Þetta fá íslensku félögin vegna Evrópuleikjanna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. ágúst 2017 12:00 Vísir/Andri Marinó Knattspyrnusamband Evrópu er búið að staðfesta að greiðslur til félaga vegna þátttöku í Evrópukeppnunum tveimur eru þær sömu í ár og á síðasta tímabili. Það þýðir að FH fær ekki minna en 160 milljónir í sinn hlut í ár eins og áður hefur verið greint frá. Sjá einnig: Margar milljónir í boði fyrir FH Öll félög fá greitt fyrir að taka þátt í fyrstu umferðum forkeppni Meistaradeildar Evrópu og Evrópudeildar UEFA og fara greiðslurnar hækkandi eftir því sem liðin komast lengra í keppninni. Stökkið er hins vegar gríðarlegt þegar komið er annars vegar að umspilsumferð fyrir Meistaradeild Evrópu og svo riðlakeppnunum bæði Meistaradeildarinnar og Evrópudeildar UEFA. FH tapaði fyrir NK Maribor frá Slóveníu og komst þar með ekki í umspilsumferð Meistaradeildar Evrópu sem hefði tryggt félaginu ekki minna en 789 milljónir króna samkvæmt gengi dagsins í dag. FH-ingar fá þó annað tækifæri til að fá stórar upphæðir frá UEFA en með því að slá Braga úr leik fær liðið ekki minna en 460 milljónir króna í sinn hlut. Þá eiga eftir að bætast við tekjur af markaðshlutdeild sem öll félög í riðlakeppni Evrópudeildarinnar fá sem og aukagreiðslur fyrir hvert unnið stig í keppninni. Tapi FH-ingar hins vegar fyrir Braga fá Hafnfirðingar 31,3 milljónir króna í sinn hlut eins og öll önnur lið sem falla úr leik í þessari umferð. Kemur það til viðbótar þeim 127 milljónum sem FH-ingar voru þegar búnir að tryggja sér með þátttöku sinni í forkeppni Meistaradeildar Evrópu fyrr í sumar. Valur og KR komust áfram í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar og fá 56,2 milljónir króna í sinn hlut. Stjarnan, sem tapaði fyrir Shamrock Rovers í fyrstu umferðinni, fær 27,5 milljónir frá UEFA. Hér má sjá greiðslur UEFA vegna Meistaradeildar Evrópu og Evrópudeildar UEFA. Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Við þurfum að þora að fylla teiginn Aðeins fimm dögum eftir að hafa tapað bikarúrslitaleiknum mætir FH Braga frá Portúgal í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Þjálfari og fyrirliði FH segja að Íslandsmeistararnir verði að spila sterkan varnarleik og þora 17. ágúst 2017 06:00 Minnst 750 milljónir króna bíða FH-inga með sigri í kvöld Það er heilmikið í húfi fyrir FH sem mætir slóvensku meisturunum í NK Maribor í kvöld, bæði innan vallar sem utan. Sigur tryggir FH-ingum minnst tæplega 400 milljónir króna en tekjurnar gætu stóraukist með enn betri árangri. 2. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu er búið að staðfesta að greiðslur til félaga vegna þátttöku í Evrópukeppnunum tveimur eru þær sömu í ár og á síðasta tímabili. Það þýðir að FH fær ekki minna en 160 milljónir í sinn hlut í ár eins og áður hefur verið greint frá. Sjá einnig: Margar milljónir í boði fyrir FH Öll félög fá greitt fyrir að taka þátt í fyrstu umferðum forkeppni Meistaradeildar Evrópu og Evrópudeildar UEFA og fara greiðslurnar hækkandi eftir því sem liðin komast lengra í keppninni. Stökkið er hins vegar gríðarlegt þegar komið er annars vegar að umspilsumferð fyrir Meistaradeild Evrópu og svo riðlakeppnunum bæði Meistaradeildarinnar og Evrópudeildar UEFA. FH tapaði fyrir NK Maribor frá Slóveníu og komst þar með ekki í umspilsumferð Meistaradeildar Evrópu sem hefði tryggt félaginu ekki minna en 789 milljónir króna samkvæmt gengi dagsins í dag. FH-ingar fá þó annað tækifæri til að fá stórar upphæðir frá UEFA en með því að slá Braga úr leik fær liðið ekki minna en 460 milljónir króna í sinn hlut. Þá eiga eftir að bætast við tekjur af markaðshlutdeild sem öll félög í riðlakeppni Evrópudeildarinnar fá sem og aukagreiðslur fyrir hvert unnið stig í keppninni. Tapi FH-ingar hins vegar fyrir Braga fá Hafnfirðingar 31,3 milljónir króna í sinn hlut eins og öll önnur lið sem falla úr leik í þessari umferð. Kemur það til viðbótar þeim 127 milljónum sem FH-ingar voru þegar búnir að tryggja sér með þátttöku sinni í forkeppni Meistaradeildar Evrópu fyrr í sumar. Valur og KR komust áfram í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar og fá 56,2 milljónir króna í sinn hlut. Stjarnan, sem tapaði fyrir Shamrock Rovers í fyrstu umferðinni, fær 27,5 milljónir frá UEFA. Hér má sjá greiðslur UEFA vegna Meistaradeildar Evrópu og Evrópudeildar UEFA.
Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Við þurfum að þora að fylla teiginn Aðeins fimm dögum eftir að hafa tapað bikarúrslitaleiknum mætir FH Braga frá Portúgal í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Þjálfari og fyrirliði FH segja að Íslandsmeistararnir verði að spila sterkan varnarleik og þora 17. ágúst 2017 06:00 Minnst 750 milljónir króna bíða FH-inga með sigri í kvöld Það er heilmikið í húfi fyrir FH sem mætir slóvensku meisturunum í NK Maribor í kvöld, bæði innan vallar sem utan. Sigur tryggir FH-ingum minnst tæplega 400 milljónir króna en tekjurnar gætu stóraukist með enn betri árangri. 2. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sjá meira
Við þurfum að þora að fylla teiginn Aðeins fimm dögum eftir að hafa tapað bikarúrslitaleiknum mætir FH Braga frá Portúgal í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Þjálfari og fyrirliði FH segja að Íslandsmeistararnir verði að spila sterkan varnarleik og þora 17. ágúst 2017 06:00
Minnst 750 milljónir króna bíða FH-inga með sigri í kvöld Það er heilmikið í húfi fyrir FH sem mætir slóvensku meisturunum í NK Maribor í kvöld, bæði innan vallar sem utan. Sigur tryggir FH-ingum minnst tæplega 400 milljónir króna en tekjurnar gætu stóraukist með enn betri árangri. 2. ágúst 2017 06:00