Móttaka flóttafólks á Íslandi; Eftirvænting eða örvænting? Árni Gunnarsson skrifar 8. ágúst 2017 06:00 Undanfarin ár hafa íslensk stjórnvöld boðið um 50 flóttamönnum til Íslands. Allt bendir til þess að í ár fái rúmlega 100 manns alþjóðlega vernd á Íslandi eftir hælisleit en í fyrra voru þeir 111. Meirihluti hælisleitenda sem hér fá stöðu sem flóttamenn hefur þannig komið á eigin vegum. Mikill munur er á móttöku þessara hópa. Kvótaflóttafólk fær margvíslegan stuðning fyrsta árið auk húsnæðis. Hið sama gildir ekki um flóttamenn sem koma sjálfir. Nýlega sömdu stjórnvöld við Rauða krossinn um stuðning við báða hópana, en enn er pottur brotinn. Eftir að hælisleitandi hefur fengið stöðu flóttamanns er honum vísað úr húsnæði sem Útlendingastofnun útvegaði. Tíminn til að standa á eigin fótum, finna vinnu og nýtt húsnæði fyrir sig og fjölskyldu sína er talinn í vikum. Eftir gleðina við að fá loksins leyfi til að búa hér eftir oft erfiða tíma tekur nöturlegt ástand við. Hér er húsaleiga efnalitlu fólki ofviða og ekkert húsaskjól að fá. Fjölskylda sem á sér engan samastað getur ekki leitað að atvinnu eða aðlagast nýju umhverfi. Afleiðingarnar eru beiskja og vonbrigði. Ástandið á húsnæðismarkaðnum kemur flatt upp á fólk og þrátt fyrir aðstoð við húsnæðisleit sem m.a. Rauði krossinn býður er árangurinn lítill og tiltrú nýrra íbúa á okkur hverfur. Örvænting er ekki góð tilfinning og vont þegar fyrsta upplifun nýrra íbúa er barátta við heimilisleysi. Orðspor okkar sem velmegunarþjóð og þjóð meðal þjóða er einnig í húfi. Líkt og aðrar þjóðir tökum við á móti fólki sem þarf að flýja heimaland sitt samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum. Þak yfir höfuðið er fyrsta skyldan sem þarf að uppfylla. Stefnuyfirlýsingar mega ekki vera orðin tóm, þá skapast væntingar sem bresta. Rauði krossinn hefur átt viðræður við stjórnvöld og vilji er til að finna ásættanlegar lausnir. Eftir um tvö ár verður vonandi komið betra jafnvægi framboðs og eftirspurnar, en fram að þeim tíma þarf að grípa til bráðabirgðaráðstafana. Skoða þarf allar leiðir því fólkið sem hingað leitar kemur með von í brjósti, tilbúið að hefja nýtt líf og gerast nýtir þjóðfélagsþegnar.Höfundur er formaður Rauða krossins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hafa íslensk stjórnvöld boðið um 50 flóttamönnum til Íslands. Allt bendir til þess að í ár fái rúmlega 100 manns alþjóðlega vernd á Íslandi eftir hælisleit en í fyrra voru þeir 111. Meirihluti hælisleitenda sem hér fá stöðu sem flóttamenn hefur þannig komið á eigin vegum. Mikill munur er á móttöku þessara hópa. Kvótaflóttafólk fær margvíslegan stuðning fyrsta árið auk húsnæðis. Hið sama gildir ekki um flóttamenn sem koma sjálfir. Nýlega sömdu stjórnvöld við Rauða krossinn um stuðning við báða hópana, en enn er pottur brotinn. Eftir að hælisleitandi hefur fengið stöðu flóttamanns er honum vísað úr húsnæði sem Útlendingastofnun útvegaði. Tíminn til að standa á eigin fótum, finna vinnu og nýtt húsnæði fyrir sig og fjölskyldu sína er talinn í vikum. Eftir gleðina við að fá loksins leyfi til að búa hér eftir oft erfiða tíma tekur nöturlegt ástand við. Hér er húsaleiga efnalitlu fólki ofviða og ekkert húsaskjól að fá. Fjölskylda sem á sér engan samastað getur ekki leitað að atvinnu eða aðlagast nýju umhverfi. Afleiðingarnar eru beiskja og vonbrigði. Ástandið á húsnæðismarkaðnum kemur flatt upp á fólk og þrátt fyrir aðstoð við húsnæðisleit sem m.a. Rauði krossinn býður er árangurinn lítill og tiltrú nýrra íbúa á okkur hverfur. Örvænting er ekki góð tilfinning og vont þegar fyrsta upplifun nýrra íbúa er barátta við heimilisleysi. Orðspor okkar sem velmegunarþjóð og þjóð meðal þjóða er einnig í húfi. Líkt og aðrar þjóðir tökum við á móti fólki sem þarf að flýja heimaland sitt samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum. Þak yfir höfuðið er fyrsta skyldan sem þarf að uppfylla. Stefnuyfirlýsingar mega ekki vera orðin tóm, þá skapast væntingar sem bresta. Rauði krossinn hefur átt viðræður við stjórnvöld og vilji er til að finna ásættanlegar lausnir. Eftir um tvö ár verður vonandi komið betra jafnvægi framboðs og eftirspurnar, en fram að þeim tíma þarf að grípa til bráðabirgðaráðstafana. Skoða þarf allar leiðir því fólkið sem hingað leitar kemur með von í brjósti, tilbúið að hefja nýtt líf og gerast nýtir þjóðfélagsþegnar.Höfundur er formaður Rauða krossins í Reykjavík.
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun