Ísland er ein af þrennuþjóðum Evrópu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2017 07:00 vísir/samsett mynd „Ég er kominn heim“ hljómar örugglega oft í Helsinki næstu daga eins og það gerði á völdum stöðum í Frakklandi fyrir rúmu ári og mun vonandi einnig heyrast í Split í Króatíu í byrjun næsta árs. Íslendingar máluðu stúkuna bláa á Evrópumótinu í fótbolta í Frakklandi sumarið 2016 og endurtaka leikinn á EM í körfubolta í haust. Þegar handboltalandsliðið tryggði sig inn á enn eitt Evrópumótið var ljóst að litla Ísland var enn á ný að bíta frá sér í hópi risanna.Gullöld landsliðanna Við Íslendingar erum án vafa að upplifa gullöld landsliðanna okkar í boltagreinunum þremur. Handboltalandsliðið hefur haldið heiðri Íslands á lofti fyrsta einn og hálfan áratug nýrrar aldar en síðustu ár hafa bæði fótbolta- og körfuboltalandsliðið bæst í hópinn. Árið 2018 verður fimmta árið í röð þar sem Ísland á karlalandslið á Evrópumóti í einni af stóru boltagreinunum. Ísland er á leiðinni á sitt tíunda Evrópumót í röð í handboltanum í byrjun næsta árs, á sitt annað Evrópumót í röð í körfuboltanum í næsta mánuði og enginn er búinn að gleyma því þegar karlalandsliðið í fótbolta komst alla leið í átta liða úrslitin á Evrópumótinu í Frakklandi í fyrra.grafík/fréttablaðiðTíu landslið á EM á sjö árum Ísland hefur enn fremur átt A-landslið á Evrópumóti í boltagreinum samfellt frá árinu 2012 og þegar handboltalandslið karla lýkur leik á Evrópumótinu í Króatíu í byrjun næsta árs þá hefur Ísland verið með tíu landslið á Evrópumótum á sjö ára tímabili. Undanfarin tvö ár hefur Ísland átt tvö landslið á EM á ári því bæði handboltalandsliðið og fótboltalandsliðið voru með á Evrópumótunum 2016 og fyrr í sumar var fótboltalandslið kvenna með á EM í þriðja sinn í röð en nú er komið að strákunum í körfuboltalandsliðinu.Þrjár í gegnum allar undirkeppnir Aðeins þrjár af þessum sjö þjóðum fóru í gegnum undankeppnina á öllum þremur vígstöðvum. Íslensku landsliðin unnu alls þrettán leiki í þessum þremur undankeppnum og geta státað af því ásamt Þýskalandi og Ungverjalandi að hafa unnið sér þátttökuréttinn í gegnum undankeppnina en ekki komist á eitthvert Evrópumótanna í gegnum góðan árangur á síðasta móti eða með því að vera gestgjafi í keppninni. Árangur íslensku landsliðanna í Laugardalnum var sérstaklega athyglisverður því liðin töpuðu engum heimaleik í undankeppnunum þremur og uppskeran var 9 sigrar og tvö jafntefli í ellefu leikjum. Körfuboltalandsliðið og handboltalandsliðið unnu alla þrjá heimaleiki sína og fótboltalandsliðið vann þá þrjá fyrstu áður en liðið gerði jafntefli í þeim tveimur síðustu. Íslenska þjóðin er aðeins rúmlega 330 þúsund manns og það er magnað að við séum með landslið á Evrópumóti á hverju ári og stundum tvö á sama ári. Litla Ísland er ekki svo lítið þegar kemur að árangri landsliðanna okkar. EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Pavel: Verður geggjað að labba inná völlinn og sjá allt fólkið Pavel Ermolinskij og félagar hans í íslenska körfuboltalandsliðinu geta ekki beðið eftir því að byrja að spila fyrir framan "bláa hafið“ í höllinni í Helsinki. 30. ágúst 2017 09:30 Strákarnir fóru í myndatöku hjá FIBA fyrir æfingu Íslenska körfuboltalandsliðið er búið að koma sér vel fyrir í Helsinki og það er allt af verða klárt fyrir fyrsta leikinn sem verður á móti Grikkjum á morgun. 30. ágúst 2017 11:00 Spenntur að sjá fólkið mitt í stúkunni Hörður Axel Vilhjálmsson þekkir vel til mótherja íslenska liðsins í kvöld enda spilaði hann eitt tímabil í Grikklandi eftir síðasta Evrópumót. Hörður telur að fjarvera NBA-stórstjörnunnar Giannis Antetokounmpo skilji gríska liðið mögulega eftir leiðtogalaust. 31. ágúst 2017 06:00 Haukur Helgi: Veit ekki hvort ég fer að gráta eða hlæja Haukur Helgi Pálsson var léttur þegar íslensku leikmennirnir hittu blaðamenn á hóteli íslenska liðsins í dag en framundan er fyrsti leikurinn á Eurobasket á morgun. 30. ágúst 2017 18:00 Logi: Mættur til að vinna leiki en ekki til að spila á móti einhverjum stórstjörnum Logi Gunnarsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu geta ekki beðið eftir því að mæta Grikkjum á morgun en þá spilar íslenska liðið sinn fyrsta leik á Eurobasket 2017. 30. ágúst 2017 20:30 Kristín sendiherra: Finnar munu fara mjúkum höndum um Íslendingana Kristín A. Árnadóttir, sendiherra Íslands í Finnlandi, tók vel á móti íslenska hópnum í Sendiherrabúðstaðnum í gærkvöldi. 30. ágúst 2017 08:30 Landsliðsstrákarnir birta fallegar myndir af sér með mömmum sínum Strákarnir í íslenska karlalandsliðinu í körfubolta þakka mæðrum sínum fyrir stuðninginn í glæsilegri auglýsingu frá Domino´s fyrir Evrópumótið í Helsinki sem hefst á morgun. 30. ágúst 2017 12:30 Auðvelt að koma aftur inn í þetta lið Meiðslapésarnir Haukur Helgi Pálsson og Jón Arnór Stefánsson deila herbergi í fyrsta sinn en eiga það vonandi líka sameiginlegt að vera klárir í slaginn í fyrsta leiknum á EM á morgun. 30. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Sjá meira
„Ég er kominn heim“ hljómar örugglega oft í Helsinki næstu daga eins og það gerði á völdum stöðum í Frakklandi fyrir rúmu ári og mun vonandi einnig heyrast í Split í Króatíu í byrjun næsta árs. Íslendingar máluðu stúkuna bláa á Evrópumótinu í fótbolta í Frakklandi sumarið 2016 og endurtaka leikinn á EM í körfubolta í haust. Þegar handboltalandsliðið tryggði sig inn á enn eitt Evrópumótið var ljóst að litla Ísland var enn á ný að bíta frá sér í hópi risanna.Gullöld landsliðanna Við Íslendingar erum án vafa að upplifa gullöld landsliðanna okkar í boltagreinunum þremur. Handboltalandsliðið hefur haldið heiðri Íslands á lofti fyrsta einn og hálfan áratug nýrrar aldar en síðustu ár hafa bæði fótbolta- og körfuboltalandsliðið bæst í hópinn. Árið 2018 verður fimmta árið í röð þar sem Ísland á karlalandslið á Evrópumóti í einni af stóru boltagreinunum. Ísland er á leiðinni á sitt tíunda Evrópumót í röð í handboltanum í byrjun næsta árs, á sitt annað Evrópumót í röð í körfuboltanum í næsta mánuði og enginn er búinn að gleyma því þegar karlalandsliðið í fótbolta komst alla leið í átta liða úrslitin á Evrópumótinu í Frakklandi í fyrra.grafík/fréttablaðiðTíu landslið á EM á sjö árum Ísland hefur enn fremur átt A-landslið á Evrópumóti í boltagreinum samfellt frá árinu 2012 og þegar handboltalandslið karla lýkur leik á Evrópumótinu í Króatíu í byrjun næsta árs þá hefur Ísland verið með tíu landslið á Evrópumótum á sjö ára tímabili. Undanfarin tvö ár hefur Ísland átt tvö landslið á EM á ári því bæði handboltalandsliðið og fótboltalandsliðið voru með á Evrópumótunum 2016 og fyrr í sumar var fótboltalandslið kvenna með á EM í þriðja sinn í röð en nú er komið að strákunum í körfuboltalandsliðinu.Þrjár í gegnum allar undirkeppnir Aðeins þrjár af þessum sjö þjóðum fóru í gegnum undankeppnina á öllum þremur vígstöðvum. Íslensku landsliðin unnu alls þrettán leiki í þessum þremur undankeppnum og geta státað af því ásamt Þýskalandi og Ungverjalandi að hafa unnið sér þátttökuréttinn í gegnum undankeppnina en ekki komist á eitthvert Evrópumótanna í gegnum góðan árangur á síðasta móti eða með því að vera gestgjafi í keppninni. Árangur íslensku landsliðanna í Laugardalnum var sérstaklega athyglisverður því liðin töpuðu engum heimaleik í undankeppnunum þremur og uppskeran var 9 sigrar og tvö jafntefli í ellefu leikjum. Körfuboltalandsliðið og handboltalandsliðið unnu alla þrjá heimaleiki sína og fótboltalandsliðið vann þá þrjá fyrstu áður en liðið gerði jafntefli í þeim tveimur síðustu. Íslenska þjóðin er aðeins rúmlega 330 þúsund manns og það er magnað að við séum með landslið á Evrópumóti á hverju ári og stundum tvö á sama ári. Litla Ísland er ekki svo lítið þegar kemur að árangri landsliðanna okkar.
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Pavel: Verður geggjað að labba inná völlinn og sjá allt fólkið Pavel Ermolinskij og félagar hans í íslenska körfuboltalandsliðinu geta ekki beðið eftir því að byrja að spila fyrir framan "bláa hafið“ í höllinni í Helsinki. 30. ágúst 2017 09:30 Strákarnir fóru í myndatöku hjá FIBA fyrir æfingu Íslenska körfuboltalandsliðið er búið að koma sér vel fyrir í Helsinki og það er allt af verða klárt fyrir fyrsta leikinn sem verður á móti Grikkjum á morgun. 30. ágúst 2017 11:00 Spenntur að sjá fólkið mitt í stúkunni Hörður Axel Vilhjálmsson þekkir vel til mótherja íslenska liðsins í kvöld enda spilaði hann eitt tímabil í Grikklandi eftir síðasta Evrópumót. Hörður telur að fjarvera NBA-stórstjörnunnar Giannis Antetokounmpo skilji gríska liðið mögulega eftir leiðtogalaust. 31. ágúst 2017 06:00 Haukur Helgi: Veit ekki hvort ég fer að gráta eða hlæja Haukur Helgi Pálsson var léttur þegar íslensku leikmennirnir hittu blaðamenn á hóteli íslenska liðsins í dag en framundan er fyrsti leikurinn á Eurobasket á morgun. 30. ágúst 2017 18:00 Logi: Mættur til að vinna leiki en ekki til að spila á móti einhverjum stórstjörnum Logi Gunnarsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu geta ekki beðið eftir því að mæta Grikkjum á morgun en þá spilar íslenska liðið sinn fyrsta leik á Eurobasket 2017. 30. ágúst 2017 20:30 Kristín sendiherra: Finnar munu fara mjúkum höndum um Íslendingana Kristín A. Árnadóttir, sendiherra Íslands í Finnlandi, tók vel á móti íslenska hópnum í Sendiherrabúðstaðnum í gærkvöldi. 30. ágúst 2017 08:30 Landsliðsstrákarnir birta fallegar myndir af sér með mömmum sínum Strákarnir í íslenska karlalandsliðinu í körfubolta þakka mæðrum sínum fyrir stuðninginn í glæsilegri auglýsingu frá Domino´s fyrir Evrópumótið í Helsinki sem hefst á morgun. 30. ágúst 2017 12:30 Auðvelt að koma aftur inn í þetta lið Meiðslapésarnir Haukur Helgi Pálsson og Jón Arnór Stefánsson deila herbergi í fyrsta sinn en eiga það vonandi líka sameiginlegt að vera klárir í slaginn í fyrsta leiknum á EM á morgun. 30. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Sjá meira
Pavel: Verður geggjað að labba inná völlinn og sjá allt fólkið Pavel Ermolinskij og félagar hans í íslenska körfuboltalandsliðinu geta ekki beðið eftir því að byrja að spila fyrir framan "bláa hafið“ í höllinni í Helsinki. 30. ágúst 2017 09:30
Strákarnir fóru í myndatöku hjá FIBA fyrir æfingu Íslenska körfuboltalandsliðið er búið að koma sér vel fyrir í Helsinki og það er allt af verða klárt fyrir fyrsta leikinn sem verður á móti Grikkjum á morgun. 30. ágúst 2017 11:00
Spenntur að sjá fólkið mitt í stúkunni Hörður Axel Vilhjálmsson þekkir vel til mótherja íslenska liðsins í kvöld enda spilaði hann eitt tímabil í Grikklandi eftir síðasta Evrópumót. Hörður telur að fjarvera NBA-stórstjörnunnar Giannis Antetokounmpo skilji gríska liðið mögulega eftir leiðtogalaust. 31. ágúst 2017 06:00
Haukur Helgi: Veit ekki hvort ég fer að gráta eða hlæja Haukur Helgi Pálsson var léttur þegar íslensku leikmennirnir hittu blaðamenn á hóteli íslenska liðsins í dag en framundan er fyrsti leikurinn á Eurobasket á morgun. 30. ágúst 2017 18:00
Logi: Mættur til að vinna leiki en ekki til að spila á móti einhverjum stórstjörnum Logi Gunnarsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu geta ekki beðið eftir því að mæta Grikkjum á morgun en þá spilar íslenska liðið sinn fyrsta leik á Eurobasket 2017. 30. ágúst 2017 20:30
Kristín sendiherra: Finnar munu fara mjúkum höndum um Íslendingana Kristín A. Árnadóttir, sendiherra Íslands í Finnlandi, tók vel á móti íslenska hópnum í Sendiherrabúðstaðnum í gærkvöldi. 30. ágúst 2017 08:30
Landsliðsstrákarnir birta fallegar myndir af sér með mömmum sínum Strákarnir í íslenska karlalandsliðinu í körfubolta þakka mæðrum sínum fyrir stuðninginn í glæsilegri auglýsingu frá Domino´s fyrir Evrópumótið í Helsinki sem hefst á morgun. 30. ágúst 2017 12:30
Auðvelt að koma aftur inn í þetta lið Meiðslapésarnir Haukur Helgi Pálsson og Jón Arnór Stefánsson deila herbergi í fyrsta sinn en eiga það vonandi líka sameiginlegt að vera klárir í slaginn í fyrsta leiknum á EM á morgun. 30. ágúst 2017 06:00