Freyr: Enginn með stjórn á þessum leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júlí 2017 18:28 Freyr á hliðarlínunni í leiknum í dag. vísir/getty Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson var að sjálfsögðu ekki sáttur með tapið fyrir Sviss í Doetinchem í C-riðli Evrópumótsins í dag. „Það er sárt að tapa. Þessi leikur var svolítið uppi í loft. Þessar tafir og svona,“ sagði Freyr í samtali við Eddu Sif Pálsdóttur á RÚV eftir leikinn. „Þetta var skrítinn leikur. Það var enginn með stjórn á þessum leik, hann var úti um allt. Ég er ekki ánægður með það,“ bætti Freyr við en frammistaða rússneska dómarans, Anastasiu Pustovoitova var ekki til útflutnings. Sviss er með frábæra leikmenn innan sinna raða eins og Lönu Dickenmann og Ramonu Bachmann sem skoruðu mörk liðsins. „Það var margt sem við gátum gert betur. Í heildina var hugarfarið í lagi en einstaklingsframtök í liði andstæðinganna fóru illa með okkur,“ sagði Freyr sem var ekki sáttur með varnarleikinn í mörkunum sem Ísland fékk á sig. „Eins og alltaf þegar lið fær á sig mörk var ýmislegt að. Þetta var ekki nógu gott og grundvallaratriði sem klikkuðu og á móti svona leikmönnum er þér refsað.“ Ísland á enn möguleika á að komast áfram þótt staðan sé erfið. Íslenska liðið þarf nú að treysta á að Frakkar vinni Austurríkismenn í kvöld. „Við eigum ennþá möguleika. Það er leikur í kvöld og við sjáum til hvernig hann fer. Nú þurfum við að treysta á aðra og örlögin eru ekki lengur í okkar höndum. Það er staða sem ég vildi ekki vera í. Við jöfnum okkur í kvöld og mætum til Rotterdam til að vinna og vonandi eigum við ennþá möguleika þá,“ sagði Freyr. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Stelpurnar í erfiðri stöðu eftir annað tapið Ísland náði forystunni gegn Sviss en það dugði ekki til. Íslenska liðið er án stiga eftir tvo leiki og útlitið svart. 22. júlí 2017 18:00 Fanndís braut ísinn fyrir Ísland á EM | Fyrsta mark Íslands í fimm leikjum Fanndís Friðriksdóttir kom Íslandi yfir með snyrtilegu skoti nú rétt í þessu gegn Sviss á EM í Hollandi en þetta var fyrsta mark íslenska liðsins í rúmlega 400 mínútur frá 2-0 sigri gegn Slóveníu í apríl. 22. júlí 2017 16:39 Einkunnir íslensku stelpnanna: Fanndís besti leikmaður Íslands í dag Fanndís Friðriksdóttir var besti leikmaður Íslands í 1-2 tapi gegn Sviss á EM í Hollandi í dag að mati íþróttadeildar 365 en leikmenn íslenska liðsins áttu misgóðan leik. 22. júlí 2017 18:09 Twitter í hálfleik: Verð að öskra hér því barnið er sofandi | Sýklalyf á ferð og flugi Twitter-samfélagið fylgist að sjálfsögðu vel með Stelpunum Okkar í leiknum gegn Sviss en íslenskir áhorfendur eru að fylgjast með víðsvegar úr heiminum og tók Vísir saman nokkur skemmtileg tíst. 22. júlí 2017 16:53 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson var að sjálfsögðu ekki sáttur með tapið fyrir Sviss í Doetinchem í C-riðli Evrópumótsins í dag. „Það er sárt að tapa. Þessi leikur var svolítið uppi í loft. Þessar tafir og svona,“ sagði Freyr í samtali við Eddu Sif Pálsdóttur á RÚV eftir leikinn. „Þetta var skrítinn leikur. Það var enginn með stjórn á þessum leik, hann var úti um allt. Ég er ekki ánægður með það,“ bætti Freyr við en frammistaða rússneska dómarans, Anastasiu Pustovoitova var ekki til útflutnings. Sviss er með frábæra leikmenn innan sinna raða eins og Lönu Dickenmann og Ramonu Bachmann sem skoruðu mörk liðsins. „Það var margt sem við gátum gert betur. Í heildina var hugarfarið í lagi en einstaklingsframtök í liði andstæðinganna fóru illa með okkur,“ sagði Freyr sem var ekki sáttur með varnarleikinn í mörkunum sem Ísland fékk á sig. „Eins og alltaf þegar lið fær á sig mörk var ýmislegt að. Þetta var ekki nógu gott og grundvallaratriði sem klikkuðu og á móti svona leikmönnum er þér refsað.“ Ísland á enn möguleika á að komast áfram þótt staðan sé erfið. Íslenska liðið þarf nú að treysta á að Frakkar vinni Austurríkismenn í kvöld. „Við eigum ennþá möguleika. Það er leikur í kvöld og við sjáum til hvernig hann fer. Nú þurfum við að treysta á aðra og örlögin eru ekki lengur í okkar höndum. Það er staða sem ég vildi ekki vera í. Við jöfnum okkur í kvöld og mætum til Rotterdam til að vinna og vonandi eigum við ennþá möguleika þá,“ sagði Freyr.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Stelpurnar í erfiðri stöðu eftir annað tapið Ísland náði forystunni gegn Sviss en það dugði ekki til. Íslenska liðið er án stiga eftir tvo leiki og útlitið svart. 22. júlí 2017 18:00 Fanndís braut ísinn fyrir Ísland á EM | Fyrsta mark Íslands í fimm leikjum Fanndís Friðriksdóttir kom Íslandi yfir með snyrtilegu skoti nú rétt í þessu gegn Sviss á EM í Hollandi en þetta var fyrsta mark íslenska liðsins í rúmlega 400 mínútur frá 2-0 sigri gegn Slóveníu í apríl. 22. júlí 2017 16:39 Einkunnir íslensku stelpnanna: Fanndís besti leikmaður Íslands í dag Fanndís Friðriksdóttir var besti leikmaður Íslands í 1-2 tapi gegn Sviss á EM í Hollandi í dag að mati íþróttadeildar 365 en leikmenn íslenska liðsins áttu misgóðan leik. 22. júlí 2017 18:09 Twitter í hálfleik: Verð að öskra hér því barnið er sofandi | Sýklalyf á ferð og flugi Twitter-samfélagið fylgist að sjálfsögðu vel með Stelpunum Okkar í leiknum gegn Sviss en íslenskir áhorfendur eru að fylgjast með víðsvegar úr heiminum og tók Vísir saman nokkur skemmtileg tíst. 22. júlí 2017 16:53 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Stelpurnar í erfiðri stöðu eftir annað tapið Ísland náði forystunni gegn Sviss en það dugði ekki til. Íslenska liðið er án stiga eftir tvo leiki og útlitið svart. 22. júlí 2017 18:00
Fanndís braut ísinn fyrir Ísland á EM | Fyrsta mark Íslands í fimm leikjum Fanndís Friðriksdóttir kom Íslandi yfir með snyrtilegu skoti nú rétt í þessu gegn Sviss á EM í Hollandi en þetta var fyrsta mark íslenska liðsins í rúmlega 400 mínútur frá 2-0 sigri gegn Slóveníu í apríl. 22. júlí 2017 16:39
Einkunnir íslensku stelpnanna: Fanndís besti leikmaður Íslands í dag Fanndís Friðriksdóttir var besti leikmaður Íslands í 1-2 tapi gegn Sviss á EM í Hollandi í dag að mati íþróttadeildar 365 en leikmenn íslenska liðsins áttu misgóðan leik. 22. júlí 2017 18:09
Twitter í hálfleik: Verð að öskra hér því barnið er sofandi | Sýklalyf á ferð og flugi Twitter-samfélagið fylgist að sjálfsögðu vel með Stelpunum Okkar í leiknum gegn Sviss en íslenskir áhorfendur eru að fylgjast með víðsvegar úr heiminum og tók Vísir saman nokkur skemmtileg tíst. 22. júlí 2017 16:53