Græðgi og skortur Árný Björg Blandon skrifar 12. ágúst 2017 21:18 Ég sé svo skýrt fyrir mér tvær öfgakenndar andstæður hér á landi. Peningagræðgi og peningaskort. Á meðan sumir lifa fyrir að græða bæði á ferðamönnum og löndum sínum, þá skrimtir eldra fólk á lélegri mánaðarafkomu og ungt fólk nær ekki endum saman. Hvað í ósköpunum þarf til, þannig að öllum líði vel og allir séu sáttir við sitt án þess að það bitni á öðrum? Kærleikur! Að þykja jafn vænt um náungann eins og sjálfan sig! Það er allavega góð og gæf byrjun. Þú reynir ekki að græða á fólki ef það er raunverulegur kærleikur í hjarta þínu. Þú setur þig í þeirra spor. Þú hjálpar fólki að eiga fyrir sig og sína ef það er raunverulegur kærleikur í hjarta þínu. Þú setur þig í þeirra spor. Við höfum sýnt, að þegar ákveðnar erfiðar aðstæður koma upp hjá einstaklingum hér á landi eða jafnvel þeim sem lenda í erfiðum aðstæðum erlendis, t.d. vegna hamfara, þá erum við dugleg að millifæra af reikningunum okkar. Það er svo fallegt og gefur alltaf til baka! Og sýnir að peningar eru til. Í landinu okkar eru allt of margir sem skrimta frá einum mánuði til annars. Geta lítið veitt sér annað en þetta nauðsynlegasta, ef það, og þurfa að horfa í hverja krónu. Aðrir finna sér leiðir til að græða. Kaupa t.d. köku í Krónunni á 1,200 kr., skera í 6 sneiðar og selja hverja sneið á 1,200 kr. Eða eins og við fréttum í fjölmiðlum, það er reynt að selja vatnið okkar hreina og dásamlega! Ferðamönnum sagt að vatnið sé nú ekki gott til drykkjar, því er tappað á flöskur sem eru seldar fyrir nokkur hundruð krónur stk. Við þurfum að finna kærleiksleiðina. Það á við ráðamenn þjóðarinnar líka sem alltaf eru á leiðinni að gera gott úr öllu en virðast ekki takast það mjög vel þótt þeir lofi ýmsum aðferðum til þess. Eldra fólk sem hefur rutt kynslóðum leið á svo margan hátt, á betra skilið en að skrimta. Ungu fólki langar að eignast eigin íbúð, en þarf að leigja, á meðan aðrir græða á því að leigja íbúðir sínar og herbergi á þvílíku verði að manni svimar. Ég veit um nokkur tilfelli þar sem fólki var sagt upp leiguhúsnæði sínu af því að það sást leið til þess að græða meira á húsnæðinu. Þetta eru bara nokkrar pælingar af mörgum. Stundum finnst mér erfitt að vera Íslendingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árný Björg Blandon Mest lesið Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég sé svo skýrt fyrir mér tvær öfgakenndar andstæður hér á landi. Peningagræðgi og peningaskort. Á meðan sumir lifa fyrir að græða bæði á ferðamönnum og löndum sínum, þá skrimtir eldra fólk á lélegri mánaðarafkomu og ungt fólk nær ekki endum saman. Hvað í ósköpunum þarf til, þannig að öllum líði vel og allir séu sáttir við sitt án þess að það bitni á öðrum? Kærleikur! Að þykja jafn vænt um náungann eins og sjálfan sig! Það er allavega góð og gæf byrjun. Þú reynir ekki að græða á fólki ef það er raunverulegur kærleikur í hjarta þínu. Þú setur þig í þeirra spor. Þú hjálpar fólki að eiga fyrir sig og sína ef það er raunverulegur kærleikur í hjarta þínu. Þú setur þig í þeirra spor. Við höfum sýnt, að þegar ákveðnar erfiðar aðstæður koma upp hjá einstaklingum hér á landi eða jafnvel þeim sem lenda í erfiðum aðstæðum erlendis, t.d. vegna hamfara, þá erum við dugleg að millifæra af reikningunum okkar. Það er svo fallegt og gefur alltaf til baka! Og sýnir að peningar eru til. Í landinu okkar eru allt of margir sem skrimta frá einum mánuði til annars. Geta lítið veitt sér annað en þetta nauðsynlegasta, ef það, og þurfa að horfa í hverja krónu. Aðrir finna sér leiðir til að græða. Kaupa t.d. köku í Krónunni á 1,200 kr., skera í 6 sneiðar og selja hverja sneið á 1,200 kr. Eða eins og við fréttum í fjölmiðlum, það er reynt að selja vatnið okkar hreina og dásamlega! Ferðamönnum sagt að vatnið sé nú ekki gott til drykkjar, því er tappað á flöskur sem eru seldar fyrir nokkur hundruð krónur stk. Við þurfum að finna kærleiksleiðina. Það á við ráðamenn þjóðarinnar líka sem alltaf eru á leiðinni að gera gott úr öllu en virðast ekki takast það mjög vel þótt þeir lofi ýmsum aðferðum til þess. Eldra fólk sem hefur rutt kynslóðum leið á svo margan hátt, á betra skilið en að skrimta. Ungu fólki langar að eignast eigin íbúð, en þarf að leigja, á meðan aðrir græða á því að leigja íbúðir sínar og herbergi á þvílíku verði að manni svimar. Ég veit um nokkur tilfelli þar sem fólki var sagt upp leiguhúsnæði sínu af því að það sást leið til þess að græða meira á húsnæðinu. Þetta eru bara nokkrar pælingar af mörgum. Stundum finnst mér erfitt að vera Íslendingur.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar