Skaðlegum dísilbílum fjölgað um 36 þúsund frá árinu 2009 Sigurður Mikael Jónsson skrifar 25. ágúst 2017 06:00 Svifryksmengun í Reykjavík. Samkvæmt tölum frá 2013 var samsetning svifryks í borginni orðin 30% sót en var 7% tíu árum áður. vísir/gva Skráðum dísilbifreiðum hér á landi fjölgaði um ríflega 36 þúsund frá árinu 2009 til 2016 á sama tíma og bensínbifreiðum fækkaði. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra boðar hærri álögur á dísilolíu í fjárlögum sem hluta af grænni skattastefnu ríkisstjórnarinnar í von um að vinda ofan af þróuninni. Dísilbílasprengingin sem orðið hefur hér á landi á undanförnum árum er áhyggjuefni enda losa dísilbílar umtalsvert meira af efnum sem skaðleg eru heilsu fólks. Sót, skaðleg nituroxíðsambönd, NO og NO2, og krabbameinsvaldandi PAH-efni á borð við díoxín eru meðal þess sem finna má í talsverðu magni í útblæstri dísilbifreiða umfram bensínbíla.„Fyrir 20 árum var dísilbíll að menga kannski hundrað til þúsund sinnum meira af sóti en bensínbíll,“ segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. „Núna er hann að menga kannski tíu sinnum meira. Þannig að nýr dísilbíll með agnasíu er samt að losa meira af sóti en bensínbíll og meira af niturdíoxíðsamböndum.“ Þorsteinn, sem fjallað hefur um heilsufarsleg áhrif loftmengunar frá bensín- og dísilbílum, bendir á að í Evrópu sem og hér hafi hvatar verið auknir og áhersla lögð á að fjölga dísilbílum þar sem þeir losa minna af gróðurhúsalofttegundum, á borð við CO2. Neytendur þustu til bjargar umhverfinu og keyptu dísilbíla en skaðleg áhrif þeirra á heilsufar fólks eru alltaf að koma betur í ljós. „Þú ert að græða kannski 15-25% minni losun gróðurhúsalofttegunda á hvern ekinn kílómetra á jafn þungum bíl með dísil. En á móti kemur að þú ert að fá meira af NOx og sóti sem ekki er mælt í prósentum heldur er kannski 10-15 sinnum meira.“ Samkvæmt tölum sem Fréttablaðið tók saman frá Samgöngustofu yfir fjölda skráðra bifreiða frá 2009 til 2016 voru 61.420 dísilbifreiðar á landinu öllu 2009. Hægt og sígandi fjölgaði þeim og varð verulegt stökk milli 2012-2013. Síðustu ár hefur svo sprenging orðið. Í árslok 2016 var fjöldi dísilbíla orðinn 97.989 og nemur fjölgunin 60 prósentum. Þó enn sé mun meira af bensínbifreiðum á götunni þá hefur dregið verulega saman á undanförnum árum og þeim fækkað um tæplega þúsund á sama tíma. Þó aðrir orkugjafar eins og tvinnvélar, tengiltvinnvélar og rafvélar hafi sótt töluvert í sig veðrið á síðustu misserum þá er ljóst af nýskráningum bíla að dísilbíllinn er fyrsta val hjá flestum. Fjármálaráðherra lýsti því yfir í fréttum RÚV á dögunum að grænir skattar stjórnarinnar muni hækka kolefnisgjöld og verð á dísilolíu um áramótin auk þess sem hann hyggst leggja til að afnám tolla og vörugjalda af rafbílum muni gilda næstu þrjú árin. Þorsteinn tekur undir að það sé skref í rétta átt að reyna að sporna gegn þessari dísilbílaþróun. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Sjá meira
Skráðum dísilbifreiðum hér á landi fjölgaði um ríflega 36 þúsund frá árinu 2009 til 2016 á sama tíma og bensínbifreiðum fækkaði. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra boðar hærri álögur á dísilolíu í fjárlögum sem hluta af grænni skattastefnu ríkisstjórnarinnar í von um að vinda ofan af þróuninni. Dísilbílasprengingin sem orðið hefur hér á landi á undanförnum árum er áhyggjuefni enda losa dísilbílar umtalsvert meira af efnum sem skaðleg eru heilsu fólks. Sót, skaðleg nituroxíðsambönd, NO og NO2, og krabbameinsvaldandi PAH-efni á borð við díoxín eru meðal þess sem finna má í talsverðu magni í útblæstri dísilbifreiða umfram bensínbíla.„Fyrir 20 árum var dísilbíll að menga kannski hundrað til þúsund sinnum meira af sóti en bensínbíll,“ segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. „Núna er hann að menga kannski tíu sinnum meira. Þannig að nýr dísilbíll með agnasíu er samt að losa meira af sóti en bensínbíll og meira af niturdíoxíðsamböndum.“ Þorsteinn, sem fjallað hefur um heilsufarsleg áhrif loftmengunar frá bensín- og dísilbílum, bendir á að í Evrópu sem og hér hafi hvatar verið auknir og áhersla lögð á að fjölga dísilbílum þar sem þeir losa minna af gróðurhúsalofttegundum, á borð við CO2. Neytendur þustu til bjargar umhverfinu og keyptu dísilbíla en skaðleg áhrif þeirra á heilsufar fólks eru alltaf að koma betur í ljós. „Þú ert að græða kannski 15-25% minni losun gróðurhúsalofttegunda á hvern ekinn kílómetra á jafn þungum bíl með dísil. En á móti kemur að þú ert að fá meira af NOx og sóti sem ekki er mælt í prósentum heldur er kannski 10-15 sinnum meira.“ Samkvæmt tölum sem Fréttablaðið tók saman frá Samgöngustofu yfir fjölda skráðra bifreiða frá 2009 til 2016 voru 61.420 dísilbifreiðar á landinu öllu 2009. Hægt og sígandi fjölgaði þeim og varð verulegt stökk milli 2012-2013. Síðustu ár hefur svo sprenging orðið. Í árslok 2016 var fjöldi dísilbíla orðinn 97.989 og nemur fjölgunin 60 prósentum. Þó enn sé mun meira af bensínbifreiðum á götunni þá hefur dregið verulega saman á undanförnum árum og þeim fækkað um tæplega þúsund á sama tíma. Þó aðrir orkugjafar eins og tvinnvélar, tengiltvinnvélar og rafvélar hafi sótt töluvert í sig veðrið á síðustu misserum þá er ljóst af nýskráningum bíla að dísilbíllinn er fyrsta val hjá flestum. Fjármálaráðherra lýsti því yfir í fréttum RÚV á dögunum að grænir skattar stjórnarinnar muni hækka kolefnisgjöld og verð á dísilolíu um áramótin auk þess sem hann hyggst leggja til að afnám tolla og vörugjalda af rafbílum muni gilda næstu þrjú árin. Þorsteinn tekur undir að það sé skref í rétta átt að reyna að sporna gegn þessari dísilbílaþróun.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Sjá meira