér fyrir neðan má sjá tilþrifamyndband með henni.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira