Móttaka flóttafólks á Íslandi; Eftirvænting eða örvænting? Árni Gunnarsson skrifar 8. ágúst 2017 06:00 Undanfarin ár hafa íslensk stjórnvöld boðið um 50 flóttamönnum til Íslands. Allt bendir til þess að í ár fái rúmlega 100 manns alþjóðlega vernd á Íslandi eftir hælisleit en í fyrra voru þeir 111. Meirihluti hælisleitenda sem hér fá stöðu sem flóttamenn hefur þannig komið á eigin vegum. Mikill munur er á móttöku þessara hópa. Kvótaflóttafólk fær margvíslegan stuðning fyrsta árið auk húsnæðis. Hið sama gildir ekki um flóttamenn sem koma sjálfir. Nýlega sömdu stjórnvöld við Rauða krossinn um stuðning við báða hópana, en enn er pottur brotinn. Eftir að hælisleitandi hefur fengið stöðu flóttamanns er honum vísað úr húsnæði sem Útlendingastofnun útvegaði. Tíminn til að standa á eigin fótum, finna vinnu og nýtt húsnæði fyrir sig og fjölskyldu sína er talinn í vikum. Eftir gleðina við að fá loksins leyfi til að búa hér eftir oft erfiða tíma tekur nöturlegt ástand við. Hér er húsaleiga efnalitlu fólki ofviða og ekkert húsaskjól að fá. Fjölskylda sem á sér engan samastað getur ekki leitað að atvinnu eða aðlagast nýju umhverfi. Afleiðingarnar eru beiskja og vonbrigði. Ástandið á húsnæðismarkaðnum kemur flatt upp á fólk og þrátt fyrir aðstoð við húsnæðisleit sem m.a. Rauði krossinn býður er árangurinn lítill og tiltrú nýrra íbúa á okkur hverfur. Örvænting er ekki góð tilfinning og vont þegar fyrsta upplifun nýrra íbúa er barátta við heimilisleysi. Orðspor okkar sem velmegunarþjóð og þjóð meðal þjóða er einnig í húfi. Líkt og aðrar þjóðir tökum við á móti fólki sem þarf að flýja heimaland sitt samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum. Þak yfir höfuðið er fyrsta skyldan sem þarf að uppfylla. Stefnuyfirlýsingar mega ekki vera orðin tóm, þá skapast væntingar sem bresta. Rauði krossinn hefur átt viðræður við stjórnvöld og vilji er til að finna ásættanlegar lausnir. Eftir um tvö ár verður vonandi komið betra jafnvægi framboðs og eftirspurnar, en fram að þeim tíma þarf að grípa til bráðabirgðaráðstafana. Skoða þarf allar leiðir því fólkið sem hingað leitar kemur með von í brjósti, tilbúið að hefja nýtt líf og gerast nýtir þjóðfélagsþegnar.Höfundur er formaður Rauða krossins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hafa íslensk stjórnvöld boðið um 50 flóttamönnum til Íslands. Allt bendir til þess að í ár fái rúmlega 100 manns alþjóðlega vernd á Íslandi eftir hælisleit en í fyrra voru þeir 111. Meirihluti hælisleitenda sem hér fá stöðu sem flóttamenn hefur þannig komið á eigin vegum. Mikill munur er á móttöku þessara hópa. Kvótaflóttafólk fær margvíslegan stuðning fyrsta árið auk húsnæðis. Hið sama gildir ekki um flóttamenn sem koma sjálfir. Nýlega sömdu stjórnvöld við Rauða krossinn um stuðning við báða hópana, en enn er pottur brotinn. Eftir að hælisleitandi hefur fengið stöðu flóttamanns er honum vísað úr húsnæði sem Útlendingastofnun útvegaði. Tíminn til að standa á eigin fótum, finna vinnu og nýtt húsnæði fyrir sig og fjölskyldu sína er talinn í vikum. Eftir gleðina við að fá loksins leyfi til að búa hér eftir oft erfiða tíma tekur nöturlegt ástand við. Hér er húsaleiga efnalitlu fólki ofviða og ekkert húsaskjól að fá. Fjölskylda sem á sér engan samastað getur ekki leitað að atvinnu eða aðlagast nýju umhverfi. Afleiðingarnar eru beiskja og vonbrigði. Ástandið á húsnæðismarkaðnum kemur flatt upp á fólk og þrátt fyrir aðstoð við húsnæðisleit sem m.a. Rauði krossinn býður er árangurinn lítill og tiltrú nýrra íbúa á okkur hverfur. Örvænting er ekki góð tilfinning og vont þegar fyrsta upplifun nýrra íbúa er barátta við heimilisleysi. Orðspor okkar sem velmegunarþjóð og þjóð meðal þjóða er einnig í húfi. Líkt og aðrar þjóðir tökum við á móti fólki sem þarf að flýja heimaland sitt samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum. Þak yfir höfuðið er fyrsta skyldan sem þarf að uppfylla. Stefnuyfirlýsingar mega ekki vera orðin tóm, þá skapast væntingar sem bresta. Rauði krossinn hefur átt viðræður við stjórnvöld og vilji er til að finna ásættanlegar lausnir. Eftir um tvö ár verður vonandi komið betra jafnvægi framboðs og eftirspurnar, en fram að þeim tíma þarf að grípa til bráðabirgðaráðstafana. Skoða þarf allar leiðir því fólkið sem hingað leitar kemur með von í brjósti, tilbúið að hefja nýtt líf og gerast nýtir þjóðfélagsþegnar.Höfundur er formaður Rauða krossins í Reykjavík.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun