Aðildarumsókn í læstri skúffu Jón Sigurðsson skrifar 27. september 2017 07:00 Fyrir nokkrum árum var talsverður áhugi meðal Íslendinga á aðild að Evrópusambandinu (ESB), og sumir héldu að ESB væri einhvers konar björgunarsveit. Þá var aðildarumsókn til umfjöllunar. Nú virðist aðeins tæpur þriðjungur landsmanna tilbúinn til að styðja aðildarumsókn. Og þrátt fyrir ýmis ummæli virðist ríkisstjórnin álíta málið úr sögunni í bili. Forysta ESB hefur lýst yfir því að ekki verði tekið á móti aðildarumsóknum á næstu árum. Endurtekið aðildarferli með þjóðaratkvæði verður varla styttra en fimm ár. Og flestir áhugamenn um ESB-aðild munu telja eðlilegt að sjá fyrst hvernig reiðir af um útgöngu Breta (Brexit). Hér getur því verið um allt að áratug að ræða. Bretar og ESB geta ágætlega ráðið við Brexit, hvorir um sig. En samningskröfur Breta eru skrýtnar og samningamenn þeirra ótraustir. Ferlið er því orðið niðurlægjandi fyrir Breta og hætt við óheppilegum afleiðingum. Eftir tveggja ára útgöngutíma má reikna með fjórum árum í gerð nýrra viðskiptasamninga Breta. En þegar frá líður leysa Bretar þau vandamál sem upp koma. Lengi vel var samstaða um framþróun og mótun ESB. Nú hefur það snúist við og ESB er kennt um alla skapaða hluti, með réttu og röngu. Stækkun þess hefur verið of hröð og útþenslan orðið illviðráðanleg. Þrátt fyrir gerða samninga er mótþrói víða í löndum ESB gegn afskiptum frá Brüssel. Bretar eru á útleið, og athafnir stjórnvalda í Póllandi og Ungverjalandi má skilja sem undirbúning að svipuðum ákvörðunum. Lítið hefur spurst til Grikkja um skeið en það getur breyst. Ekkert bendir til að tillaga um aðildarumsókn að ESB verði samþykkt á næstu árum. Miklu líklegra er að málið liggi í læstri skúffu um árabil. Tillögur um endurtekna aðildarumsókn að ESB, sem verði lögð fram eftir mörg ár, eru innihaldslausar nú. Það er vita-gagnslaust að deila um slíkt nú. Staða Íslands verður óbreytt í þessum efnum áfram, með gengissveiflum, hávöxtum og jafnvægisleysi. En samskipti okkar við nágranna, viðskipta- og frændþjóðir verða stöðugt umfjöllunarefni. Og vaka verður yfir hagsmunum okkar innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). ESB er áhugavert frá íslensku sjónarmiði og gild rök með og móti aðild. Í sjálfu sér kann ESB að verða jafn áhugavert eftir áratug sem nú. En það getur líka liðið undir lok eins og við þekkjum það. Ein forsenda aðildar að ESB er að umsvif þess verði ekki meiri en u.þ.b. 2% af vergri landsframleiðslu aðildarþjóðanna, svo sem verið hefur. Meðan svo er halda þjóðríkin völdum og forræði. Auk þess tryggja leiðtogaráðið og ráðherraráðið, ásamt takmörkuðu valdi Evrópuþingsins, að ríkisstjórnirnar og þjóðþingin hafa undirtökin. Þessar forsendur raskast ef stofnanir ESB fá beint lýðræðislegt umboð eða vægi miðstjórnarinnar eykst verulega. Tiltekin skilyrði skipta mestu í samskiptum Íslendinga við ESB, hvort sem verður utan eða innan þess. Flokksþing Framsóknarmanna 2009 gerði rækilega samþykkt um þessi skilyrði, vegna aðildarumsóknar sem þá var til umræðu. Ástæða er til að minna á þessa samþykkt. Hún er í fullu gildi. Höfundur er fv. skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurðsson Skoðun Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum var talsverður áhugi meðal Íslendinga á aðild að Evrópusambandinu (ESB), og sumir héldu að ESB væri einhvers konar björgunarsveit. Þá var aðildarumsókn til umfjöllunar. Nú virðist aðeins tæpur þriðjungur landsmanna tilbúinn til að styðja aðildarumsókn. Og þrátt fyrir ýmis ummæli virðist ríkisstjórnin álíta málið úr sögunni í bili. Forysta ESB hefur lýst yfir því að ekki verði tekið á móti aðildarumsóknum á næstu árum. Endurtekið aðildarferli með þjóðaratkvæði verður varla styttra en fimm ár. Og flestir áhugamenn um ESB-aðild munu telja eðlilegt að sjá fyrst hvernig reiðir af um útgöngu Breta (Brexit). Hér getur því verið um allt að áratug að ræða. Bretar og ESB geta ágætlega ráðið við Brexit, hvorir um sig. En samningskröfur Breta eru skrýtnar og samningamenn þeirra ótraustir. Ferlið er því orðið niðurlægjandi fyrir Breta og hætt við óheppilegum afleiðingum. Eftir tveggja ára útgöngutíma má reikna með fjórum árum í gerð nýrra viðskiptasamninga Breta. En þegar frá líður leysa Bretar þau vandamál sem upp koma. Lengi vel var samstaða um framþróun og mótun ESB. Nú hefur það snúist við og ESB er kennt um alla skapaða hluti, með réttu og röngu. Stækkun þess hefur verið of hröð og útþenslan orðið illviðráðanleg. Þrátt fyrir gerða samninga er mótþrói víða í löndum ESB gegn afskiptum frá Brüssel. Bretar eru á útleið, og athafnir stjórnvalda í Póllandi og Ungverjalandi má skilja sem undirbúning að svipuðum ákvörðunum. Lítið hefur spurst til Grikkja um skeið en það getur breyst. Ekkert bendir til að tillaga um aðildarumsókn að ESB verði samþykkt á næstu árum. Miklu líklegra er að málið liggi í læstri skúffu um árabil. Tillögur um endurtekna aðildarumsókn að ESB, sem verði lögð fram eftir mörg ár, eru innihaldslausar nú. Það er vita-gagnslaust að deila um slíkt nú. Staða Íslands verður óbreytt í þessum efnum áfram, með gengissveiflum, hávöxtum og jafnvægisleysi. En samskipti okkar við nágranna, viðskipta- og frændþjóðir verða stöðugt umfjöllunarefni. Og vaka verður yfir hagsmunum okkar innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). ESB er áhugavert frá íslensku sjónarmiði og gild rök með og móti aðild. Í sjálfu sér kann ESB að verða jafn áhugavert eftir áratug sem nú. En það getur líka liðið undir lok eins og við þekkjum það. Ein forsenda aðildar að ESB er að umsvif þess verði ekki meiri en u.þ.b. 2% af vergri landsframleiðslu aðildarþjóðanna, svo sem verið hefur. Meðan svo er halda þjóðríkin völdum og forræði. Auk þess tryggja leiðtogaráðið og ráðherraráðið, ásamt takmörkuðu valdi Evrópuþingsins, að ríkisstjórnirnar og þjóðþingin hafa undirtökin. Þessar forsendur raskast ef stofnanir ESB fá beint lýðræðislegt umboð eða vægi miðstjórnarinnar eykst verulega. Tiltekin skilyrði skipta mestu í samskiptum Íslendinga við ESB, hvort sem verður utan eða innan þess. Flokksþing Framsóknarmanna 2009 gerði rækilega samþykkt um þessi skilyrði, vegna aðildarumsóknar sem þá var til umræðu. Ástæða er til að minna á þessa samþykkt. Hún er í fullu gildi. Höfundur er fv. skólastjóri.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun