Stærsta flóðbylgjan á Grænlandi náði níutíu metra hæð Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. júlí 2017 08:25 Húsum skolaði út á sjó þegar flóðbylgjan gekk yfir Nuugaatsiaq. Arktisk Kommando/Palle Lauritsen Bandarískir vísindamenn, sem rannsakað hafa svæðið við firðina í kringum grænlensku bæina Uummannaq og Nuugaatsiaq, segja hæstu flóðbylgjuna sem skall á svæðið hafa verið um níutíu metrar á hæð að því er fram kemur í frétt Danska ríkissjónvarpsins. Berghlaup í hlíð í Karrat Isfjorden á Grænlandi olli miklum sjávarflóðum og flóðbylgjum í júní en bæirnir Nuugaatsiaq og Uummanaq urðu einna verst úti í náttúruhamförunum. Hundruð íbúa á svæðinu þurftu að flýja heimili sín og fjórir létust. Vísindamenn við Georgia Tech-háskólann í Bandaríkjunum, sem sendir voru til rannsókna á svæðinu, segja hæstu flóðbylgjuna hafa verið allt að níutíu metrar á hæð og einhverja þær stærstu sem þeir hafi komist í tæri við. Flóðbylgjurnar náðu þó aðeins þessari miklu hæð í stuttan tíma en samkvæmt mælingum vísindamannanna voru einhverjar flóðbylgjanna stærri en þær sem skullu á Japan í kjölfar jarðskjálftans þar í landi árið 2011. Yfir fimmtán þúsund manns létust í þeim hamförum og þá gætir enn áhrifa hryllilegra kjarnorkuslysa sem urðu vegna flóðbylgjanna. Hermann Fritz, einn vísindamannanna í hópnum, sagði einnig að flóðbylgjan hefði skollið mjög hratt á byggð á svæðinu. Íbúar hefðu því ekki haft mikinn tíma til að bregðast við atburðarásinni. Ríkisstjórn Íslands ákvað að veita 40 milljóna króna framlag til Grænlendinga vegna hamfaranna og þá hafa safnast tugir milljóna í landssöfnuninni Vinátta í verki til styrktar íbúum hamfarasvæðanna. Flóðbylgja á Grænlandi Tengdar fréttir Flóðbylgjan á Grænlandi afleiðing hlýnunar og bráðnunar jökla Sömu kraftar og ollu flóðbylgju á Grænlandi eru að verkum við bráðnandi íslenska skriðjökla. Jarðfræðingur segir að vakta þurfi jöklana vegna hættu á flóðbylgjum. 21. júní 2017 10:00 Vinátta í verki komin yfir 35 milljónir Hvert íslenska sveitarfélagið af öðru leggur söfnuninni lið, og er markmiðið að öll sveitarfélögin 74 myndi eins konar kærleikskeðju hringinn um landið 6. júlí 2017 18:02 Jarðskjálfti og flóðbylgja á Vestur-Grænlandi Íbúum í þorpum á Vestur-Grænlandi var skipað að yfirgefa þau vegna flóðbylgna eftir jarðskjálfta af stærðinni fjórir í gær. Slíkir skjálftar eru ekki algengir á Grænlandi. 18. júní 2017 09:21 Leit að þeim sem var saknað á Grænlandi hætt Grænlenska lögreglan segir að leit að þremur fullorðnum og barni sem var saknað eftir flóðbylgjuna á þjóðhátíðaradginn hafi verið hætt. Fólkið er talið af. 28. júní 2017 14:28 Flóðbylgjan á Grænlandi: Þrír fullorðnir og barn talin af Grænlenska lögreglan segir að um sé að ræða þrjá fullorðna og eitt barn. 20. júní 2017 21:01 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Sjá meira
Bandarískir vísindamenn, sem rannsakað hafa svæðið við firðina í kringum grænlensku bæina Uummannaq og Nuugaatsiaq, segja hæstu flóðbylgjuna sem skall á svæðið hafa verið um níutíu metrar á hæð að því er fram kemur í frétt Danska ríkissjónvarpsins. Berghlaup í hlíð í Karrat Isfjorden á Grænlandi olli miklum sjávarflóðum og flóðbylgjum í júní en bæirnir Nuugaatsiaq og Uummanaq urðu einna verst úti í náttúruhamförunum. Hundruð íbúa á svæðinu þurftu að flýja heimili sín og fjórir létust. Vísindamenn við Georgia Tech-háskólann í Bandaríkjunum, sem sendir voru til rannsókna á svæðinu, segja hæstu flóðbylgjuna hafa verið allt að níutíu metrar á hæð og einhverja þær stærstu sem þeir hafi komist í tæri við. Flóðbylgjurnar náðu þó aðeins þessari miklu hæð í stuttan tíma en samkvæmt mælingum vísindamannanna voru einhverjar flóðbylgjanna stærri en þær sem skullu á Japan í kjölfar jarðskjálftans þar í landi árið 2011. Yfir fimmtán þúsund manns létust í þeim hamförum og þá gætir enn áhrifa hryllilegra kjarnorkuslysa sem urðu vegna flóðbylgjanna. Hermann Fritz, einn vísindamannanna í hópnum, sagði einnig að flóðbylgjan hefði skollið mjög hratt á byggð á svæðinu. Íbúar hefðu því ekki haft mikinn tíma til að bregðast við atburðarásinni. Ríkisstjórn Íslands ákvað að veita 40 milljóna króna framlag til Grænlendinga vegna hamfaranna og þá hafa safnast tugir milljóna í landssöfnuninni Vinátta í verki til styrktar íbúum hamfarasvæðanna.
Flóðbylgja á Grænlandi Tengdar fréttir Flóðbylgjan á Grænlandi afleiðing hlýnunar og bráðnunar jökla Sömu kraftar og ollu flóðbylgju á Grænlandi eru að verkum við bráðnandi íslenska skriðjökla. Jarðfræðingur segir að vakta þurfi jöklana vegna hættu á flóðbylgjum. 21. júní 2017 10:00 Vinátta í verki komin yfir 35 milljónir Hvert íslenska sveitarfélagið af öðru leggur söfnuninni lið, og er markmiðið að öll sveitarfélögin 74 myndi eins konar kærleikskeðju hringinn um landið 6. júlí 2017 18:02 Jarðskjálfti og flóðbylgja á Vestur-Grænlandi Íbúum í þorpum á Vestur-Grænlandi var skipað að yfirgefa þau vegna flóðbylgna eftir jarðskjálfta af stærðinni fjórir í gær. Slíkir skjálftar eru ekki algengir á Grænlandi. 18. júní 2017 09:21 Leit að þeim sem var saknað á Grænlandi hætt Grænlenska lögreglan segir að leit að þremur fullorðnum og barni sem var saknað eftir flóðbylgjuna á þjóðhátíðaradginn hafi verið hætt. Fólkið er talið af. 28. júní 2017 14:28 Flóðbylgjan á Grænlandi: Þrír fullorðnir og barn talin af Grænlenska lögreglan segir að um sé að ræða þrjá fullorðna og eitt barn. 20. júní 2017 21:01 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Sjá meira
Flóðbylgjan á Grænlandi afleiðing hlýnunar og bráðnunar jökla Sömu kraftar og ollu flóðbylgju á Grænlandi eru að verkum við bráðnandi íslenska skriðjökla. Jarðfræðingur segir að vakta þurfi jöklana vegna hættu á flóðbylgjum. 21. júní 2017 10:00
Vinátta í verki komin yfir 35 milljónir Hvert íslenska sveitarfélagið af öðru leggur söfnuninni lið, og er markmiðið að öll sveitarfélögin 74 myndi eins konar kærleikskeðju hringinn um landið 6. júlí 2017 18:02
Jarðskjálfti og flóðbylgja á Vestur-Grænlandi Íbúum í þorpum á Vestur-Grænlandi var skipað að yfirgefa þau vegna flóðbylgna eftir jarðskjálfta af stærðinni fjórir í gær. Slíkir skjálftar eru ekki algengir á Grænlandi. 18. júní 2017 09:21
Leit að þeim sem var saknað á Grænlandi hætt Grænlenska lögreglan segir að leit að þremur fullorðnum og barni sem var saknað eftir flóðbylgjuna á þjóðhátíðaradginn hafi verið hætt. Fólkið er talið af. 28. júní 2017 14:28
Flóðbylgjan á Grænlandi: Þrír fullorðnir og barn talin af Grænlenska lögreglan segir að um sé að ræða þrjá fullorðna og eitt barn. 20. júní 2017 21:01