Stefnum að því að tryggja okkur 2. sætið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. ágúst 2017 07:00 Freyr Alexandersson og Ásmundur Haraldsson, aðstoðarmaður hans, á blaðamannafundinum í gær. vísir/vilhelm Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, valdi einn nýliða í íslenska landsliðshópinn sem mætir Færeyjum í undankeppni HM 14. september næstkomandi. Það er Anna Rakel Pétursdóttir sem hefur spilað vel með Þór/KA í sumar. Henni er ætlað að veita Hallberu Guðnýju Gísladóttur samkeppni um stöðu vinstri kantbakvarðar. Fjórir leikmenn detta út úr hópnum frá EM; Sonný Lára Þráinsdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Málfríður Erna Sigurðardóttir og Harpa Þorsteinsdóttir sem hefur ekki spilað mikið með Stjörnunni eftir EM. Leikurinn gegn Færeyjum er fyrsti leikur Íslands í undankeppni HM. Auk Íslands og Færeyja eru Þýskaland, Tékkland og Slóvenía í riðli 5. Fyrirfram má búast við því að Þjóðverjar vinni riðilinn og fari beint á HM. Þau fjögur lið sem eru með bestan árangur í 2. sæti riðlanna sjö fara svo í umspil um tvö laus sæti á HM. „Þetta er erfitt en það hentar íslensku hugarfari ágætlega að takast á við erfiðleika. Við stefnum að því að tryggja okkur þetta 2. sæti og komast í umspil þar sem allt getur gerst. Á sama tíma ætlum við að stríða Þjóðverjunum aðeins og láta þá hafa fyrir hlutunum,“ sagði Freyr í samtali við íþróttadeild eftir blaðamannafundinn í gær. Á dögunum ýjaði Freyr að því að hann gæti hætt þjálfun íslenska landsliðsins í haust. En miðað við orð hans í gær ætlar hann að halda áfram. „Minn hugur er að klára undankeppnina. Ég vil sjá til þess að allir séu að fara í sömu átt, vinni að sömu markmiðum og hugsi stórt. Ég finn ekki annað en að svo sé og ef það heldur áfram mun ég klára þessa undankeppni með landsliðinu,“ sagði Freyr. En hvaða lærdóm dró hann af frammistöðu Íslands á EM? „Tæknileg þróun er búin að vera gríðarlega mikil á síðustu árum og við þurfum að spyrna við þar, alveg frá yngstu flokkum og upp í A-landsliðið. Við þurfum að halda í við þá þróun. Líkamlegt atgervi er fínt en við þurfum að bæta kraft leikmanna,“ sagði Freyr.Landsliðshópinn allan má sjá með því að smella hér. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr: Stór lið hafa sýnt íslenskum leikmönnum áhuga Freyr Alexandersson segir að það sé áhugi á íslenskum landsliðskonum í knattspyrnu meðal stórliða í Evrópu. 29. ágúst 2017 13:58 Svona var blaðamannafundur Freys Freyr Alexandersson tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir fyrsta leik Íslands í undankeppni HM 2019. 29. ágúst 2017 11:57 Einn nýliði í landsliðinu Fjórir EM-farar eru ekki í íslenska landsliðinu sem var valið í dag. 29. ágúst 2017 13:45 Fanndís ekki búin að skrifa undir Fanndís Friðriksdóttir er ekki búin að semja við Marseille í Frakklandi, eins og greint var frá um síðustu helgi. Þetta staðfesti Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, á blaðamannafundi í Laugardalnum í dag. 29. ágúst 2017 13:56 Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Sektins hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, valdi einn nýliða í íslenska landsliðshópinn sem mætir Færeyjum í undankeppni HM 14. september næstkomandi. Það er Anna Rakel Pétursdóttir sem hefur spilað vel með Þór/KA í sumar. Henni er ætlað að veita Hallberu Guðnýju Gísladóttur samkeppni um stöðu vinstri kantbakvarðar. Fjórir leikmenn detta út úr hópnum frá EM; Sonný Lára Þráinsdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Málfríður Erna Sigurðardóttir og Harpa Þorsteinsdóttir sem hefur ekki spilað mikið með Stjörnunni eftir EM. Leikurinn gegn Færeyjum er fyrsti leikur Íslands í undankeppni HM. Auk Íslands og Færeyja eru Þýskaland, Tékkland og Slóvenía í riðli 5. Fyrirfram má búast við því að Þjóðverjar vinni riðilinn og fari beint á HM. Þau fjögur lið sem eru með bestan árangur í 2. sæti riðlanna sjö fara svo í umspil um tvö laus sæti á HM. „Þetta er erfitt en það hentar íslensku hugarfari ágætlega að takast á við erfiðleika. Við stefnum að því að tryggja okkur þetta 2. sæti og komast í umspil þar sem allt getur gerst. Á sama tíma ætlum við að stríða Þjóðverjunum aðeins og láta þá hafa fyrir hlutunum,“ sagði Freyr í samtali við íþróttadeild eftir blaðamannafundinn í gær. Á dögunum ýjaði Freyr að því að hann gæti hætt þjálfun íslenska landsliðsins í haust. En miðað við orð hans í gær ætlar hann að halda áfram. „Minn hugur er að klára undankeppnina. Ég vil sjá til þess að allir séu að fara í sömu átt, vinni að sömu markmiðum og hugsi stórt. Ég finn ekki annað en að svo sé og ef það heldur áfram mun ég klára þessa undankeppni með landsliðinu,“ sagði Freyr. En hvaða lærdóm dró hann af frammistöðu Íslands á EM? „Tæknileg þróun er búin að vera gríðarlega mikil á síðustu árum og við þurfum að spyrna við þar, alveg frá yngstu flokkum og upp í A-landsliðið. Við þurfum að halda í við þá þróun. Líkamlegt atgervi er fínt en við þurfum að bæta kraft leikmanna,“ sagði Freyr.Landsliðshópinn allan má sjá með því að smella hér.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr: Stór lið hafa sýnt íslenskum leikmönnum áhuga Freyr Alexandersson segir að það sé áhugi á íslenskum landsliðskonum í knattspyrnu meðal stórliða í Evrópu. 29. ágúst 2017 13:58 Svona var blaðamannafundur Freys Freyr Alexandersson tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir fyrsta leik Íslands í undankeppni HM 2019. 29. ágúst 2017 11:57 Einn nýliði í landsliðinu Fjórir EM-farar eru ekki í íslenska landsliðinu sem var valið í dag. 29. ágúst 2017 13:45 Fanndís ekki búin að skrifa undir Fanndís Friðriksdóttir er ekki búin að semja við Marseille í Frakklandi, eins og greint var frá um síðustu helgi. Þetta staðfesti Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, á blaðamannafundi í Laugardalnum í dag. 29. ágúst 2017 13:56 Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Sektins hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Sjá meira
Freyr: Stór lið hafa sýnt íslenskum leikmönnum áhuga Freyr Alexandersson segir að það sé áhugi á íslenskum landsliðskonum í knattspyrnu meðal stórliða í Evrópu. 29. ágúst 2017 13:58
Svona var blaðamannafundur Freys Freyr Alexandersson tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir fyrsta leik Íslands í undankeppni HM 2019. 29. ágúst 2017 11:57
Einn nýliði í landsliðinu Fjórir EM-farar eru ekki í íslenska landsliðinu sem var valið í dag. 29. ágúst 2017 13:45
Fanndís ekki búin að skrifa undir Fanndís Friðriksdóttir er ekki búin að semja við Marseille í Frakklandi, eins og greint var frá um síðustu helgi. Þetta staðfesti Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, á blaðamannafundi í Laugardalnum í dag. 29. ágúst 2017 13:56