Trump rekur samskiptastjóra Hvíta hússins eftir aðeins tíu daga starf Kjartan Kjartansson skrifar 31. júlí 2017 18:51 Anthony Scaramucci veifar nú bless eftir stuttan en litríkan feril sem samskiptastjóri Hvíta hússins. Vísir/AFP Anthony Scaramucci, samskiptastjóri Hvíta hússins, hefur verið látinn fara eftir innan við tíu daga í starfi. New York Times greinir frá því að Donald Trump forseti hafi látið Scaramucci fara að beiðni nýs starfsmannastjóra Hvíta hússins. Mikla athygli vakti þegar Scaramucci hringdi í blaðamann New Yorker og jós fúkyrðum yfir Reince Priebus, þáverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, og Stephen Bannon, aðalráðgjafa Trump. Priebus lét af störfum fyrir helgi. Í stað Priebus skipaði forsetinn John Kelly, fyrrverandi hershöfðingja og þjóðaröryggisráðherra sinn, í starf starfsmannastjóra Hvíta hússins. New York Times byggir frétt sína á þremur heimildamönnum sem þekkja til ákvörðunarinnar um að láta Scaramucci fara. Ekki sé ljóst hvort að Scaramucci haldi áfram störfum í Hvíta húsinu eða segi algerlega skilið við stjórn Trump.Sagði Bannon „sjúga eigin lim“Sean Spicer, fyrrverandi blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði af sér þegar Trump ákvað að ráða Scaramucci. Priebus er einnig sagður hafa lagst gegn ráðningu hans. Scaramucci var ráðinn föstudaginn 21. júlí. Viðtal Scaramucci við blaðamann New Yorker á miðvikudag vakti mikla furðu. Þar sagði hann Priebus hafa „reðurteppt“ sig og að hann væri sjálfur ekki eins og Bannon sem væri að reyna að „sjúga á sér eigin lim“. Scaramucci er sagður hafa stært sig af því svara beint til Trump og að hann væri ekki undir valdi starfsmannastjóra Hvíta hússins. Kelly tók við starfi starfsmannastjóra í dag og segir New York Times að hann hafi gert starfsliði Hvíta hússins ljóst að hann réði nú ferðinni.Uppfært 19:25 Sean Spicer, fráfarandi blaðafulltrúi Hvíta hússins, segir að Scaramucci hafi viljað gefa Kelly kost á að byrja frá grunni og byggja upp sitt eigið lið. Því stígi hann til hliðar. Washington Post hefur eftir heimildamönnum að Kelly hafi verið ofboðið vegna New Yorker-viðtalsins sem hafi verið vandræðalegt fyrir forsetann. Brottrekstur Scaramucci sé ætlað að breyta menningunni í Hvíta húsinu og að sýna starfsfólkinu að ummæli þess hafi alltaf áhrif á ímynd forsetans. Donald Trump Tengdar fréttir Allt á öðrum endanum í Hvíta húsinu Allt gengur á afturfótunum vegna erja á milli starfsmanna forsetans og stöðugs ótta við leka til fjölmiðla. 29. júlí 2017 19:53 Misvísandi skilaboð frá Hvíta húsinu Misvísandi skilaboð hafa borist frá forsetaembætti Bandaríkjanna um ný lög sem fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti um nýjar viðskiptaþvinganir gegn Rússum. Lögin kveða einnig á um að minnka möguleika forsetans, Donalds Trump, á því að aflétta núverandi þvingunum. Því er forsetinn andvígur. 24. júlí 2017 06:00 Samskiptastjórinn jós fúkyrðum yfir samstarfsmenn í Hvíta húsinu við blaðamann Óheflað orðalagið sem Anthony Scaramucci, samskiptastjóri Hvíta hússins, notaði um aðalráðgjafa Trump forseta og starfsmannastjóra Hvíta hússins í símtali við blaðamann hafa vakið mikla furðu vestanhafs. 28. júlí 2017 09:14 Sean Spicer hættir sem fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins Sean Spicer sagði í dag af sér sem fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins. 21. júlí 2017 16:07 Trump ræður nýjan starfsmannastjóra fyrir Priebus Priebus hefur átt undir högg að sækja undanfarna daga og hefur samskiptastjóri Hvíta hússins sakað hann um að leka upplýsingum og leyndarmálum til fjölmiðla. 28. júlí 2017 21:07 Innanhússerjur í Hvíta húsinu fyrir opnum tjöldum Samskiptastjóri Hvíta hússins gefur sterklega í skyn að starfsmannastjóri þess hafi lekið skaðlegum upplýsingum í fjölmiðla. Hann segir að þeir sem hefðu lekið eins viðkvæmum upplýsingum og nú sé gert hefðu verið hengdir fyrr á öldum. 27. júlí 2017 15:07 Nýr samskiptastjóri Hvíta hússins eyðir gömlum tístum þar sem hann gagnrýndi Trump Þá segir hann einnig að stjórnmál með það að markmiði að ná sér niður á einhverjum séu ekki líðandi. 22. júlí 2017 23:43 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Erlent Fleiri fréttir Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Sjá meira
Anthony Scaramucci, samskiptastjóri Hvíta hússins, hefur verið látinn fara eftir innan við tíu daga í starfi. New York Times greinir frá því að Donald Trump forseti hafi látið Scaramucci fara að beiðni nýs starfsmannastjóra Hvíta hússins. Mikla athygli vakti þegar Scaramucci hringdi í blaðamann New Yorker og jós fúkyrðum yfir Reince Priebus, þáverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, og Stephen Bannon, aðalráðgjafa Trump. Priebus lét af störfum fyrir helgi. Í stað Priebus skipaði forsetinn John Kelly, fyrrverandi hershöfðingja og þjóðaröryggisráðherra sinn, í starf starfsmannastjóra Hvíta hússins. New York Times byggir frétt sína á þremur heimildamönnum sem þekkja til ákvörðunarinnar um að láta Scaramucci fara. Ekki sé ljóst hvort að Scaramucci haldi áfram störfum í Hvíta húsinu eða segi algerlega skilið við stjórn Trump.Sagði Bannon „sjúga eigin lim“Sean Spicer, fyrrverandi blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði af sér þegar Trump ákvað að ráða Scaramucci. Priebus er einnig sagður hafa lagst gegn ráðningu hans. Scaramucci var ráðinn föstudaginn 21. júlí. Viðtal Scaramucci við blaðamann New Yorker á miðvikudag vakti mikla furðu. Þar sagði hann Priebus hafa „reðurteppt“ sig og að hann væri sjálfur ekki eins og Bannon sem væri að reyna að „sjúga á sér eigin lim“. Scaramucci er sagður hafa stært sig af því svara beint til Trump og að hann væri ekki undir valdi starfsmannastjóra Hvíta hússins. Kelly tók við starfi starfsmannastjóra í dag og segir New York Times að hann hafi gert starfsliði Hvíta hússins ljóst að hann réði nú ferðinni.Uppfært 19:25 Sean Spicer, fráfarandi blaðafulltrúi Hvíta hússins, segir að Scaramucci hafi viljað gefa Kelly kost á að byrja frá grunni og byggja upp sitt eigið lið. Því stígi hann til hliðar. Washington Post hefur eftir heimildamönnum að Kelly hafi verið ofboðið vegna New Yorker-viðtalsins sem hafi verið vandræðalegt fyrir forsetann. Brottrekstur Scaramucci sé ætlað að breyta menningunni í Hvíta húsinu og að sýna starfsfólkinu að ummæli þess hafi alltaf áhrif á ímynd forsetans.
Donald Trump Tengdar fréttir Allt á öðrum endanum í Hvíta húsinu Allt gengur á afturfótunum vegna erja á milli starfsmanna forsetans og stöðugs ótta við leka til fjölmiðla. 29. júlí 2017 19:53 Misvísandi skilaboð frá Hvíta húsinu Misvísandi skilaboð hafa borist frá forsetaembætti Bandaríkjanna um ný lög sem fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti um nýjar viðskiptaþvinganir gegn Rússum. Lögin kveða einnig á um að minnka möguleika forsetans, Donalds Trump, á því að aflétta núverandi þvingunum. Því er forsetinn andvígur. 24. júlí 2017 06:00 Samskiptastjórinn jós fúkyrðum yfir samstarfsmenn í Hvíta húsinu við blaðamann Óheflað orðalagið sem Anthony Scaramucci, samskiptastjóri Hvíta hússins, notaði um aðalráðgjafa Trump forseta og starfsmannastjóra Hvíta hússins í símtali við blaðamann hafa vakið mikla furðu vestanhafs. 28. júlí 2017 09:14 Sean Spicer hættir sem fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins Sean Spicer sagði í dag af sér sem fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins. 21. júlí 2017 16:07 Trump ræður nýjan starfsmannastjóra fyrir Priebus Priebus hefur átt undir högg að sækja undanfarna daga og hefur samskiptastjóri Hvíta hússins sakað hann um að leka upplýsingum og leyndarmálum til fjölmiðla. 28. júlí 2017 21:07 Innanhússerjur í Hvíta húsinu fyrir opnum tjöldum Samskiptastjóri Hvíta hússins gefur sterklega í skyn að starfsmannastjóri þess hafi lekið skaðlegum upplýsingum í fjölmiðla. Hann segir að þeir sem hefðu lekið eins viðkvæmum upplýsingum og nú sé gert hefðu verið hengdir fyrr á öldum. 27. júlí 2017 15:07 Nýr samskiptastjóri Hvíta hússins eyðir gömlum tístum þar sem hann gagnrýndi Trump Þá segir hann einnig að stjórnmál með það að markmiði að ná sér niður á einhverjum séu ekki líðandi. 22. júlí 2017 23:43 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Erlent Fleiri fréttir Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Sjá meira
Allt á öðrum endanum í Hvíta húsinu Allt gengur á afturfótunum vegna erja á milli starfsmanna forsetans og stöðugs ótta við leka til fjölmiðla. 29. júlí 2017 19:53
Misvísandi skilaboð frá Hvíta húsinu Misvísandi skilaboð hafa borist frá forsetaembætti Bandaríkjanna um ný lög sem fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti um nýjar viðskiptaþvinganir gegn Rússum. Lögin kveða einnig á um að minnka möguleika forsetans, Donalds Trump, á því að aflétta núverandi þvingunum. Því er forsetinn andvígur. 24. júlí 2017 06:00
Samskiptastjórinn jós fúkyrðum yfir samstarfsmenn í Hvíta húsinu við blaðamann Óheflað orðalagið sem Anthony Scaramucci, samskiptastjóri Hvíta hússins, notaði um aðalráðgjafa Trump forseta og starfsmannastjóra Hvíta hússins í símtali við blaðamann hafa vakið mikla furðu vestanhafs. 28. júlí 2017 09:14
Sean Spicer hættir sem fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins Sean Spicer sagði í dag af sér sem fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins. 21. júlí 2017 16:07
Trump ræður nýjan starfsmannastjóra fyrir Priebus Priebus hefur átt undir högg að sækja undanfarna daga og hefur samskiptastjóri Hvíta hússins sakað hann um að leka upplýsingum og leyndarmálum til fjölmiðla. 28. júlí 2017 21:07
Innanhússerjur í Hvíta húsinu fyrir opnum tjöldum Samskiptastjóri Hvíta hússins gefur sterklega í skyn að starfsmannastjóri þess hafi lekið skaðlegum upplýsingum í fjölmiðla. Hann segir að þeir sem hefðu lekið eins viðkvæmum upplýsingum og nú sé gert hefðu verið hengdir fyrr á öldum. 27. júlí 2017 15:07
Nýr samskiptastjóri Hvíta hússins eyðir gömlum tístum þar sem hann gagnrýndi Trump Þá segir hann einnig að stjórnmál með það að markmiði að ná sér niður á einhverjum séu ekki líðandi. 22. júlí 2017 23:43