Móðir lagði banka sem lánaði syninum milljónir fyrir Audi árið 2007 Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. september 2017 11:45 Héraðsdómur Norðurlands eystra á Akureyri. Vísir/pjetur Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur fellt úr gildi ákvörðun sýslumannsins á Norðurlandi eystra að nauðungarsala fari fram á fasteign konunnar. Hafði kona, búsett á Akureyri, ábyrgst lán sonar síns sem hann tók til að kaupa Audi-bifreið, að eigin sögn til að „búa til smá pening“. Rekja má málið aftur til ársins 2007 þegar sonur konunnar tók 3,5 milljóna lán hjá Sparisjóði Reykjavíkur til þess að kaupa Audi-bifreið að verðmæti 7,2 milljóna króna. Móðir hans ábyrgðist lánið og var fasteign hennar á Akureyri sett að veði til tryggingar skuldinni. Í dómi héraðsdóms kemur fram að sonur konunnar hafi greitt af láninu allt þangað til í ársbyrjun 2010. Fyrir dómi sagði sonurinn að ástæðan fyrir því að hann hætti að greiða af láninu hafi verið sú að hann hafi sótt um greiðsluaðlögun hjá Umboðsmanni skuldara, sem hafi bannað honum að borga af láninu. Fyrir dómi kom jafnframt að hugmyndin með bílakaupunum hafi verið að reyna að hagnast á þeim. Ætlaði hann að selja bifreiðin aftur með hagnaði. Þetta hafii hins vegar farið „eins illa og hægt var“ en „það einfaldlega hrundi markaðurinn í bílasölu og það seldist ekki neitt og ég sat uppi með þennan bíl,“ líkt og kom fram hjá syninum fyrir dómi.Konan býr á Akureyri.Vísir/PjeturTaldi að bankinn hefði átt að vita að sonurinn gæti ekki staðið undir afborgunum Þegar uppi var staðið var skuldin komin í 8,9 milljónir króna og var móðir mannsins í ábyrgð fyrir þeim. Árið 2015 fór Arion banki, sem hafði fengið skuldina framselda frá Dróma hf., fram á það að fasteign konunnar yrði seld nauðungarsölu. Sýslumaðurinn á Norðurlandi varð við beiðni Arion banka. Konan tók hins vegar til varna og vildi fá ákvörðun sýslumanns hnekkt. Byggði hún mál sitt meðal annars á því að Sparisjóður Reykjavíkur, upphaflegi lánveitandinn, hefði ekki staðið rétt að gerð greiðslumats þegar sonur hennar sótti um bílalánið. Framvísaði hún gögnum sem sýndu fram á það að mánaðarlegar tekjur sonar hennar og sambýliskonu þegar lánið var tekið árið 2007 hefðu ekki dugað fyrir mánaðarlegum útgjöldum. Voru mánaðarleg útgjöld þeirra alls 52.445 krónum hærri fjárhæð en mánaðarlegar ráðstöfunartekjur. Taldi hún að niðurstaða greiðslumats, sem benti til þess að sonur hennar gæti staðið við skuldbindingar sínar miðað við fjárhagsstöðu, væri röng. Taldi hún að ef réttilega hefði verið staðið að gerð greiðslumatsins hefði sonur hennar aldrei staðist greiðslumatið og því ekki fengið lánið. Miðað við fjármálasögu sonar hennar og sambýliskonu hefði bankanum mátt vera ljóst að þau gætu ekki staðið við skuldbindingar sínar. Við þær aðstæður hafi það verið ósanngjarnt að bankinn gæti velt áhættunni af lánveitingunni yfir á sig, að mati konunnar. Í dómi héraðsdóms segir að konan hafi leitt sterkar líkur að því að niðurstaða greiðslumatsins um að sonur hennar ætti að geta staðið við bílalánið væri röng. Þar segir jafnframt að þrátt fyrir að konan hafi sýnt af sér „talsvert fyrirhyggjuleysi“ með því að gangast í ábyrgð fyrir lánið hafi ekki verið sýnt fram á að hún hefði gert það, ef niðurstaða greiðslumatsins hefði verið á þá leið að sonur hennar gæti ekki staðið við lánaskuldbingar sínar. Var ákvörðun sýslumanns um að nauðungarsala fari fram á fasteign konunnar felld úr gildi. Þá þarf Arion banki jafnframt að greiða 1,7 milljón í málskostnað.Dóm héraðsdóms má sjá hér. Dómsmál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur fellt úr gildi ákvörðun sýslumannsins á Norðurlandi eystra að nauðungarsala fari fram á fasteign konunnar. Hafði kona, búsett á Akureyri, ábyrgst lán sonar síns sem hann tók til að kaupa Audi-bifreið, að eigin sögn til að „búa til smá pening“. Rekja má málið aftur til ársins 2007 þegar sonur konunnar tók 3,5 milljóna lán hjá Sparisjóði Reykjavíkur til þess að kaupa Audi-bifreið að verðmæti 7,2 milljóna króna. Móðir hans ábyrgðist lánið og var fasteign hennar á Akureyri sett að veði til tryggingar skuldinni. Í dómi héraðsdóms kemur fram að sonur konunnar hafi greitt af láninu allt þangað til í ársbyrjun 2010. Fyrir dómi sagði sonurinn að ástæðan fyrir því að hann hætti að greiða af láninu hafi verið sú að hann hafi sótt um greiðsluaðlögun hjá Umboðsmanni skuldara, sem hafi bannað honum að borga af láninu. Fyrir dómi kom jafnframt að hugmyndin með bílakaupunum hafi verið að reyna að hagnast á þeim. Ætlaði hann að selja bifreiðin aftur með hagnaði. Þetta hafii hins vegar farið „eins illa og hægt var“ en „það einfaldlega hrundi markaðurinn í bílasölu og það seldist ekki neitt og ég sat uppi með þennan bíl,“ líkt og kom fram hjá syninum fyrir dómi.Konan býr á Akureyri.Vísir/PjeturTaldi að bankinn hefði átt að vita að sonurinn gæti ekki staðið undir afborgunum Þegar uppi var staðið var skuldin komin í 8,9 milljónir króna og var móðir mannsins í ábyrgð fyrir þeim. Árið 2015 fór Arion banki, sem hafði fengið skuldina framselda frá Dróma hf., fram á það að fasteign konunnar yrði seld nauðungarsölu. Sýslumaðurinn á Norðurlandi varð við beiðni Arion banka. Konan tók hins vegar til varna og vildi fá ákvörðun sýslumanns hnekkt. Byggði hún mál sitt meðal annars á því að Sparisjóður Reykjavíkur, upphaflegi lánveitandinn, hefði ekki staðið rétt að gerð greiðslumats þegar sonur hennar sótti um bílalánið. Framvísaði hún gögnum sem sýndu fram á það að mánaðarlegar tekjur sonar hennar og sambýliskonu þegar lánið var tekið árið 2007 hefðu ekki dugað fyrir mánaðarlegum útgjöldum. Voru mánaðarleg útgjöld þeirra alls 52.445 krónum hærri fjárhæð en mánaðarlegar ráðstöfunartekjur. Taldi hún að niðurstaða greiðslumats, sem benti til þess að sonur hennar gæti staðið við skuldbindingar sínar miðað við fjárhagsstöðu, væri röng. Taldi hún að ef réttilega hefði verið staðið að gerð greiðslumatsins hefði sonur hennar aldrei staðist greiðslumatið og því ekki fengið lánið. Miðað við fjármálasögu sonar hennar og sambýliskonu hefði bankanum mátt vera ljóst að þau gætu ekki staðið við skuldbindingar sínar. Við þær aðstæður hafi það verið ósanngjarnt að bankinn gæti velt áhættunni af lánveitingunni yfir á sig, að mati konunnar. Í dómi héraðsdóms segir að konan hafi leitt sterkar líkur að því að niðurstaða greiðslumatsins um að sonur hennar ætti að geta staðið við bílalánið væri röng. Þar segir jafnframt að þrátt fyrir að konan hafi sýnt af sér „talsvert fyrirhyggjuleysi“ með því að gangast í ábyrgð fyrir lánið hafi ekki verið sýnt fram á að hún hefði gert það, ef niðurstaða greiðslumatsins hefði verið á þá leið að sonur hennar gæti ekki staðið við lánaskuldbingar sínar. Var ákvörðun sýslumanns um að nauðungarsala fari fram á fasteign konunnar felld úr gildi. Þá þarf Arion banki jafnframt að greiða 1,7 milljón í málskostnað.Dóm héraðsdóms má sjá hér.
Dómsmál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels