Hringskýring Seðlabankans Agnar Tómas Möller skrifar 6. september 2017 07:00 Reynsla okkar Íslendinga af svokölluðum vaxtamunarviðskiptum á árunum 2004 til 2008 rennur seint úr minni. Erlent fjármagn streymdi hér í skammtímafjárfestingar í vöxtum í gríðarlegu magni og var ein af meginástæðunum fyrir því mikla ójafnvægi sem myndaðist í íslenska hagkerfinu á þeim árum. Sumarið 2015 byrjuðu erlendir aðilar að fjárfesta á ný í íslenskum vöxtum, nær eingöngu í langtíma ríkisskuldabréfum og voru að tilstuðlan Seðlabankans sett lög sem heimila bankanum að virkja svokallað „fjárstreymistæki“, eins og innflæðihöftin eru oft kölluð. Slík höft eru sett á þótt tímalengd þeirra fjárfestinga seinustu ár hafi verið um 4-5 sinnum lengri að jafnaði en tíðkaðist fyrir hrun og hlutfall af veltu á skuldabréfamarkaði einungis 3 prósent. Útfærsla haftanna kveður á um að 40 prósent af innflæði skuli vera bundin til eins árs á vaxtalausum reikningi, óháð hvort um sé að ræða skammtíma víxla eða langtíma fjármögnun til fyrirtækja eða fjárfestinga í íslensku atvinnulífi. Áhrifin hafa verið þau að erlend fjárfesting í skuldabréfum er næstum horfin. Ein helstu rök bankans fyrir innflæðishöftunum voru þau að fjárfestingar erlendra aðila í langtímaskuldabréfum trufluðu miðlun peningastefnunnar með því að lækka óeðlilega verðbólguálag á skuldabréfamarkaði. Það hefur einfaldlega reynst röng eftiráskýring – verðbólguspá Seðlabankans á árunum 2015-16 reyndist alltof há, en bankinn spáði þá um 4 prósent verðbólgu á sama tíma og markaðurinn spáði 3 prósentum til næstu ára að meðaltali. Raunveruleikinn var svo sá að markaðurinn spáði mun nær raunverulegri verðbólgu sem var á bilinu 1,5-2,0 prósent ári síðar. Nú þegar höftum hefur verið aflétt koma afleiðingar innflæðishaftanna æ skýrar í ljós þegar fjármagn streymir út úr hagkerfinu á sama tíma og innflæði að utan er nær frosið. Frá því að innflæðishöftin voru sett á hefur vaxtaálag á virkustu útgáfu atvinnuhúsnæðisfélaganna, útgáfu Reita til 2044, nærri þrefaldast, álag á sértryggð skuldabréf bankanna, sem stýra húsnæðisvöxtum, hefur hækkað og grunnvextir ríkisbréfa til 2-3 ára eru umtalsvert yfir innlánakjörum bankanna þótt markaðsaðilar og greinendur geri að meðaltali ráð fyrir að vextir muni lækka lítillega horft fram á veginn. Tilkoma innflæðishafta er því að hækka vaxtaálagið á ríki, fyrirtæki og heimili. Ummæli Seðlabankastjóra í lok júlí á fréttaveitunni Bloomberg um vænt skammlífi innflæðishaftanna gáfu vonir um endalok þessarar óheillaþróunar. Sú von varði þó ekki lengi því yfirlýsing Seðlabankastjóra eftir vaxtaákvörðun í lok ágúst var á annan veg. Þar segir að höftin verði ekki afnumin fyrr en langtíma vaxtamunur muni minnka, eða orðrétt að „ef núverandi spár rætast ætti að verða framhald á þeirri þróun [þ.e. lækkun langtímavaxtamunar] á næstu misserum og forsendur þess að draga úr notkun tækisins ættu þá að batna enn frekar“. Eftir níu ár í höftum beina innlendir aðilar nú fjármagni sínu í talsverðum mæli erlendis á sama tíma og stíf höft eru á stærstum hluta fjárfestinga erlendra aðila. Afleiðingin er að krónan veikist, verðbólguvæntingar hækka og langtímavextir samhliða. Hvernig seðlabankastjóri getur spáð lækkandi langtímavaxtamun við útlönd við slíkar aðstæður vekur furðu og hlýtur að byggjast á spám um hratt hækkandi langtímavexti erlendis. Ef slíkar spár væru marktækar væri sannarlega búið að finna upp gullgerðarvélina á fjármálamörkuðum enda engar vísbendingar um að spár greiningaraðila séu marktækt betri en spár fjármálamarkaða á hverjum tíma. Enda eru þær spár sem seðlabankastjóri vísar í, þvert á þróun á erlendum skuldabréfamörkuðum hvar langtímavextir okkar stærstu viðskiptalanda, svo sem Bretlands, Bandaríkjanna og Þýskalands, hafa verið að lækka um 0,1-0,2 prósent undanfarna mánuði á sama tíma og þeir hafa snarhækkað hér. Skilyrði Seðlabankans fyrir afnámi hinna skaðlegu innflæðishafta bíta því í skottið á sér og flokkast einfaldlega undir „hringskýringar“.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agnar Tómas Möller Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Reynsla okkar Íslendinga af svokölluðum vaxtamunarviðskiptum á árunum 2004 til 2008 rennur seint úr minni. Erlent fjármagn streymdi hér í skammtímafjárfestingar í vöxtum í gríðarlegu magni og var ein af meginástæðunum fyrir því mikla ójafnvægi sem myndaðist í íslenska hagkerfinu á þeim árum. Sumarið 2015 byrjuðu erlendir aðilar að fjárfesta á ný í íslenskum vöxtum, nær eingöngu í langtíma ríkisskuldabréfum og voru að tilstuðlan Seðlabankans sett lög sem heimila bankanum að virkja svokallað „fjárstreymistæki“, eins og innflæðihöftin eru oft kölluð. Slík höft eru sett á þótt tímalengd þeirra fjárfestinga seinustu ár hafi verið um 4-5 sinnum lengri að jafnaði en tíðkaðist fyrir hrun og hlutfall af veltu á skuldabréfamarkaði einungis 3 prósent. Útfærsla haftanna kveður á um að 40 prósent af innflæði skuli vera bundin til eins árs á vaxtalausum reikningi, óháð hvort um sé að ræða skammtíma víxla eða langtíma fjármögnun til fyrirtækja eða fjárfestinga í íslensku atvinnulífi. Áhrifin hafa verið þau að erlend fjárfesting í skuldabréfum er næstum horfin. Ein helstu rök bankans fyrir innflæðishöftunum voru þau að fjárfestingar erlendra aðila í langtímaskuldabréfum trufluðu miðlun peningastefnunnar með því að lækka óeðlilega verðbólguálag á skuldabréfamarkaði. Það hefur einfaldlega reynst röng eftiráskýring – verðbólguspá Seðlabankans á árunum 2015-16 reyndist alltof há, en bankinn spáði þá um 4 prósent verðbólgu á sama tíma og markaðurinn spáði 3 prósentum til næstu ára að meðaltali. Raunveruleikinn var svo sá að markaðurinn spáði mun nær raunverulegri verðbólgu sem var á bilinu 1,5-2,0 prósent ári síðar. Nú þegar höftum hefur verið aflétt koma afleiðingar innflæðishaftanna æ skýrar í ljós þegar fjármagn streymir út úr hagkerfinu á sama tíma og innflæði að utan er nær frosið. Frá því að innflæðishöftin voru sett á hefur vaxtaálag á virkustu útgáfu atvinnuhúsnæðisfélaganna, útgáfu Reita til 2044, nærri þrefaldast, álag á sértryggð skuldabréf bankanna, sem stýra húsnæðisvöxtum, hefur hækkað og grunnvextir ríkisbréfa til 2-3 ára eru umtalsvert yfir innlánakjörum bankanna þótt markaðsaðilar og greinendur geri að meðaltali ráð fyrir að vextir muni lækka lítillega horft fram á veginn. Tilkoma innflæðishafta er því að hækka vaxtaálagið á ríki, fyrirtæki og heimili. Ummæli Seðlabankastjóra í lok júlí á fréttaveitunni Bloomberg um vænt skammlífi innflæðishaftanna gáfu vonir um endalok þessarar óheillaþróunar. Sú von varði þó ekki lengi því yfirlýsing Seðlabankastjóra eftir vaxtaákvörðun í lok ágúst var á annan veg. Þar segir að höftin verði ekki afnumin fyrr en langtíma vaxtamunur muni minnka, eða orðrétt að „ef núverandi spár rætast ætti að verða framhald á þeirri þróun [þ.e. lækkun langtímavaxtamunar] á næstu misserum og forsendur þess að draga úr notkun tækisins ættu þá að batna enn frekar“. Eftir níu ár í höftum beina innlendir aðilar nú fjármagni sínu í talsverðum mæli erlendis á sama tíma og stíf höft eru á stærstum hluta fjárfestinga erlendra aðila. Afleiðingin er að krónan veikist, verðbólguvæntingar hækka og langtímavextir samhliða. Hvernig seðlabankastjóri getur spáð lækkandi langtímavaxtamun við útlönd við slíkar aðstæður vekur furðu og hlýtur að byggjast á spám um hratt hækkandi langtímavexti erlendis. Ef slíkar spár væru marktækar væri sannarlega búið að finna upp gullgerðarvélina á fjármálamörkuðum enda engar vísbendingar um að spár greiningaraðila séu marktækt betri en spár fjármálamarkaða á hverjum tíma. Enda eru þær spár sem seðlabankastjóri vísar í, þvert á þróun á erlendum skuldabréfamörkuðum hvar langtímavextir okkar stærstu viðskiptalanda, svo sem Bretlands, Bandaríkjanna og Þýskalands, hafa verið að lækka um 0,1-0,2 prósent undanfarna mánuði á sama tíma og þeir hafa snarhækkað hér. Skilyrði Seðlabankans fyrir afnámi hinna skaðlegu innflæðishafta bíta því í skottið á sér og flokkast einfaldlega undir „hringskýringar“.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun