Arðgreiðslur af veiði dreifast um byggðir landsins Árni Pétur Hilmarsson skrifar 10. ágúst 2017 06:00 Einar K. Guðfinnsson, sá ágæti maður, skrifar grein í Fréttablaðið í síðustu viku sem kannski mætti hafa gaman af ef ekki lægi svo mikið undir. Aðallega er hann að ræða í gífuryrðum um meint gífuryrði annarra án þess að leggja fram nokkur rök en er samt ofandottinn af meintu rökfærsluleysi þeirra er hann ritar gegn. Það eina sem er hans haldreipi er „mat“ Hafrannsóknastofnunar, stofnunar sem ekki hafði hugmynd um að 160 þúsund laxaseiðum var sleppt úr sjókví í Tálknafirði og ollu erfðamengun í nærliggjandi á. Ekkert kemur fram í greininni hvernig þetta „mat“ Hafrannsóknastofnunar var unnið. Nú er það svo að ég er ekki sérfræðingur á sviði laxeldis (frekar en Einar K.) en ég veit samt að ég er hræddur! Ég er hræddur um hvaða áhrif laxeldi hefur á þau hundruð áa sem á Íslandi renna. Ég veit að reynsla annarra þjóða af laxeldi er slæm hvað varðar umhverfismengun, sjúkdóma, slysasleppingar og erfðablöndun. Ég veit að á Íslandi eigum við eitthvað sem er algerlega einstakt í heiminum, sem eru fiskistofnarnir okkar. Ég veit að samkvæmt lögum ber okkur að vernda þær dýrategundir sem eru á Íslandi og teljast íslenskar fyrir framandi tegundum. Ég veit að fáar greinar dreifa arði út um byggðir landsins jafn vel og silungs- og laxveiði, því yfir 1.500 fjölskyldur í sveitum landsins njóta arðgreiðslna af veiði. Ég veit að á Íslandi eru tugir þúsunda manna sem leggja stund á stangveiði og hafa ánægju af. Ég veit að laxar geta auðveldlega ferðast hundruð og jafnvel þúsundir kílómetra. Það gera eldislaxar líka. Því eru allar ár á Íslandi í áhættuhópi fyrir þeim vágestum sem eldisfiskar eru. Ég veit að ef menn gætu ferðast aftur í tímann myndu þeir ekki fara í minkaeldi á Íslandi. Samt átti minkurinn ekki að sleppa og áhættan átti að vera lítil og tæknin vaxandi og góð. Ég veit að í tugum sveita landið um kring er mikil atvinnustarfsemi í kringum stangveiði sem skiptir heimamenn miklu máli. Ég er hlynntur fjölbreyttri atvinnustarfsemi á landsbyggðinni en tel að menn þurfi að stíga varlega til jarðar. Við megum ekki vinna tjón sem ekki verður aftur tekið. Náttúra Íslands og lífríki er á ábyrgð okkar allra.Höfundur er leiðsögumaður, veiðiréttarhafi, landeigandi, sveitarstjórnarmaður og grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Tengdar fréttir Heimsendaspámenn og afneitunarsinnar Heimsendaspámenn eru þeir þegar þeir lýsa afleiðingum fiskeldis sem eins konar ragnarökum fyrir lífríkið í hafinu. Og svo birtast þeir sem afneitunarsinnar þegar þeir reyna að færa fyrir því rök að uppbygging fiskeldis verði til ógagns fyrir byggðirnar í landinu. 1. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson, sá ágæti maður, skrifar grein í Fréttablaðið í síðustu viku sem kannski mætti hafa gaman af ef ekki lægi svo mikið undir. Aðallega er hann að ræða í gífuryrðum um meint gífuryrði annarra án þess að leggja fram nokkur rök en er samt ofandottinn af meintu rökfærsluleysi þeirra er hann ritar gegn. Það eina sem er hans haldreipi er „mat“ Hafrannsóknastofnunar, stofnunar sem ekki hafði hugmynd um að 160 þúsund laxaseiðum var sleppt úr sjókví í Tálknafirði og ollu erfðamengun í nærliggjandi á. Ekkert kemur fram í greininni hvernig þetta „mat“ Hafrannsóknastofnunar var unnið. Nú er það svo að ég er ekki sérfræðingur á sviði laxeldis (frekar en Einar K.) en ég veit samt að ég er hræddur! Ég er hræddur um hvaða áhrif laxeldi hefur á þau hundruð áa sem á Íslandi renna. Ég veit að reynsla annarra þjóða af laxeldi er slæm hvað varðar umhverfismengun, sjúkdóma, slysasleppingar og erfðablöndun. Ég veit að á Íslandi eigum við eitthvað sem er algerlega einstakt í heiminum, sem eru fiskistofnarnir okkar. Ég veit að samkvæmt lögum ber okkur að vernda þær dýrategundir sem eru á Íslandi og teljast íslenskar fyrir framandi tegundum. Ég veit að fáar greinar dreifa arði út um byggðir landsins jafn vel og silungs- og laxveiði, því yfir 1.500 fjölskyldur í sveitum landsins njóta arðgreiðslna af veiði. Ég veit að á Íslandi eru tugir þúsunda manna sem leggja stund á stangveiði og hafa ánægju af. Ég veit að laxar geta auðveldlega ferðast hundruð og jafnvel þúsundir kílómetra. Það gera eldislaxar líka. Því eru allar ár á Íslandi í áhættuhópi fyrir þeim vágestum sem eldisfiskar eru. Ég veit að ef menn gætu ferðast aftur í tímann myndu þeir ekki fara í minkaeldi á Íslandi. Samt átti minkurinn ekki að sleppa og áhættan átti að vera lítil og tæknin vaxandi og góð. Ég veit að í tugum sveita landið um kring er mikil atvinnustarfsemi í kringum stangveiði sem skiptir heimamenn miklu máli. Ég er hlynntur fjölbreyttri atvinnustarfsemi á landsbyggðinni en tel að menn þurfi að stíga varlega til jarðar. Við megum ekki vinna tjón sem ekki verður aftur tekið. Náttúra Íslands og lífríki er á ábyrgð okkar allra.Höfundur er leiðsögumaður, veiðiréttarhafi, landeigandi, sveitarstjórnarmaður og grunnskólakennari.
Heimsendaspámenn og afneitunarsinnar Heimsendaspámenn eru þeir þegar þeir lýsa afleiðingum fiskeldis sem eins konar ragnarökum fyrir lífríkið í hafinu. Og svo birtast þeir sem afneitunarsinnar þegar þeir reyna að færa fyrir því rök að uppbygging fiskeldis verði til ógagns fyrir byggðirnar í landinu. 1. ágúst 2017 06:00
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun