Handbolti

Fékk djúpan skurð á ennið vegna hárspennu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Facebook
Ótrúlegt atvik átti sér stað í sænska handboltanum í gær þegar leikmaður fékk djúpan skurð á enni eftir að hafa lent í samstuði við annan leikmann.

Ef að leikmenn vilja spila með hárspennu þá er þeim skylt að búa um spennuna með límbandi. Það var ekki gert og fékk stúlkan á myndinni hér fyrir neðan, Louise, ljótan skurð eftir samstuð við leikmann sem hafði ekki réttan frágang á hárspennu. Louise er tvítug og leikur með HK Aranäs í sænsku deildinni.

Móðir hennar birti meðfylgjandi mynd og vakti athygli á nauðsyn þess að búa um hárspennur á réttan hátt fyrir handboltaleiki. Sagði hún líðan dóttur sinnar eftir atvikum góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×