Séreign er sýnd veiði en ekki gefin Hrafn Magnússon skrifar 17. ágúst 2017 06:00 Í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði í fyrra var samið um að atvinnurekendur hækkuðu iðgjald sitt í lífeyrissjóði úr 8% í 11,5% af launum í þremur áföngum. Iðgjald launafólks yrði óbreytt eða 4%. Heildariðgjald í lífeyrissjóði á almennum vinnumarkaði verður þannig komið í 15,5% um mitt næsta ár. Í samkomulaginu var hins vegar sett inn sérstakt ákvæði um að sjóðfélagar gætu sett viðbótariðgjaldið, 3,5%, í „tilgreinda séreign“ að hluta eða að öllu leyti.Séreign eða samtrygging?Séreignin er einkaeign sjóðfélagans og erfanleg. Í séreigninni felst hins vegar engin trygging, ef aðstæður sjóðfélagans breytast skyndilega vegna slyss eða heilsubrests. Séreignarfyrirkomulagið byggist líka á því að engin afkomutrygging er fyrir hendi fyrir eftirlifandi maka og börn vegna óvænts andláts sjóðsfélagans. Samtrygging er hins vegar alger andstæða séreignarinnar. Íslensku lífeyrissjóðirnir hafa almennt byggst upp á samtryggingu sjóðfélaga, þar sem mönnum er tryggður örorkulífeyrir, ef þeir missa heilsuna. Eftirlifandi mökum og börnum er tryggður lífeyrir við ótímabært andlát sjóðfélagans og eldri borgarar fá eftirlaun til æviloka, en ekki í tiltekinn afmarkaðan tíma. Fullyrða má að þessar áfallatryggingar sem lífeyrissjóðirnir veita sé ódýrasta og skilvirkasta tryggingaform sem fyrirfinnst hér á landi. Það byggist m.a. á því að allir sjóðfélagarnir taka þátt í samtryggingunni.Upplýst ákvörðun Í dag standa sjóðfélagar lífeyrissjóða á almennum vinnumarkaði frammi fyrir því að taka upplýsta ákvörðun um hvort 3,5% viðbótariðgjaldið eigi að fara að hluta eða að öllu leyti í „tilgreinda séreign“ eða samtryggingu. Ef þeir kjósa að velja ekki, fer iðgjaldið sjálfkrafa í samtryggingu. Fyrir ungt fólk í blóma lífsins og barnafjölskyldur þá er engin spurning að það borgar sig að iðgjaldið sé í samtryggingu. Tryggingaverndin er það dýrmæt að henni má ekki fórna. Fyrir fólk á miðjum aldri gæti borgað sig að iðgjaldið fari í samtrygginguna, því að þá er mesta hættan að sjóðfélagar missi heilsuna og verði fyrir orkutapi. Hvað varðar konurnar segir tölfræðin okkur að þær lifi almennt lengur en karlar. Með því að velja að iðgjaldið renni í samtrygginguna fá þær eftirlaun til æviloka.Að veðja við sjálfan sigEf sjóðfélaginn er hins vegar heilsuhraustur og telur sig ekki þurfa á samtryggingu að halda, þá ætti hann að hugleiða séreignarfyrirkomulagið. Vandinn er hins vegar sá að sjóðfélaginn hefur ekki hugmynd um það, hvort hann mun halda góðri heilsu til eftirlaunaáranna. Sjóðfélaginn hefur auðvitað frjálst val að veðja við sjálfan sig um heilsufar sitt og dánarlíkur. Slíkt val getur hins vegar verið erfitt og lítils virði ef aðstæður sjóðfélagans breytast skyndilega. Því ættu sjóðfélagar að hugleiða vel og taka síðan upplýsta ákvörðun, hvort hluti skylduiðgjaldsins á að renna í séreign eða í samtryggingu.Önnur leið Launþegar og sjálfstæðir atvinnurekendur hafa um árabil átt frjálst val um að greiða allt að 4% af heildarlaunum sínum til viðbótar við venjulegt skylduiðgjald. Þessi sparnaður kallast viðbótarlífeyrissparnaður og er í dag ein hagkvæmasta leiðin til einkasparnaðar, því atvinnurekendur greiða 2% til viðbótar. Einstaklingar sem vilja eiga séreign sem erfist ættu því að hugleiða að greiða í slíkan viðbótarlífeyrissparnað. Margir nýta sér slíkan sparnað í dag, en alls ekki allir. Við uppbyggingu lífeyriskerfisins var einmitt gert ráð fyrir að viðbótarlífeyrissparnaðurinn mundi marka sér stöðu sem þriðja þrep kerfisins, þar sem fyrsta þrepið væru almannatryggingar og annað þrepið skyldubundnir lífeyrissjóðir. Þetta er sú þrepaskipting í lífeyriskerfinu sem allar þjóðir vilja fara eftir. Hin „tilgreinda séreign“ innan skylduiðgjalds lífeyrissjóðanna er hins vegar af öðrum toga. Því er ítrekuð nauðsyn þess að menn vandi sig vel áður en upplýst ákvörðun er tekin um að færa hluta skylduiðgjaldsins úr samtryggingu í séreign.Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði í fyrra var samið um að atvinnurekendur hækkuðu iðgjald sitt í lífeyrissjóði úr 8% í 11,5% af launum í þremur áföngum. Iðgjald launafólks yrði óbreytt eða 4%. Heildariðgjald í lífeyrissjóði á almennum vinnumarkaði verður þannig komið í 15,5% um mitt næsta ár. Í samkomulaginu var hins vegar sett inn sérstakt ákvæði um að sjóðfélagar gætu sett viðbótariðgjaldið, 3,5%, í „tilgreinda séreign“ að hluta eða að öllu leyti.Séreign eða samtrygging?Séreignin er einkaeign sjóðfélagans og erfanleg. Í séreigninni felst hins vegar engin trygging, ef aðstæður sjóðfélagans breytast skyndilega vegna slyss eða heilsubrests. Séreignarfyrirkomulagið byggist líka á því að engin afkomutrygging er fyrir hendi fyrir eftirlifandi maka og börn vegna óvænts andláts sjóðsfélagans. Samtrygging er hins vegar alger andstæða séreignarinnar. Íslensku lífeyrissjóðirnir hafa almennt byggst upp á samtryggingu sjóðfélaga, þar sem mönnum er tryggður örorkulífeyrir, ef þeir missa heilsuna. Eftirlifandi mökum og börnum er tryggður lífeyrir við ótímabært andlát sjóðfélagans og eldri borgarar fá eftirlaun til æviloka, en ekki í tiltekinn afmarkaðan tíma. Fullyrða má að þessar áfallatryggingar sem lífeyrissjóðirnir veita sé ódýrasta og skilvirkasta tryggingaform sem fyrirfinnst hér á landi. Það byggist m.a. á því að allir sjóðfélagarnir taka þátt í samtryggingunni.Upplýst ákvörðun Í dag standa sjóðfélagar lífeyrissjóða á almennum vinnumarkaði frammi fyrir því að taka upplýsta ákvörðun um hvort 3,5% viðbótariðgjaldið eigi að fara að hluta eða að öllu leyti í „tilgreinda séreign“ eða samtryggingu. Ef þeir kjósa að velja ekki, fer iðgjaldið sjálfkrafa í samtryggingu. Fyrir ungt fólk í blóma lífsins og barnafjölskyldur þá er engin spurning að það borgar sig að iðgjaldið sé í samtryggingu. Tryggingaverndin er það dýrmæt að henni má ekki fórna. Fyrir fólk á miðjum aldri gæti borgað sig að iðgjaldið fari í samtrygginguna, því að þá er mesta hættan að sjóðfélagar missi heilsuna og verði fyrir orkutapi. Hvað varðar konurnar segir tölfræðin okkur að þær lifi almennt lengur en karlar. Með því að velja að iðgjaldið renni í samtrygginguna fá þær eftirlaun til æviloka.Að veðja við sjálfan sigEf sjóðfélaginn er hins vegar heilsuhraustur og telur sig ekki þurfa á samtryggingu að halda, þá ætti hann að hugleiða séreignarfyrirkomulagið. Vandinn er hins vegar sá að sjóðfélaginn hefur ekki hugmynd um það, hvort hann mun halda góðri heilsu til eftirlaunaáranna. Sjóðfélaginn hefur auðvitað frjálst val að veðja við sjálfan sig um heilsufar sitt og dánarlíkur. Slíkt val getur hins vegar verið erfitt og lítils virði ef aðstæður sjóðfélagans breytast skyndilega. Því ættu sjóðfélagar að hugleiða vel og taka síðan upplýsta ákvörðun, hvort hluti skylduiðgjaldsins á að renna í séreign eða í samtryggingu.Önnur leið Launþegar og sjálfstæðir atvinnurekendur hafa um árabil átt frjálst val um að greiða allt að 4% af heildarlaunum sínum til viðbótar við venjulegt skylduiðgjald. Þessi sparnaður kallast viðbótarlífeyrissparnaður og er í dag ein hagkvæmasta leiðin til einkasparnaðar, því atvinnurekendur greiða 2% til viðbótar. Einstaklingar sem vilja eiga séreign sem erfist ættu því að hugleiða að greiða í slíkan viðbótarlífeyrissparnað. Margir nýta sér slíkan sparnað í dag, en alls ekki allir. Við uppbyggingu lífeyriskerfisins var einmitt gert ráð fyrir að viðbótarlífeyrissparnaðurinn mundi marka sér stöðu sem þriðja þrep kerfisins, þar sem fyrsta þrepið væru almannatryggingar og annað þrepið skyldubundnir lífeyrissjóðir. Þetta er sú þrepaskipting í lífeyriskerfinu sem allar þjóðir vilja fara eftir. Hin „tilgreinda séreign“ innan skylduiðgjalds lífeyrissjóðanna er hins vegar af öðrum toga. Því er ítrekuð nauðsyn þess að menn vandi sig vel áður en upplýst ákvörðun er tekin um að færa hluta skylduiðgjaldsins úr samtryggingu í séreign.Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða.
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun