Kveðjukoss Cassini Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 16. september 2017 06:00 Árstíðaskipti hafa orðið á Satúrnusi eftir komu Cassini. Geislar sólarinnar falla nú á hinn risavaxna, sexhyrnda loftstraum á norðurpól plánetunnar. Í miðjunni iðar auga stormsins. Cassini fangaði auga stormsins í fyrsta skipti. Þrettán ára dansi geimfarsins Cassini umhverfis Satúrnus er lokið. Geimfarið, sem skotið var á loft frá Canaveral-höfða 15. október 1997, hefur varpað nýju ljósi á þetta djásn sólkerfisins og hið stórbrotna kerfi hringa sem einkenna það. Cassini er einhver merkasti vísindaleiðangur mannkynssögunnar. Yfir fjögur þúsund vísindagreinar, sem byggja á gögnum Cassini, hafa verið birtar. Á hringsóli sínu um Satúrnus hefur geimfarið jafnframt svipt hulunni af leyndardómum sem leynast á fylgitunglum plánetunnar. Risinn og fylgitunglið dularfulla. Cassini náði þessari einstöku mynd af Satúrnusi og stærsta fylgitungli þess, Títan. Þvermál tunglsins er 5.150 kílómetrar (þvermál tunglsins okkar er rúmlega 1.700 kílómetrar). Í gær tók Cassini sína síðustu dýfu milli hringa Satúrnusar. Leiðangri farsins lauk í lofthjúpi plánetunnar sem það hefur hringsólað um síðasta áratug. Á ógnarhraða fuðraði Cassini upp. Mælitækin, linsurnar, tölvubúnaðurinn og plútóníumkjarninn sem knúið hefur geimfarið leystust upp í andrúmslofti plánetunnar. Cassini er nú endanlega orðinn hluti af Satúrnusi. Ævintýrið hefst. Sjö ára ferðalag Cassini og lendingarfarsins Huygens hófst með geimskoti af Canaveral-höfða seint að kveldi þann 15. október 1997. Cassini-Huygens hóf sig á loft með TitanIVB/Centaur-eldflaug. Á síðustu þrettán árum hefur Cassini ítrekað brotið blað í vísindasögunni. Lendingarfarið Huygens, sem ferðaðist með Cassini, lenti á tunglinu Títan 14. janúar 2005 og sendi myndir af yfirborði þess til Jarðar. Síðan þá hefur geimfarið myndað og aflað upplýsinga um hin miklu metanhöf á Títan og lífvænleg skilyrði á tunglinu Enkeladusi en þar leynist vatn á 30 til 40 kílómetra dýpi undir ísilagðri auðn. Geimfarið bragðaði jafnframt á vatnsstrókum sem Enkeladus spýr úr suðurpól sínum. Árstíðaskipti hafa orðið á Satúrnusi eftir komu Cassini. Geislar sólarinnar falla nú á hinn risavaxna, sexhyrnda loftstraum á norðurpól plánetunnar. Í miðjunni iðar auga stormsins. Cassini fangaði auga stormsins í fyrsta skipti. Cassini hefur jafnframt horft ofan í ómælisdýpið á norðurpól Satúrnusar. Umhverfis hyldýpið geisar ævaforn fellibylur sem teygir anga sína yfir rúmlega tvö þúsund kílómetra. Þetta er aðeins brotabrot af uppgötvunum Cassini. Þessar uppgötvanir eru ástæðan fyrir því að næstu ferðalangar mannkyns til Satúrnusar, sama hvort þeir verða vélrænir eða af holdi og blóði, munu fara þangað í leit að lífi. Birtist í Fréttablaðinu Geimurinn Satúrnus Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Þrettán ára dansi geimfarsins Cassini umhverfis Satúrnus er lokið. Geimfarið, sem skotið var á loft frá Canaveral-höfða 15. október 1997, hefur varpað nýju ljósi á þetta djásn sólkerfisins og hið stórbrotna kerfi hringa sem einkenna það. Cassini er einhver merkasti vísindaleiðangur mannkynssögunnar. Yfir fjögur þúsund vísindagreinar, sem byggja á gögnum Cassini, hafa verið birtar. Á hringsóli sínu um Satúrnus hefur geimfarið jafnframt svipt hulunni af leyndardómum sem leynast á fylgitunglum plánetunnar. Risinn og fylgitunglið dularfulla. Cassini náði þessari einstöku mynd af Satúrnusi og stærsta fylgitungli þess, Títan. Þvermál tunglsins er 5.150 kílómetrar (þvermál tunglsins okkar er rúmlega 1.700 kílómetrar). Í gær tók Cassini sína síðustu dýfu milli hringa Satúrnusar. Leiðangri farsins lauk í lofthjúpi plánetunnar sem það hefur hringsólað um síðasta áratug. Á ógnarhraða fuðraði Cassini upp. Mælitækin, linsurnar, tölvubúnaðurinn og plútóníumkjarninn sem knúið hefur geimfarið leystust upp í andrúmslofti plánetunnar. Cassini er nú endanlega orðinn hluti af Satúrnusi. Ævintýrið hefst. Sjö ára ferðalag Cassini og lendingarfarsins Huygens hófst með geimskoti af Canaveral-höfða seint að kveldi þann 15. október 1997. Cassini-Huygens hóf sig á loft með TitanIVB/Centaur-eldflaug. Á síðustu þrettán árum hefur Cassini ítrekað brotið blað í vísindasögunni. Lendingarfarið Huygens, sem ferðaðist með Cassini, lenti á tunglinu Títan 14. janúar 2005 og sendi myndir af yfirborði þess til Jarðar. Síðan þá hefur geimfarið myndað og aflað upplýsinga um hin miklu metanhöf á Títan og lífvænleg skilyrði á tunglinu Enkeladusi en þar leynist vatn á 30 til 40 kílómetra dýpi undir ísilagðri auðn. Geimfarið bragðaði jafnframt á vatnsstrókum sem Enkeladus spýr úr suðurpól sínum. Árstíðaskipti hafa orðið á Satúrnusi eftir komu Cassini. Geislar sólarinnar falla nú á hinn risavaxna, sexhyrnda loftstraum á norðurpól plánetunnar. Í miðjunni iðar auga stormsins. Cassini fangaði auga stormsins í fyrsta skipti. Cassini hefur jafnframt horft ofan í ómælisdýpið á norðurpól Satúrnusar. Umhverfis hyldýpið geisar ævaforn fellibylur sem teygir anga sína yfir rúmlega tvö þúsund kílómetra. Þetta er aðeins brotabrot af uppgötvunum Cassini. Þessar uppgötvanir eru ástæðan fyrir því að næstu ferðalangar mannkyns til Satúrnusar, sama hvort þeir verða vélrænir eða af holdi og blóði, munu fara þangað í leit að lífi.
Birtist í Fréttablaðinu Geimurinn Satúrnus Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira