Hugmynd frá almenningi! Ögmundur Jónasson skrifar 27. júlí 2017 07:00 Ekki er liðið ár frá síðustu alþingiskosningum. Enn styttri tími frá stjórnarmyndun. Þau voru ófá sem þótti ámælisvert að Björt framtíð skyldi verða til þess að færa Sjálfstæðisflokknum stjórnartaumana í hendur, töldu að þar með væri Björt framtíð að ganga erinda fjármagnsins. Nú fjölgar þeim sem hafa snúið dæminu við og áfellast Sjálfstæðisflokkinn fyrir að greiða götu Bjartrar framtíðar að Stjórnarráðinu, svo mjög gangi sá flokkur erinda gróðaaflanna á kostnað almennings. Er þar sérstaklega horft til framgöngu heilbrigðisráðherrans sem heldur með okkur sífellt lengra út í fen markaðsvæddrar heilbrigðisþjónustu. Gengur hann þar enn lengra en forveri hans úr Sjálfstæðisflokknum, sem illu heilli vildi koma á kerfi Miltons Friedmans um að fjármagn fylgi sjúklingi þannig að heilbrigðisstofnanir keppist um það sín í milli að fá sjúklinga í viðskipti. En forverinn vildi banna arðtöku úr slíkum samkeppnisrekstri. Núverandi ráðherra sýnir engan lit í þá veru. Að því marki sem hann yfirleitt sýnir lit, þá er það á sveif með fjárfestum og nægir þar að minna á að hann hefur látið óátalið að Klíníkin reki legudeild og er þar kominn enn einn vísir að heilbrigðiskerfi á arðsemisforsendum. Allt fjármagnað úr ríkissjóði. Aldrei má horfa framhjá því að ekki er um að ræða raunverulegan einkabisniss, heldur heimild fjárfestum til handa að seilast ofan í vasa almennings í gegnum heilbrigðiskerfið. Handlangarar þeirra á Alþingi sjá um að þetta geti gengið greiðlega fyrir sig. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir að samkeppni um sjúklinga auki gæði þjónustunnar og muni gera hana skilvirkari. Lengra gengur hann ekki í umræðu um málið. Hann svarar aldrei efnislegum rökum þeirra sem benda á að reynslan erlendis sýni að slíkt fyrirkomulag hafi í framkvæmd aukið félagslega mismunun tekjulitlu fólki í óhag og hafi gert skipulag þjónustunnar vandkvæðum háð auk þess að vera kostnaðarsamara. Er þá komið að fyrirsögninni. Kveikjan er frétt í Fréttblaðinu 11. júlí sl. þar sem haft er eftir umhverfisráðherranum, að ráðið til að glíma við umhverfisvandann sé að leita eftir hugmyndum frá almenningi. Prýðilegt. En hvers vegna segja eitt og gera síðan annað? Hvernig væri að ríkisstjórnin hlustaði eftir hugmyndum og afstöðu almennings hvað heilbrigðismálin áhrærir? Það gerir hún hins vegar ekki. Í margítrekuðum skoðanakönnunum, nú síðast í könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands frá í vor, kemur í ljós að yfirgnæfandi meirihluti, tæplega 80%, vill að heilbrigðisþjónustan sé rekin á vegum hins opinbera. Flokkast þetta ekki sem hugmynd frá almenningi?Höfundur er fyrrverandi innanríkisráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ögmundur Jónasson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ekki er liðið ár frá síðustu alþingiskosningum. Enn styttri tími frá stjórnarmyndun. Þau voru ófá sem þótti ámælisvert að Björt framtíð skyldi verða til þess að færa Sjálfstæðisflokknum stjórnartaumana í hendur, töldu að þar með væri Björt framtíð að ganga erinda fjármagnsins. Nú fjölgar þeim sem hafa snúið dæminu við og áfellast Sjálfstæðisflokkinn fyrir að greiða götu Bjartrar framtíðar að Stjórnarráðinu, svo mjög gangi sá flokkur erinda gróðaaflanna á kostnað almennings. Er þar sérstaklega horft til framgöngu heilbrigðisráðherrans sem heldur með okkur sífellt lengra út í fen markaðsvæddrar heilbrigðisþjónustu. Gengur hann þar enn lengra en forveri hans úr Sjálfstæðisflokknum, sem illu heilli vildi koma á kerfi Miltons Friedmans um að fjármagn fylgi sjúklingi þannig að heilbrigðisstofnanir keppist um það sín í milli að fá sjúklinga í viðskipti. En forverinn vildi banna arðtöku úr slíkum samkeppnisrekstri. Núverandi ráðherra sýnir engan lit í þá veru. Að því marki sem hann yfirleitt sýnir lit, þá er það á sveif með fjárfestum og nægir þar að minna á að hann hefur látið óátalið að Klíníkin reki legudeild og er þar kominn enn einn vísir að heilbrigðiskerfi á arðsemisforsendum. Allt fjármagnað úr ríkissjóði. Aldrei má horfa framhjá því að ekki er um að ræða raunverulegan einkabisniss, heldur heimild fjárfestum til handa að seilast ofan í vasa almennings í gegnum heilbrigðiskerfið. Handlangarar þeirra á Alþingi sjá um að þetta geti gengið greiðlega fyrir sig. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir að samkeppni um sjúklinga auki gæði þjónustunnar og muni gera hana skilvirkari. Lengra gengur hann ekki í umræðu um málið. Hann svarar aldrei efnislegum rökum þeirra sem benda á að reynslan erlendis sýni að slíkt fyrirkomulag hafi í framkvæmd aukið félagslega mismunun tekjulitlu fólki í óhag og hafi gert skipulag þjónustunnar vandkvæðum háð auk þess að vera kostnaðarsamara. Er þá komið að fyrirsögninni. Kveikjan er frétt í Fréttblaðinu 11. júlí sl. þar sem haft er eftir umhverfisráðherranum, að ráðið til að glíma við umhverfisvandann sé að leita eftir hugmyndum frá almenningi. Prýðilegt. En hvers vegna segja eitt og gera síðan annað? Hvernig væri að ríkisstjórnin hlustaði eftir hugmyndum og afstöðu almennings hvað heilbrigðismálin áhrærir? Það gerir hún hins vegar ekki. Í margítrekuðum skoðanakönnunum, nú síðast í könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands frá í vor, kemur í ljós að yfirgnæfandi meirihluti, tæplega 80%, vill að heilbrigðisþjónustan sé rekin á vegum hins opinbera. Flokkast þetta ekki sem hugmynd frá almenningi?Höfundur er fyrrverandi innanríkisráðherra
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun