Bjarti faríseinn Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 23. september 2017 06:00 Ímyndum okkur að endurskrifa þyrfti Nýja testamentið. Lúkas 18:11-12 myndi þá hljóða svona: „Björt Ólafsdóttir stóð og baðst þannig fyrir með sjálfri sér: Guð, ég þakka þér, að ég er ekki eins og aðrir menn: ræningjar, ranglætismenn, hórkarlar eða þá eins og þessi Sjálfstæðismaður.“ Fyrirsögn fréttar um Björtu í gær var „Siðferðið sterkara í Bjartri framtíð en í Sjálfstæðisflokknum“. Það er auðvitað áhugavert þegar stjórnmálamenn gefa sjálfum sér og flokkum sínum svona einkunn, en ekki óþekkt í mannkynssögunni eins og sagan um faríseann er dæmi um. Þessi siðferðislega einkunnagjöf Bjartar er einkar áhugaverð í ljósi nýliðinna atburða. Ekki eru nema nokkrar vikur síðan sama Björt notaði þingsal elsta þjóðþings veraldar sem einhvers konar „catwalk“ til að selja kjóla. Mál sem var auðvitað í eðli sínu bara vandræðalegt, en fékk vídd þegar svar við gagnrýninni var að nú væri feðraveldið að missa sig. Það tók Björtu nokkra daga að átta sig á siðferðislegum þætti málsins. Stjórnmál eiga að vera siðleg, stjórnmálamenn eiga að vera siðlegir. En sá sem hossar sér á siðferðinu og telur sig og sína siðlegri en annað fólk ætti hugsa sinn gang alvarlega. Nú liggur fyrir að engin lög og engar reglur voru brotnar í því máli sem leiddi til þess að Björt gekk úr ríkisstjórn. Engin leyndarhyggja, engin yfirhylming. Hversu siðlegir skyldu þeir nú teljast sem hafa gengið svo langt að ljúga upp á Sjálfstæðisflokkinn að hann stundi yfirhylmingar um kynferðisglæpi? Hvað finnst Björtu um slíkt fólk, telur hún Bjarta framtíð siðlegri en slíkt fólk, myndi hún fara í ríkisstjórn með slíku fólki? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Ímyndum okkur að endurskrifa þyrfti Nýja testamentið. Lúkas 18:11-12 myndi þá hljóða svona: „Björt Ólafsdóttir stóð og baðst þannig fyrir með sjálfri sér: Guð, ég þakka þér, að ég er ekki eins og aðrir menn: ræningjar, ranglætismenn, hórkarlar eða þá eins og þessi Sjálfstæðismaður.“ Fyrirsögn fréttar um Björtu í gær var „Siðferðið sterkara í Bjartri framtíð en í Sjálfstæðisflokknum“. Það er auðvitað áhugavert þegar stjórnmálamenn gefa sjálfum sér og flokkum sínum svona einkunn, en ekki óþekkt í mannkynssögunni eins og sagan um faríseann er dæmi um. Þessi siðferðislega einkunnagjöf Bjartar er einkar áhugaverð í ljósi nýliðinna atburða. Ekki eru nema nokkrar vikur síðan sama Björt notaði þingsal elsta þjóðþings veraldar sem einhvers konar „catwalk“ til að selja kjóla. Mál sem var auðvitað í eðli sínu bara vandræðalegt, en fékk vídd þegar svar við gagnrýninni var að nú væri feðraveldið að missa sig. Það tók Björtu nokkra daga að átta sig á siðferðislegum þætti málsins. Stjórnmál eiga að vera siðleg, stjórnmálamenn eiga að vera siðlegir. En sá sem hossar sér á siðferðinu og telur sig og sína siðlegri en annað fólk ætti hugsa sinn gang alvarlega. Nú liggur fyrir að engin lög og engar reglur voru brotnar í því máli sem leiddi til þess að Björt gekk úr ríkisstjórn. Engin leyndarhyggja, engin yfirhylming. Hversu siðlegir skyldu þeir nú teljast sem hafa gengið svo langt að ljúga upp á Sjálfstæðisflokkinn að hann stundi yfirhylmingar um kynferðisglæpi? Hvað finnst Björtu um slíkt fólk, telur hún Bjarta framtíð siðlegri en slíkt fólk, myndi hún fara í ríkisstjórn með slíku fólki?
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun