Umdeilt fánalistaverk í Stokkhólmi sagt stuldur á íslensku hugverki Atli Ísleifsson skrifar 31. ágúst 2017 14:00 Listakonan Eva Ísleifsdóttir telur ólíklegt að sænski listamaðurinn hafi séð verk hennar frá árinu 2008. Fánalistaverk listamannsins Mattias Norström, sem komið var upp á Sergelstorgi í miðborg Stokkhólms fyrr í vikunni, hefur vakið mikið umtal í Svíþjóð á síðustu dögum. Sænskir fjölmiðlar greina nú frá því að listaverkið kunni að vera stuldur á verki íslensku listakonunnar Evu Ísleifsdóttur frá árinu 2008. Verkið á Sergelstorgi var vígt á þriðjudag og ber nafnið „Du gamla du fria“ sem er nafnið á þjóðsöng Svía. Stjórnmálamenn hafa sumir gagnrýnt verkið og var einn stjórnmálamaður úr röðum Kristdemókrata sem sagði það „óþarflega ögrandi“. Eva segist í samtali við Vísi að sænskir fjölmiðlar hafi margir haft samband við sig vegna málsins í morgun. „Sænsku fjölmiðlarnir hafa verið að spyrja mig hvort að ég sé ekki brjáluð yfir því að hann hafi stolið hugmyndinni. Það er ekki rétt. Þetta verk sem ég gerði var árið 2008 í kringum og um hrunið hér á Íslandi. Það er allt annað í gangi þarna í Svíþjóð.“Verkið var útskriftarverk Evu úr Listaháskólanum.Eva ÍsleifsdóttirÚtskriftarverk úr Listaháskólanum Verk Evu var útskriftarverk Evu frá Listaháskólanum og stóð á Klambratúni í um mánuð árið 2008. „Mig langaði til að lýsa leiðanum sem lá yfir þjóðinni þegar þetta var í gangi. Það voru ýmis leyndarmál að koma upp á yfirborðið og helsta tákn þjóðar er fáninn,“ segir Eva. Hún segist þó ekki telja að sænski listamaðurinn hafi stolið hugmyndinni frá sér. „Við fáum mörg sömu hugmyndirnar. Ég held að hann hafi ekki séð verkið, þetta hefur ekki verið sýnt neins staðar nema þarna á Klambratúni. Verkið stóð þarna í mánuð úti á túni og fékk litla athygli.“ Eva segir að verkið á Klambratúni hafi verið eyðilagt að lokum. Telur hún að einhver hafi reynt að klifra upp stöngina. „Fáninn hvarf og fannst aldrei aftur. Það er sorglegt þar sem ég átti ekki fánann. Þannig að ef þessi fáni finnst þá vil ég fá hann til baka,“ segir Eva létt í bragði. Menning Norðurlönd Svíþjóð Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Fánalistaverk listamannsins Mattias Norström, sem komið var upp á Sergelstorgi í miðborg Stokkhólms fyrr í vikunni, hefur vakið mikið umtal í Svíþjóð á síðustu dögum. Sænskir fjölmiðlar greina nú frá því að listaverkið kunni að vera stuldur á verki íslensku listakonunnar Evu Ísleifsdóttur frá árinu 2008. Verkið á Sergelstorgi var vígt á þriðjudag og ber nafnið „Du gamla du fria“ sem er nafnið á þjóðsöng Svía. Stjórnmálamenn hafa sumir gagnrýnt verkið og var einn stjórnmálamaður úr röðum Kristdemókrata sem sagði það „óþarflega ögrandi“. Eva segist í samtali við Vísi að sænskir fjölmiðlar hafi margir haft samband við sig vegna málsins í morgun. „Sænsku fjölmiðlarnir hafa verið að spyrja mig hvort að ég sé ekki brjáluð yfir því að hann hafi stolið hugmyndinni. Það er ekki rétt. Þetta verk sem ég gerði var árið 2008 í kringum og um hrunið hér á Íslandi. Það er allt annað í gangi þarna í Svíþjóð.“Verkið var útskriftarverk Evu úr Listaháskólanum.Eva ÍsleifsdóttirÚtskriftarverk úr Listaháskólanum Verk Evu var útskriftarverk Evu frá Listaháskólanum og stóð á Klambratúni í um mánuð árið 2008. „Mig langaði til að lýsa leiðanum sem lá yfir þjóðinni þegar þetta var í gangi. Það voru ýmis leyndarmál að koma upp á yfirborðið og helsta tákn þjóðar er fáninn,“ segir Eva. Hún segist þó ekki telja að sænski listamaðurinn hafi stolið hugmyndinni frá sér. „Við fáum mörg sömu hugmyndirnar. Ég held að hann hafi ekki séð verkið, þetta hefur ekki verið sýnt neins staðar nema þarna á Klambratúni. Verkið stóð þarna í mánuð úti á túni og fékk litla athygli.“ Eva segir að verkið á Klambratúni hafi verið eyðilagt að lokum. Telur hún að einhver hafi reynt að klifra upp stöngina. „Fáninn hvarf og fannst aldrei aftur. Það er sorglegt þar sem ég átti ekki fánann. Þannig að ef þessi fáni finnst þá vil ég fá hann til baka,“ segir Eva létt í bragði.
Menning Norðurlönd Svíþjóð Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira