Fékk ekki að keppa vegna nóróveirusýkingar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. ágúst 2017 10:00 Makwala eftir að hann kom í mark í undanúrslitum 400 m hlaupsins í London. Visir/Getty Ekkert varð af því að Botswana-maðurinn Isaac Makwala fengi að keppa í 400 m hlaupi á HM í frjálsum í London. Hann veiktist í aðdraganda keppninnar og var meinaður aðgangur að leikvanginum þegar hann reyndi að komast inn í gær. Sjá einnig: Magapest gengur um á hóteli íþróttamanna á HM í frjálsum Makwala er einn besti 400 m hlaupari heims og var einna líklegastur til að veita Wayde van Niekerk frá Suður-Afríku samkeppni um gullið. Van Niekerk vann gull í greininni í gærkvöldi og þurfti ekki að hafa mikið fyrir sigrinum. Forráðamenn Ólympíusambands Botswana voru ekki ánægðir með að Makwala hafi verið meinaður aðgangur í gær. Var það gert af ótta við smithættu en Makwala hafði greinst með nóróveirusýkingu. „Ég verð að treysta mínum læknum. Hlutverk mitt er að passa upp á heilsu allra íþróttamannanna hér. Þessi veira getur breiðst út afar hratt,“ sagði Pam Venning, yfirlæknir Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins (IAAF), við BBC í gær. Fleira íþróttafólk hafði veikst og sagði hún að öll önnur keppnislið hefðu fylgt reglum um að þeir sem hefðu veikst ættu að vera í einangrun í 48 klukkustundir. Makwala hafði kastað upp aðeins fáeinum klukkustundum fyrir úrslitahlaupið í gærkvöldi, segir í fréttinni. Fulltrúar keppnisliðs Botswana fullyrtu í gær að þeir hefðu engar skýringar fengið af hverju Makwala fékk ekki að keppa. Enn fremur segja þeir að þeir hafi engin fyrirmæli fengið um að halda Makwala í einangrun og að þeir hafi fyrst heyrt af því að hann fengi ekki að keppa í gegnum fjölmiðla. Forráðamenn IAAF segja það rangt og að fulltrúar Makwala hafi fengið skýr skilaboð í gærkvöldi að hann myndi ekki fá heimild til að taka þátt í hlaupinu. Van Niekerk fagnaði gullinu sínu lítið þegar hann kom í mark í gær. Eftir keppnina harmaði hann ákvörðun IAAF að leyfa Makwala ekki að keppa. „Ég hefði mjög gjarnan viljað að hann hefði fengið tækifæri til að keppa. Ég tel að hann hefði staðið sig mjög vel. Ég vildi óska þess að ég gæti gefið honum medalíuna mína.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Haukar fara til Bosníu Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Carragher kallaði Ferdinand trúð „Ég trúi þessu varla“ United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Sjá meira
Ekkert varð af því að Botswana-maðurinn Isaac Makwala fengi að keppa í 400 m hlaupi á HM í frjálsum í London. Hann veiktist í aðdraganda keppninnar og var meinaður aðgangur að leikvanginum þegar hann reyndi að komast inn í gær. Sjá einnig: Magapest gengur um á hóteli íþróttamanna á HM í frjálsum Makwala er einn besti 400 m hlaupari heims og var einna líklegastur til að veita Wayde van Niekerk frá Suður-Afríku samkeppni um gullið. Van Niekerk vann gull í greininni í gærkvöldi og þurfti ekki að hafa mikið fyrir sigrinum. Forráðamenn Ólympíusambands Botswana voru ekki ánægðir með að Makwala hafi verið meinaður aðgangur í gær. Var það gert af ótta við smithættu en Makwala hafði greinst með nóróveirusýkingu. „Ég verð að treysta mínum læknum. Hlutverk mitt er að passa upp á heilsu allra íþróttamannanna hér. Þessi veira getur breiðst út afar hratt,“ sagði Pam Venning, yfirlæknir Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins (IAAF), við BBC í gær. Fleira íþróttafólk hafði veikst og sagði hún að öll önnur keppnislið hefðu fylgt reglum um að þeir sem hefðu veikst ættu að vera í einangrun í 48 klukkustundir. Makwala hafði kastað upp aðeins fáeinum klukkustundum fyrir úrslitahlaupið í gærkvöldi, segir í fréttinni. Fulltrúar keppnisliðs Botswana fullyrtu í gær að þeir hefðu engar skýringar fengið af hverju Makwala fékk ekki að keppa. Enn fremur segja þeir að þeir hafi engin fyrirmæli fengið um að halda Makwala í einangrun og að þeir hafi fyrst heyrt af því að hann fengi ekki að keppa í gegnum fjölmiðla. Forráðamenn IAAF segja það rangt og að fulltrúar Makwala hafi fengið skýr skilaboð í gærkvöldi að hann myndi ekki fá heimild til að taka þátt í hlaupinu. Van Niekerk fagnaði gullinu sínu lítið þegar hann kom í mark í gær. Eftir keppnina harmaði hann ákvörðun IAAF að leyfa Makwala ekki að keppa. „Ég hefði mjög gjarnan viljað að hann hefði fengið tækifæri til að keppa. Ég tel að hann hefði staðið sig mjög vel. Ég vildi óska þess að ég gæti gefið honum medalíuna mína.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Haukar fara til Bosníu Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Carragher kallaði Ferdinand trúð „Ég trúi þessu varla“ United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Sjá meira