Óvissa um meðferð skattamála ríkir enn eftir dóm Hæstaréttar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. september 2017 06:00 Sjö dómarar dæmdu í málinu en slíkt er fátítt. vísir/eyþór Dómur manns sem sakfelldur var í Hæstarétti í gær fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum verður líklega kærður til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE). Héraðssaksóknari segir að unnið sé að því að tryggja að málsmeðferð hjá embættinu uppfylli skilyrði dómstólsins. Niðurstöðu málsins hafði verið beðið með nokkurri eftirvæntingu en sjö dómarar dæmdu í málinu. Slíkt er fátítt. Upphaflega stóð til að málið yrði flutt í byrjun árs en því slegið á frest þar til MDE kvæði upp dóm sinn í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar gegn Íslandi. Í maí kvað MDE upp dóm sinn, meðferð ríkisins á máli Jóns Ásgeirs og Tryggva braut gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu um bann gegn því að refsa tvisvar fyrir sama brot. Atvik málsins í gær voru um margt sambærileg hinu fyrra máli. Var á því byggt í vörninni að vísa bæri málinu frá dómi þar sem maðurinn hefði sætt endanlegum úrskurði skattayfirvalda um álag á skattstofn vegna sömu brota og nú væri ákært fyrir. Því fælist í þessu tvöföld refsing fyrir sama brot. Í niðurstöðu sinni vísaði Hæstiréttur til þess að MDE hefði lagt til grundvallar að heimilt væri að reka tvö aðskilin mál, líkt og í þessu tilfelli, fyrir skattalagabrot að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Málin tvö þyrftu að vera samþættanleg í efni og tíma til að slíkt sé heimilt. Í dómnum eru ferli og efni málsins ítarlega rakin og komist að þeirri niðurstöðu að framkvæmd þess hafi uppfyllt viðmið MDE. „Ég á eftir að kafa ofan í dóminn og melta þær röksemdir sem tíndar eru til en fljótt á litið sýnist mér að þetta eigi fullt erindi til MDE,“ segir Ragnar H. Hall, verjandi í málinu. Hann vildi ekki tjá sig um niðurstöðuna að öðru leyti. Rekstur yfir hundrað mála hjá skattayfirvöldum og saksóknaraembættum beið niðurstöðu Hæstaréttar. Niðurstaðan er að mörgu leyti ekki afdráttarlaus og margt á því eftir að skýrast. „Það er annar hver maður hér innanhúss að lesa dóminn núna. Á næstunni eru fundir með Ríkissaksóknara um hver næstu skref verða. Það er ekki ljóst í augnablikinu hver áhrifin verða af þessu,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari. „Það er hins vegar ekki svo að dómur MDE hafi engin áhrif þó dómur í þessu máli hafi verið staðfestur. Við ætlum að skoða verklagið og tryggja að það standist kröfur MDE.“ Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Dómur manns sem sakfelldur var í Hæstarétti í gær fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum verður líklega kærður til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE). Héraðssaksóknari segir að unnið sé að því að tryggja að málsmeðferð hjá embættinu uppfylli skilyrði dómstólsins. Niðurstöðu málsins hafði verið beðið með nokkurri eftirvæntingu en sjö dómarar dæmdu í málinu. Slíkt er fátítt. Upphaflega stóð til að málið yrði flutt í byrjun árs en því slegið á frest þar til MDE kvæði upp dóm sinn í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar gegn Íslandi. Í maí kvað MDE upp dóm sinn, meðferð ríkisins á máli Jóns Ásgeirs og Tryggva braut gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu um bann gegn því að refsa tvisvar fyrir sama brot. Atvik málsins í gær voru um margt sambærileg hinu fyrra máli. Var á því byggt í vörninni að vísa bæri málinu frá dómi þar sem maðurinn hefði sætt endanlegum úrskurði skattayfirvalda um álag á skattstofn vegna sömu brota og nú væri ákært fyrir. Því fælist í þessu tvöföld refsing fyrir sama brot. Í niðurstöðu sinni vísaði Hæstiréttur til þess að MDE hefði lagt til grundvallar að heimilt væri að reka tvö aðskilin mál, líkt og í þessu tilfelli, fyrir skattalagabrot að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Málin tvö þyrftu að vera samþættanleg í efni og tíma til að slíkt sé heimilt. Í dómnum eru ferli og efni málsins ítarlega rakin og komist að þeirri niðurstöðu að framkvæmd þess hafi uppfyllt viðmið MDE. „Ég á eftir að kafa ofan í dóminn og melta þær röksemdir sem tíndar eru til en fljótt á litið sýnist mér að þetta eigi fullt erindi til MDE,“ segir Ragnar H. Hall, verjandi í málinu. Hann vildi ekki tjá sig um niðurstöðuna að öðru leyti. Rekstur yfir hundrað mála hjá skattayfirvöldum og saksóknaraembættum beið niðurstöðu Hæstaréttar. Niðurstaðan er að mörgu leyti ekki afdráttarlaus og margt á því eftir að skýrast. „Það er annar hver maður hér innanhúss að lesa dóminn núna. Á næstunni eru fundir með Ríkissaksóknara um hver næstu skref verða. Það er ekki ljóst í augnablikinu hver áhrifin verða af þessu,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari. „Það er hins vegar ekki svo að dómur MDE hafi engin áhrif þó dómur í þessu máli hafi verið staðfestur. Við ætlum að skoða verklagið og tryggja að það standist kröfur MDE.“
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira