Íslenskur ömurleiki er öryrkjans veruleiki Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 20. júlí 2017 12:16 Það er ekki af öfund sem ég sest niður og set orð á blað, mér er einfaldlega ofboðið. Á sama tíma og kjararáð hrúgar afturvirkum launahækkunum á emættismenn og forstjóra ríkisstofnana og skilanefndir klessa fáránlegum bónusgreiðslum á stjórnendur eignarhaldsfélags LBI, já og sumir fá tugi milljóna bónusa bara fyrir að hafa mætt í vinnu, lepur hinn almenni örorkulífeyrisþegi dauðann úr skel. Hvar er sómatilfinning þeirra sem þiggja endalausar viðbætur á laun sín sem voru þó feykihá fyrir og þeirra sem útdeila þeim? Ég gef lítið fyrir ábyrgðastöðu þessa fólks, við vitum í dag að umtöluð ábyrgð er lítil eða engin þegar á hólminn er komið. Það er með ólíkindum hvað kjararáð er taktlaust, eða er þetta í raun stjórnlaust sjálftaka í skjóli þeirra sem peningavöldin hafa? Við erum smáþjóð 340.000 manns, er okkur algjörlega fyrirmunað að sýna sanngirni, að samfélagi okkar sé ekki stýrt þannig að þeir ríku verða ríkari og þeir fátækari verði fátækari. Ég var þeirrar skoðunar einu sinni að við ættum besta heilbrigðiskerfi í heimi, ég var veruleikafirrt, og mötuð á fagurgala stjórnvalda, því heilbrigðiskerfi okkar er gloppótt og glufurnar stórar. Þegar fólk virkilega lendir í heilsufarsáföllum sem snúa lífi þess algjörlega á hvolf, þá er tryggingin lítil. Örorkustimpillinn er dýru verði keyptur, því líf á örorkubótum sem stjórnvöld skammta fólki eru svo smánarlega lág að ekki hægt að lifa af þeim. Að hafa húsaskjól er ekki sjálfgefið í dag og því miður hafa margar fjölskyldur og einstaklingar í okkar samfélagi ekki þak yfir höfuðið og biðlistar öryrkja eftir húsnæði lengjast stöðugt. Kannski að tími sé til komin að sett verði á laggirnar kjararáð sem úrskurði um og ákveði launakjör þeirra sem minnst hafa í þessu samfélagi, öryrkja og ellilífeyrisþega, ég get ekki séð að stjórnvöldum sé treystandi til þeirra ákvarðana. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, varaformaður Sjálfsbjargar lsh. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Það er ekki af öfund sem ég sest niður og set orð á blað, mér er einfaldlega ofboðið. Á sama tíma og kjararáð hrúgar afturvirkum launahækkunum á emættismenn og forstjóra ríkisstofnana og skilanefndir klessa fáránlegum bónusgreiðslum á stjórnendur eignarhaldsfélags LBI, já og sumir fá tugi milljóna bónusa bara fyrir að hafa mætt í vinnu, lepur hinn almenni örorkulífeyrisþegi dauðann úr skel. Hvar er sómatilfinning þeirra sem þiggja endalausar viðbætur á laun sín sem voru þó feykihá fyrir og þeirra sem útdeila þeim? Ég gef lítið fyrir ábyrgðastöðu þessa fólks, við vitum í dag að umtöluð ábyrgð er lítil eða engin þegar á hólminn er komið. Það er með ólíkindum hvað kjararáð er taktlaust, eða er þetta í raun stjórnlaust sjálftaka í skjóli þeirra sem peningavöldin hafa? Við erum smáþjóð 340.000 manns, er okkur algjörlega fyrirmunað að sýna sanngirni, að samfélagi okkar sé ekki stýrt þannig að þeir ríku verða ríkari og þeir fátækari verði fátækari. Ég var þeirrar skoðunar einu sinni að við ættum besta heilbrigðiskerfi í heimi, ég var veruleikafirrt, og mötuð á fagurgala stjórnvalda, því heilbrigðiskerfi okkar er gloppótt og glufurnar stórar. Þegar fólk virkilega lendir í heilsufarsáföllum sem snúa lífi þess algjörlega á hvolf, þá er tryggingin lítil. Örorkustimpillinn er dýru verði keyptur, því líf á örorkubótum sem stjórnvöld skammta fólki eru svo smánarlega lág að ekki hægt að lifa af þeim. Að hafa húsaskjól er ekki sjálfgefið í dag og því miður hafa margar fjölskyldur og einstaklingar í okkar samfélagi ekki þak yfir höfuðið og biðlistar öryrkja eftir húsnæði lengjast stöðugt. Kannski að tími sé til komin að sett verði á laggirnar kjararáð sem úrskurði um og ákveði launakjör þeirra sem minnst hafa í þessu samfélagi, öryrkja og ellilífeyrisþega, ég get ekki séð að stjórnvöldum sé treystandi til þeirra ákvarðana. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, varaformaður Sjálfsbjargar lsh.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun