Kúrdar beittir þrýstingi Samúel Karl Ólason skrifar 29. september 2017 13:16 Búið er að loka fyrir flug til og frá flugvallarins í Erbil. Vísir/AFP Ríkisstjórn sjálfstjórnarsvæðis Kúrda í norðurhluta Írak hafa neitað að gefa Írökum stjórn yfir landamærastöðvum sjálfstjórnarsvæðisins. Yfirvöld í Baghdad höfðu farið fram á það með stuðningi Írana og Tyrkja og var það gert vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Kúrdistan á mánudaginn, samkvæmt frétt Reuters. Niðurstöður þeirra óbindandi kosningu voru að um 92 prósent íbúa vilja stofna eigið ríki. Stórir hópar Kúrda búa í öllum ríkjunum auk Sýrlands. Írakar hafa farið fram á að niðurstaðan verði felld úr gildi. Til að beita Kúrda þrýstingi hafa þeir bannað utanlandaflug á flugvellinum í Erbil, höfuðborg sjálfstjórnarsvæðisins, og krefjast þess að fá einnig að taka yfir stjórn flugvallarins. Íranar hafa bannað allan flutning hráolíu til og frá Kúrdistan Sömuleiðis hafa yfirvöld í Baghdad jafnvel hótað hernaðaraðgerðum gegn Kúrdum. Sumarið 2014, þegar írakski herinn flúði undan stórsókn ISIS-liða komu Peshmerga-sveitir írakskra Kúrda í veg fyrir að sjálfstjórnarsvæði þeirra félli. Eftir að hafa látið undan um nokkuð skeið tókst Kúrdum að snúa vörn í sókn og í raun stækka yfirráðasvæði sitt. Þar á meðal er borgin Kirkuk, en á nærliggjandi svæðum má finna ríkar olíulindir, sem Kúrdar komu í veg fyrir að ISIS-liðar eignuðust. Nú vilja Kúrdar hins vegar eiga þær olíulindir og stjórnendur Írak eru ekki sáttir. Án ríkis í hundrað árVið lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, þegar Ottóman-veldið féll gerðu þáverandi heimsveldi upprunalega ráð fyrir ríki Kúrda, sem iðulega er nefnt Kúrdistan, í Sevres-samkomulaginu (finna má kort í hlekknum) árið 1920. Því var þó breytt þremur árum seinna, með Lausanne-samkomulaginu, og varð stærstur hluti landsins sem átti að verða Kúrdistan hluti að Tyrklandi. Kúrdar eru nú á stórum svæðum í Írak, Íran, Tyrk landi og í Sýrlandi, þar sem þeir hafa náð miklu yfirráðasvæði af ISIS-liðum. Talið er að á milli 25 og 35 milljónir Kúrda séu á því svæði, samkvæmt frétt BBC. Á síðustu hundrað árum hafa allar tilraunir Kúrda til að stofna eigið ríki verið kramdar af miklu afli. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Niðurstöður kosninga um sjálfstæði verði gerðar ógildar Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks, fór í gær fram á að yfirvöld í Íraska Kúrdistan ógiltu niðurstöður nýafstaðinna kosninga um sjálfstæði svæðisins. Kosið var á mánudag og greiddu 92 prósent kjósenda með því að lýsa yfir sjálfstæði en kjörsókn var rúm sjötíu prósent. 28. september 2017 06:00 Abadi heitir því að ná tökum á Kúrdistan Írakska þingið hefur beðið forsætisráðherrann að senda hermenn til Kirkuk, sem er undir stjórn Kúrda. 27. september 2017 14:00 Tyrkir hóta Kúrdum aðgerðum eftir kosningar um sjálfstæði Um 90 prósent íraskra Kúrda vilja sjálfstæði, samkvæmt niðurstöðum kosninga sem haldnar voru á mánudaginn. Forseti Tyrklands hótar að skera á olíuflutninga og svelta þjóðflokkinn. 27. september 2017 06:00 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Ríkisstjórn sjálfstjórnarsvæðis Kúrda í norðurhluta Írak hafa neitað að gefa Írökum stjórn yfir landamærastöðvum sjálfstjórnarsvæðisins. Yfirvöld í Baghdad höfðu farið fram á það með stuðningi Írana og Tyrkja og var það gert vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Kúrdistan á mánudaginn, samkvæmt frétt Reuters. Niðurstöður þeirra óbindandi kosningu voru að um 92 prósent íbúa vilja stofna eigið ríki. Stórir hópar Kúrda búa í öllum ríkjunum auk Sýrlands. Írakar hafa farið fram á að niðurstaðan verði felld úr gildi. Til að beita Kúrda þrýstingi hafa þeir bannað utanlandaflug á flugvellinum í Erbil, höfuðborg sjálfstjórnarsvæðisins, og krefjast þess að fá einnig að taka yfir stjórn flugvallarins. Íranar hafa bannað allan flutning hráolíu til og frá Kúrdistan Sömuleiðis hafa yfirvöld í Baghdad jafnvel hótað hernaðaraðgerðum gegn Kúrdum. Sumarið 2014, þegar írakski herinn flúði undan stórsókn ISIS-liða komu Peshmerga-sveitir írakskra Kúrda í veg fyrir að sjálfstjórnarsvæði þeirra félli. Eftir að hafa látið undan um nokkuð skeið tókst Kúrdum að snúa vörn í sókn og í raun stækka yfirráðasvæði sitt. Þar á meðal er borgin Kirkuk, en á nærliggjandi svæðum má finna ríkar olíulindir, sem Kúrdar komu í veg fyrir að ISIS-liðar eignuðust. Nú vilja Kúrdar hins vegar eiga þær olíulindir og stjórnendur Írak eru ekki sáttir. Án ríkis í hundrað árVið lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, þegar Ottóman-veldið féll gerðu þáverandi heimsveldi upprunalega ráð fyrir ríki Kúrda, sem iðulega er nefnt Kúrdistan, í Sevres-samkomulaginu (finna má kort í hlekknum) árið 1920. Því var þó breytt þremur árum seinna, með Lausanne-samkomulaginu, og varð stærstur hluti landsins sem átti að verða Kúrdistan hluti að Tyrklandi. Kúrdar eru nú á stórum svæðum í Írak, Íran, Tyrk landi og í Sýrlandi, þar sem þeir hafa náð miklu yfirráðasvæði af ISIS-liðum. Talið er að á milli 25 og 35 milljónir Kúrda séu á því svæði, samkvæmt frétt BBC. Á síðustu hundrað árum hafa allar tilraunir Kúrda til að stofna eigið ríki verið kramdar af miklu afli.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Niðurstöður kosninga um sjálfstæði verði gerðar ógildar Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks, fór í gær fram á að yfirvöld í Íraska Kúrdistan ógiltu niðurstöður nýafstaðinna kosninga um sjálfstæði svæðisins. Kosið var á mánudag og greiddu 92 prósent kjósenda með því að lýsa yfir sjálfstæði en kjörsókn var rúm sjötíu prósent. 28. september 2017 06:00 Abadi heitir því að ná tökum á Kúrdistan Írakska þingið hefur beðið forsætisráðherrann að senda hermenn til Kirkuk, sem er undir stjórn Kúrda. 27. september 2017 14:00 Tyrkir hóta Kúrdum aðgerðum eftir kosningar um sjálfstæði Um 90 prósent íraskra Kúrda vilja sjálfstæði, samkvæmt niðurstöðum kosninga sem haldnar voru á mánudaginn. Forseti Tyrklands hótar að skera á olíuflutninga og svelta þjóðflokkinn. 27. september 2017 06:00 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Niðurstöður kosninga um sjálfstæði verði gerðar ógildar Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks, fór í gær fram á að yfirvöld í Íraska Kúrdistan ógiltu niðurstöður nýafstaðinna kosninga um sjálfstæði svæðisins. Kosið var á mánudag og greiddu 92 prósent kjósenda með því að lýsa yfir sjálfstæði en kjörsókn var rúm sjötíu prósent. 28. september 2017 06:00
Abadi heitir því að ná tökum á Kúrdistan Írakska þingið hefur beðið forsætisráðherrann að senda hermenn til Kirkuk, sem er undir stjórn Kúrda. 27. september 2017 14:00
Tyrkir hóta Kúrdum aðgerðum eftir kosningar um sjálfstæði Um 90 prósent íraskra Kúrda vilja sjálfstæði, samkvæmt niðurstöðum kosninga sem haldnar voru á mánudaginn. Forseti Tyrklands hótar að skera á olíuflutninga og svelta þjóðflokkinn. 27. september 2017 06:00