Má fjármálaráðherra hafna krónunni? Benedikt Jóhannesson skrifar 20. júlí 2017 07:00 Íslenska krónan er óútreiknanleg eins og glöggt hefur komið fram undanfarna daga. Örlitlar breytingar í utanríkisverslun og gjaldeyrisflæði geta haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar á hag fyrirtækja og almennings. Sterk króna ógnar nú afkomu fyrirtækja sem græddu vel á veikri krónu fyrir fáeinum misserum. Störf í nýsköpun og þekkingariðnaði, sem áttu að tryggja fjölbreytni atvinnulífsins, streyma úr landi á ný. Krónan er hemill á heilbrigð viðskipti. Við almenningi blasir ólík mynd. Eftir hrunið var krónan lítils virði og kaupmáttur dvínaði. Nú er öldin önnur. Krónan hefur náð sömu hæðum og fyrir hrun og það er lítið mál að skjótast á fjarlæg heimshorn. Kaupmáttur hefur aukist mikið á Íslandi að undanförnu og verkefni næstu missera er að varðveita hann. Krónan leiðir til óstöðugleika, býr til sveiflur sem leiða til óábyrgra fjárfestingarákvarðana og óstöðugs kaupmáttar. Vextir eru og verða mun hærri á Íslandi en í viðmiðunarlöndum vegna óstöðugleika krónunnar. Þetta er ósanngjarnt og leiðir til óþarfa átaka í samfélaginu. Viðreisn var stofnuð til þess að stuðla að sátt og stöðugleika. Slíkur stöðugleiki næst aldrei nema með stöðugum gjaldmiðli sem stendur undir nafni og býður upp á svipaða vexti og í nágrannalöndum. Viðreisn bendir á myntráð til þess að festa gengi krónunnar. Mörg Evrópuríki hafa nýtt slíka lausn í áratugi, flest sem áfanga í því að taka upp evru. Eftir hrun töldu sumir krónuvinir að það tæki Íslendinga áratugi að uppfylla skilyrðin fyrir upptöku evru. Eina skilyrðið sem við föllum á núna er of háir vextir. En má fjármálaráðherra hafna krónunni? Fjármálaráðherrar í nítján Evrópulöndum hafa þegar hafnað sínum miðli fyrir evruna. Enn fleiri nýta sér evruna án beinnar aðildar eða tengja gjaldmiðil sinn beint við evru. Já, fjármálaráðherra ber skylda til að leggja til þann kost sem er farsælastur fyrir Íslendinga. Nú er tíminn til þess að ýta gömlum kreddum til hliðar og þora að marka leið stöðugleika þar sem hagsmunir almennings og fyrirtækja fara saman. Viðreisn velur stöðugleikann, en til þess að öðlast hann þurfum við öll að vera óhrædd við breytingar eins fljótt og hægt er.Höfundur er fjármálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Jóhannesson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Íslenska krónan er óútreiknanleg eins og glöggt hefur komið fram undanfarna daga. Örlitlar breytingar í utanríkisverslun og gjaldeyrisflæði geta haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar á hag fyrirtækja og almennings. Sterk króna ógnar nú afkomu fyrirtækja sem græddu vel á veikri krónu fyrir fáeinum misserum. Störf í nýsköpun og þekkingariðnaði, sem áttu að tryggja fjölbreytni atvinnulífsins, streyma úr landi á ný. Krónan er hemill á heilbrigð viðskipti. Við almenningi blasir ólík mynd. Eftir hrunið var krónan lítils virði og kaupmáttur dvínaði. Nú er öldin önnur. Krónan hefur náð sömu hæðum og fyrir hrun og það er lítið mál að skjótast á fjarlæg heimshorn. Kaupmáttur hefur aukist mikið á Íslandi að undanförnu og verkefni næstu missera er að varðveita hann. Krónan leiðir til óstöðugleika, býr til sveiflur sem leiða til óábyrgra fjárfestingarákvarðana og óstöðugs kaupmáttar. Vextir eru og verða mun hærri á Íslandi en í viðmiðunarlöndum vegna óstöðugleika krónunnar. Þetta er ósanngjarnt og leiðir til óþarfa átaka í samfélaginu. Viðreisn var stofnuð til þess að stuðla að sátt og stöðugleika. Slíkur stöðugleiki næst aldrei nema með stöðugum gjaldmiðli sem stendur undir nafni og býður upp á svipaða vexti og í nágrannalöndum. Viðreisn bendir á myntráð til þess að festa gengi krónunnar. Mörg Evrópuríki hafa nýtt slíka lausn í áratugi, flest sem áfanga í því að taka upp evru. Eftir hrun töldu sumir krónuvinir að það tæki Íslendinga áratugi að uppfylla skilyrðin fyrir upptöku evru. Eina skilyrðið sem við föllum á núna er of háir vextir. En má fjármálaráðherra hafna krónunni? Fjármálaráðherrar í nítján Evrópulöndum hafa þegar hafnað sínum miðli fyrir evruna. Enn fleiri nýta sér evruna án beinnar aðildar eða tengja gjaldmiðil sinn beint við evru. Já, fjármálaráðherra ber skylda til að leggja til þann kost sem er farsælastur fyrir Íslendinga. Nú er tíminn til þess að ýta gömlum kreddum til hliðar og þora að marka leið stöðugleika þar sem hagsmunir almennings og fyrirtækja fara saman. Viðreisn velur stöðugleikann, en til þess að öðlast hann þurfum við öll að vera óhrædd við breytingar eins fljótt og hægt er.Höfundur er fjármálaráðherra
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun