Darya Klishina: Fólkið mitt kallaði mig svikara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2017 15:00 Darya Klishina Vísir/AFP Langstökkvarinn Darya Klishina er eini rússneski frjálsíþróttamaðurinn sem hefur verið með á síðustu tveimur stórmótum í frjálsum íþróttum. Klishina var eini keppenda Rússa á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir ári síðan og hún er síðan ein af nítján Rússum sem keppa undir hlutlausum fána á HM í London sem stendur yfir þessa dagana. Ástæðan er skipulagt lyfjasvindl Rússa en Alþjóðafrjálsíþróttasambandið setti Rússa í bann eftir að upp komst um víðtæka lyfjanotkun besta frjálsíþróttafólks Rússlands. Klishina fékk að keppa í Ríó þar sem hún var búsett í Bandaríkjunum og gekkst þar undir alvöru lyfjapróf en heima í Rússlandi þá var átt við lyfjaprófin af opinberum aðilum þannig að svindlararnir komust upp með ólöglega lyfjanotkun sína. Darya Klishina keppir í langstökki kvenna í kvöld og ætlar sér örugglega að gera betur en í Ríó þar sem hún endaði í 9. sæti. „Ég er á góðum stað í dag en það var allt önnur staða á mér fyrir ári síðan. Ólympíudraumurinn minn varð þá næstum því að martröð,“ sagði Darya Klishina í viðtali við BBC en hún talar þar um óvissuna í kringum það hvort hún fengi að keppa á leikunum eða ekki. „Einum degi fyrir keppnina þá hringdu þeir í þjálfarann minn um miðja nótt og sögðu að ég mætti keppa. Klukkan var fimm um nótt en ég gat ekki sofið lengur. Ég skalf og fékk í magann. Stressið fór alveg með mig,,“ sagði Darya Klishina en það var erfitt fyrir hana að lifa í óvissunni um hvort hún fengi að keppa á Ólympíuleikunum eða ekki. „Ég gat ekki æft og náði ekki einbeitingu viku fyrir keppnina,“ sagði Klishina en það var ekki búið þótt að hún fengi grænt ljós. „Það tók við meira stress. Eftir úrskurðinn þá voru fréttir um að ég myndi keppa undir fána Alþjóðaólympíunefndarinnar sem hlutlaus íþróttamaður. Í framhaldinu fékk ég flóð svívirðinga yfir mig og var brennimerkt sem svikari af mínu eigin fólki af því allir trúðu fréttunum,“ sagði Klishina. „Ég reyndi ekki að lesa ummælin undir Instagram myndunum mínum en það var ekki hjá því komist. Vinir mínir voru líka að senda mér skilaboð um það sem var skrifað um mig,“ sagði Klishina. Klishina þurfti að eyða einum og hálfum tíma í viðtalsherberginu eftir undankeppnina því allir fjölmiðlar heimsins vildu tala við hana um rússneska lyfjahneykslið. „Mér leið eins og ég væri ein á leikunum og það gerði allt miklu verra. Ég náði ekki að einbeita mér almennilega að keppninni og það er kannski ástæðan fyrir því að ég náði ekki að standa mig eins vel og ég ætlaði mér,“ sagði Klishina.Darya Klishina á ÓL í Ríó 2016.Vísir/Getty Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera „Mjög stoltur af liðinu“ Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Sjá meira
Langstökkvarinn Darya Klishina er eini rússneski frjálsíþróttamaðurinn sem hefur verið með á síðustu tveimur stórmótum í frjálsum íþróttum. Klishina var eini keppenda Rússa á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir ári síðan og hún er síðan ein af nítján Rússum sem keppa undir hlutlausum fána á HM í London sem stendur yfir þessa dagana. Ástæðan er skipulagt lyfjasvindl Rússa en Alþjóðafrjálsíþróttasambandið setti Rússa í bann eftir að upp komst um víðtæka lyfjanotkun besta frjálsíþróttafólks Rússlands. Klishina fékk að keppa í Ríó þar sem hún var búsett í Bandaríkjunum og gekkst þar undir alvöru lyfjapróf en heima í Rússlandi þá var átt við lyfjaprófin af opinberum aðilum þannig að svindlararnir komust upp með ólöglega lyfjanotkun sína. Darya Klishina keppir í langstökki kvenna í kvöld og ætlar sér örugglega að gera betur en í Ríó þar sem hún endaði í 9. sæti. „Ég er á góðum stað í dag en það var allt önnur staða á mér fyrir ári síðan. Ólympíudraumurinn minn varð þá næstum því að martröð,“ sagði Darya Klishina í viðtali við BBC en hún talar þar um óvissuna í kringum það hvort hún fengi að keppa á leikunum eða ekki. „Einum degi fyrir keppnina þá hringdu þeir í þjálfarann minn um miðja nótt og sögðu að ég mætti keppa. Klukkan var fimm um nótt en ég gat ekki sofið lengur. Ég skalf og fékk í magann. Stressið fór alveg með mig,,“ sagði Darya Klishina en það var erfitt fyrir hana að lifa í óvissunni um hvort hún fengi að keppa á Ólympíuleikunum eða ekki. „Ég gat ekki æft og náði ekki einbeitingu viku fyrir keppnina,“ sagði Klishina en það var ekki búið þótt að hún fengi grænt ljós. „Það tók við meira stress. Eftir úrskurðinn þá voru fréttir um að ég myndi keppa undir fána Alþjóðaólympíunefndarinnar sem hlutlaus íþróttamaður. Í framhaldinu fékk ég flóð svívirðinga yfir mig og var brennimerkt sem svikari af mínu eigin fólki af því allir trúðu fréttunum,“ sagði Klishina. „Ég reyndi ekki að lesa ummælin undir Instagram myndunum mínum en það var ekki hjá því komist. Vinir mínir voru líka að senda mér skilaboð um það sem var skrifað um mig,“ sagði Klishina. Klishina þurfti að eyða einum og hálfum tíma í viðtalsherberginu eftir undankeppnina því allir fjölmiðlar heimsins vildu tala við hana um rússneska lyfjahneykslið. „Mér leið eins og ég væri ein á leikunum og það gerði allt miklu verra. Ég náði ekki að einbeita mér almennilega að keppninni og það er kannski ástæðan fyrir því að ég náði ekki að standa mig eins vel og ég ætlaði mér,“ sagði Klishina.Darya Klishina á ÓL í Ríó 2016.Vísir/Getty
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera „Mjög stoltur af liðinu“ Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti