Fallvaltur stöðugleiki Smári McCarthy skrifar 20. september 2017 14:02 Ríkisstjórn Íslands er fallin. Aftur. Ekki einu sinni í fyrsta skiptið á þessum áratug. Síðast hrundi hún vegna spillingarmála þar sem þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar komu við sögu, en aðeins einn þeirra stóð uppi með Svarta-Pétur eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hafði náð að klína málinu alfarið á Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Sér í lagi hefur Bjarni Benediktsson aldrei skýrt með fullnægjandi hætti frá þeim hagsmunum sínum sem fram komu í Panama-skjölunum. Í þetta skiptið hrundi ríkisstjórnin út af vantrausti Bjartrar framtíðar á Sjálfstæðisflokknum í kjölfar yfirhylmingar dómsmálaráðherra á, að hennar sögn, trúnaðarupplýsingum, sem hún þó upplýsti forsætisráðherra um. Forsætisráðherra, hvers faðir hafði undirritað eitt umræddra gagna. Svo ríkti enginn trúnaður yfir gögnunum þegar á hólminn var komið. Dómsmálaráðherra braut lög með yfirhylmingunni, en raunar kom í ljós sama dag og ríkisstjórnin féll að þetta var alls ekki fyrsta skiptið sem Sigríður Á Andersen hafði brotið lög. Hún hafði nefnilega gert það þegar hún tók síður hæfa dómara (með heppileg tengsl við Sjálfstæðisflokkinn) fram yfir hæfari dómara (sem sumir höfðu óheppileg tengsl við aðra flokka), eins og Píratar bentu margsinnis á í vor. Þetta hrun ríkisstjórnarinnar var samt ekki annað í röðinni, heldur það þriðja, ef taldar eru þær ríkisstjórnir sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft aðkomu að. Það var nefnilega þannig að ákvarðanir ráðherra Sjálfstæðisflokksins fyrir hrun bjuggu til aðstæður hrunsins. Um þá árás á hagsmuni Íslands af hálfu fulltrúa auðvaldsins liggur níu binda ritverk til sönnunar. Sagan er enn lengri, ég ætla ekki að rekja hana hér. Ef þetta er sá stöðugleiki sem Sjálfstæðisflokkurinn boðar, þá held ég að þjóðin þoli ekki meiri “stöðugleika”. Það var merkilegt að heyra viðtal við Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Það er galið að ætla að kenna mér um þann ímyndarskaða sem Ísland hefur orðið fyrir á alþjóðavísu, þótt hann hafi vissulega talað undir rós. Raunar voru það þáttastjórnendurnir sem ýttu á þennan vinkil, en maður spyr sig hvað markmið viðtalsins hafi átt að vera, ef ekki til að mála mig upp sem ódælt illmenni sem vinnur gegn hagsmunum Íslands. Í ljósi ofangreindra staðreynda vil ég meina að mín ummæli hafi í raun lítil áhrif haft á ímynd Íslands. Samkvæmt tölfræði frá Twitter hafa aðeins um 3500 manns sýnt tístinu nokkurn áhuga, jafnvel þegar birtingar í fjölmiðlum eru taldar með. Meðan ég er alveg upp með mér að utanríkisráðherra telji mig hafa svo mikið vogarafl meðal heimspressunnar, þá er staðreyndin sú að ég er lítil rödd í milljónageymi. Raunverulegi skaðinn af þessu ríkisstjórnarhruni skrifast allur á Sjálfstæðisflokkinn. Aftur.Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Smári McCarthy Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Halldór 15.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands er fallin. Aftur. Ekki einu sinni í fyrsta skiptið á þessum áratug. Síðast hrundi hún vegna spillingarmála þar sem þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar komu við sögu, en aðeins einn þeirra stóð uppi með Svarta-Pétur eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hafði náð að klína málinu alfarið á Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Sér í lagi hefur Bjarni Benediktsson aldrei skýrt með fullnægjandi hætti frá þeim hagsmunum sínum sem fram komu í Panama-skjölunum. Í þetta skiptið hrundi ríkisstjórnin út af vantrausti Bjartrar framtíðar á Sjálfstæðisflokknum í kjölfar yfirhylmingar dómsmálaráðherra á, að hennar sögn, trúnaðarupplýsingum, sem hún þó upplýsti forsætisráðherra um. Forsætisráðherra, hvers faðir hafði undirritað eitt umræddra gagna. Svo ríkti enginn trúnaður yfir gögnunum þegar á hólminn var komið. Dómsmálaráðherra braut lög með yfirhylmingunni, en raunar kom í ljós sama dag og ríkisstjórnin féll að þetta var alls ekki fyrsta skiptið sem Sigríður Á Andersen hafði brotið lög. Hún hafði nefnilega gert það þegar hún tók síður hæfa dómara (með heppileg tengsl við Sjálfstæðisflokkinn) fram yfir hæfari dómara (sem sumir höfðu óheppileg tengsl við aðra flokka), eins og Píratar bentu margsinnis á í vor. Þetta hrun ríkisstjórnarinnar var samt ekki annað í röðinni, heldur það þriðja, ef taldar eru þær ríkisstjórnir sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft aðkomu að. Það var nefnilega þannig að ákvarðanir ráðherra Sjálfstæðisflokksins fyrir hrun bjuggu til aðstæður hrunsins. Um þá árás á hagsmuni Íslands af hálfu fulltrúa auðvaldsins liggur níu binda ritverk til sönnunar. Sagan er enn lengri, ég ætla ekki að rekja hana hér. Ef þetta er sá stöðugleiki sem Sjálfstæðisflokkurinn boðar, þá held ég að þjóðin þoli ekki meiri “stöðugleika”. Það var merkilegt að heyra viðtal við Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Það er galið að ætla að kenna mér um þann ímyndarskaða sem Ísland hefur orðið fyrir á alþjóðavísu, þótt hann hafi vissulega talað undir rós. Raunar voru það þáttastjórnendurnir sem ýttu á þennan vinkil, en maður spyr sig hvað markmið viðtalsins hafi átt að vera, ef ekki til að mála mig upp sem ódælt illmenni sem vinnur gegn hagsmunum Íslands. Í ljósi ofangreindra staðreynda vil ég meina að mín ummæli hafi í raun lítil áhrif haft á ímynd Íslands. Samkvæmt tölfræði frá Twitter hafa aðeins um 3500 manns sýnt tístinu nokkurn áhuga, jafnvel þegar birtingar í fjölmiðlum eru taldar með. Meðan ég er alveg upp með mér að utanríkisráðherra telji mig hafa svo mikið vogarafl meðal heimspressunnar, þá er staðreyndin sú að ég er lítil rödd í milljónageymi. Raunverulegi skaðinn af þessu ríkisstjórnarhruni skrifast allur á Sjálfstæðisflokkinn. Aftur.Höfundur er þingmaður Pírata.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun