Stærsta flóðbylgjan á Grænlandi náði níutíu metra hæð Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. júlí 2017 08:25 Húsum skolaði út á sjó þegar flóðbylgjan gekk yfir Nuugaatsiaq. Arktisk Kommando/Palle Lauritsen Bandarískir vísindamenn, sem rannsakað hafa svæðið við firðina í kringum grænlensku bæina Uummannaq og Nuugaatsiaq, segja hæstu flóðbylgjuna sem skall á svæðið hafa verið um níutíu metrar á hæð að því er fram kemur í frétt Danska ríkissjónvarpsins. Berghlaup í hlíð í Karrat Isfjorden á Grænlandi olli miklum sjávarflóðum og flóðbylgjum í júní en bæirnir Nuugaatsiaq og Uummanaq urðu einna verst úti í náttúruhamförunum. Hundruð íbúa á svæðinu þurftu að flýja heimili sín og fjórir létust. Vísindamenn við Georgia Tech-háskólann í Bandaríkjunum, sem sendir voru til rannsókna á svæðinu, segja hæstu flóðbylgjuna hafa verið allt að níutíu metrar á hæð og einhverja þær stærstu sem þeir hafi komist í tæri við. Flóðbylgjurnar náðu þó aðeins þessari miklu hæð í stuttan tíma en samkvæmt mælingum vísindamannanna voru einhverjar flóðbylgjanna stærri en þær sem skullu á Japan í kjölfar jarðskjálftans þar í landi árið 2011. Yfir fimmtán þúsund manns létust í þeim hamförum og þá gætir enn áhrifa hryllilegra kjarnorkuslysa sem urðu vegna flóðbylgjanna. Hermann Fritz, einn vísindamannanna í hópnum, sagði einnig að flóðbylgjan hefði skollið mjög hratt á byggð á svæðinu. Íbúar hefðu því ekki haft mikinn tíma til að bregðast við atburðarásinni. Ríkisstjórn Íslands ákvað að veita 40 milljóna króna framlag til Grænlendinga vegna hamfaranna og þá hafa safnast tugir milljóna í landssöfnuninni Vinátta í verki til styrktar íbúum hamfarasvæðanna. Flóðbylgja á Grænlandi Tengdar fréttir Flóðbylgjan á Grænlandi afleiðing hlýnunar og bráðnunar jökla Sömu kraftar og ollu flóðbylgju á Grænlandi eru að verkum við bráðnandi íslenska skriðjökla. Jarðfræðingur segir að vakta þurfi jöklana vegna hættu á flóðbylgjum. 21. júní 2017 10:00 Vinátta í verki komin yfir 35 milljónir Hvert íslenska sveitarfélagið af öðru leggur söfnuninni lið, og er markmiðið að öll sveitarfélögin 74 myndi eins konar kærleikskeðju hringinn um landið 6. júlí 2017 18:02 Jarðskjálfti og flóðbylgja á Vestur-Grænlandi Íbúum í þorpum á Vestur-Grænlandi var skipað að yfirgefa þau vegna flóðbylgna eftir jarðskjálfta af stærðinni fjórir í gær. Slíkir skjálftar eru ekki algengir á Grænlandi. 18. júní 2017 09:21 Leit að þeim sem var saknað á Grænlandi hætt Grænlenska lögreglan segir að leit að þremur fullorðnum og barni sem var saknað eftir flóðbylgjuna á þjóðhátíðaradginn hafi verið hætt. Fólkið er talið af. 28. júní 2017 14:28 Flóðbylgjan á Grænlandi: Þrír fullorðnir og barn talin af Grænlenska lögreglan segir að um sé að ræða þrjá fullorðna og eitt barn. 20. júní 2017 21:01 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Bandarískir vísindamenn, sem rannsakað hafa svæðið við firðina í kringum grænlensku bæina Uummannaq og Nuugaatsiaq, segja hæstu flóðbylgjuna sem skall á svæðið hafa verið um níutíu metrar á hæð að því er fram kemur í frétt Danska ríkissjónvarpsins. Berghlaup í hlíð í Karrat Isfjorden á Grænlandi olli miklum sjávarflóðum og flóðbylgjum í júní en bæirnir Nuugaatsiaq og Uummanaq urðu einna verst úti í náttúruhamförunum. Hundruð íbúa á svæðinu þurftu að flýja heimili sín og fjórir létust. Vísindamenn við Georgia Tech-háskólann í Bandaríkjunum, sem sendir voru til rannsókna á svæðinu, segja hæstu flóðbylgjuna hafa verið allt að níutíu metrar á hæð og einhverja þær stærstu sem þeir hafi komist í tæri við. Flóðbylgjurnar náðu þó aðeins þessari miklu hæð í stuttan tíma en samkvæmt mælingum vísindamannanna voru einhverjar flóðbylgjanna stærri en þær sem skullu á Japan í kjölfar jarðskjálftans þar í landi árið 2011. Yfir fimmtán þúsund manns létust í þeim hamförum og þá gætir enn áhrifa hryllilegra kjarnorkuslysa sem urðu vegna flóðbylgjanna. Hermann Fritz, einn vísindamannanna í hópnum, sagði einnig að flóðbylgjan hefði skollið mjög hratt á byggð á svæðinu. Íbúar hefðu því ekki haft mikinn tíma til að bregðast við atburðarásinni. Ríkisstjórn Íslands ákvað að veita 40 milljóna króna framlag til Grænlendinga vegna hamfaranna og þá hafa safnast tugir milljóna í landssöfnuninni Vinátta í verki til styrktar íbúum hamfarasvæðanna.
Flóðbylgja á Grænlandi Tengdar fréttir Flóðbylgjan á Grænlandi afleiðing hlýnunar og bráðnunar jökla Sömu kraftar og ollu flóðbylgju á Grænlandi eru að verkum við bráðnandi íslenska skriðjökla. Jarðfræðingur segir að vakta þurfi jöklana vegna hættu á flóðbylgjum. 21. júní 2017 10:00 Vinátta í verki komin yfir 35 milljónir Hvert íslenska sveitarfélagið af öðru leggur söfnuninni lið, og er markmiðið að öll sveitarfélögin 74 myndi eins konar kærleikskeðju hringinn um landið 6. júlí 2017 18:02 Jarðskjálfti og flóðbylgja á Vestur-Grænlandi Íbúum í þorpum á Vestur-Grænlandi var skipað að yfirgefa þau vegna flóðbylgna eftir jarðskjálfta af stærðinni fjórir í gær. Slíkir skjálftar eru ekki algengir á Grænlandi. 18. júní 2017 09:21 Leit að þeim sem var saknað á Grænlandi hætt Grænlenska lögreglan segir að leit að þremur fullorðnum og barni sem var saknað eftir flóðbylgjuna á þjóðhátíðaradginn hafi verið hætt. Fólkið er talið af. 28. júní 2017 14:28 Flóðbylgjan á Grænlandi: Þrír fullorðnir og barn talin af Grænlenska lögreglan segir að um sé að ræða þrjá fullorðna og eitt barn. 20. júní 2017 21:01 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Flóðbylgjan á Grænlandi afleiðing hlýnunar og bráðnunar jökla Sömu kraftar og ollu flóðbylgju á Grænlandi eru að verkum við bráðnandi íslenska skriðjökla. Jarðfræðingur segir að vakta þurfi jöklana vegna hættu á flóðbylgjum. 21. júní 2017 10:00
Vinátta í verki komin yfir 35 milljónir Hvert íslenska sveitarfélagið af öðru leggur söfnuninni lið, og er markmiðið að öll sveitarfélögin 74 myndi eins konar kærleikskeðju hringinn um landið 6. júlí 2017 18:02
Jarðskjálfti og flóðbylgja á Vestur-Grænlandi Íbúum í þorpum á Vestur-Grænlandi var skipað að yfirgefa þau vegna flóðbylgna eftir jarðskjálfta af stærðinni fjórir í gær. Slíkir skjálftar eru ekki algengir á Grænlandi. 18. júní 2017 09:21
Leit að þeim sem var saknað á Grænlandi hætt Grænlenska lögreglan segir að leit að þremur fullorðnum og barni sem var saknað eftir flóðbylgjuna á þjóðhátíðaradginn hafi verið hætt. Fólkið er talið af. 28. júní 2017 14:28
Flóðbylgjan á Grænlandi: Þrír fullorðnir og barn talin af Grænlenska lögreglan segir að um sé að ræða þrjá fullorðna og eitt barn. 20. júní 2017 21:01