Formenn flokka útiloka samstarf við Sigmund ekki fyrir fram Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. september 2017 06:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins við undirritun stjórnarsáttmála árið 2013. Vísir/GVA Þeir formenn flokka sem Fréttablaðið ræddi við í gær útiloka ekki ríkisstjórnarsamstarf við Miðflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra. Fremur vilja þeir bíða og sjá stefnu flokksins, sem hefur ekki verið birt. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist ekkert vita um stefnu Miðflokksins. „Það hefur ekki komið fram fyrir hvað hann stendur. Ég ætla að gefa mér tíma til að sjá það. Við tökum afstöðu í þessu út frá málefnum,“ segir Katrín. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tekur í sama streng. „Ég hef ekki séð stefnu Miðflokks Sigmundar Davíðs þannig að ég teldi glannalegt að vera að alhæfa um fólk og stefnu áður en hún kemur fram,“ segir Logi og bætir því við að Wintrismálið hjálpi ekki möguleikum á samstarfi.Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.„Ég vil leyfa flokknum að njóta þess sannmælis að hann leggi fram stefnu sína áður en ég dæmi flokkinn. En iðrunarleysi Sigmundar Davíðs mun ekki hjálpa honum í viðræðum við aðra flokka,“ segir Logi enn fremur. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir að flokkurinn hafi sett sér þá stefnu að málefnin ráði för og því verði flokkar ekki útilokaðir fyrir fram. „Það sem mun vega þyngst er hver stefnumunurinn verður á flokkunum. Ef svo vill til að hann tekur upp mjög frjálslynda og víðsýna stefnuskrá, og er til í að berjast fyrir stöðugu gengi og lægri vöxtum, gæti verið kominn samstarfsgrundvöllur,“ segir Benedikt.Benedikt Jóhannesson, formaður ViðreisnarSmári McCarthy, þingmaður Pírata, segir flokkinn ekki hafa rætt Miðflokkinn, ekki hafi verið tilefni til þeirrar umræðu. Hann segir Wintrismálið ekki hjálpa Sigmundi Davíð. „Það er ómögulegt að það mál, og það form siðferðisskorts sem birtist í því máli, muni ekki hafa áhrif á afstöðu okkar til samstarfs,“ segir Smári. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist tilbúin að vinna með hverjum þeim sem vill útrýma fátækt á Íslandi. „Við viljum afnema verðtryggingu, frítekjumark og okurvexti og útrýma fátækt og störfum með öllum þeim sem vilja hjálpa okkur að breyta þessu samfélagi,“ segir Inga. Ekki náðist í Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins og Óttar Proppé, formann Bjartrar framtíðar við vinnslu fréttarinnar. Í síðasta helgarblaði Fréttablaðsins sagðist Bjarni tilbúinn að vinna með öllum sem vilja halda áfram með þau góðu verkefni sem hafi verið unnin á undanförnum árum. Þá sagðist Sigurður Ingi vilja vinna með þeim sem vildu meðal annars efla samgöngu-, heilbrigðis- og menntakerfið og bæta kjör þeirra sem lakast standa. Óttarr sagðist ekki tilbúinn að vinna með þeim sem ala á hatri eða rasisma og sagði samstarf við Sjálfstæðisflokkinn ólíklegt. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ Sjá meira
Þeir formenn flokka sem Fréttablaðið ræddi við í gær útiloka ekki ríkisstjórnarsamstarf við Miðflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra. Fremur vilja þeir bíða og sjá stefnu flokksins, sem hefur ekki verið birt. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist ekkert vita um stefnu Miðflokksins. „Það hefur ekki komið fram fyrir hvað hann stendur. Ég ætla að gefa mér tíma til að sjá það. Við tökum afstöðu í þessu út frá málefnum,“ segir Katrín. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tekur í sama streng. „Ég hef ekki séð stefnu Miðflokks Sigmundar Davíðs þannig að ég teldi glannalegt að vera að alhæfa um fólk og stefnu áður en hún kemur fram,“ segir Logi og bætir því við að Wintrismálið hjálpi ekki möguleikum á samstarfi.Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.„Ég vil leyfa flokknum að njóta þess sannmælis að hann leggi fram stefnu sína áður en ég dæmi flokkinn. En iðrunarleysi Sigmundar Davíðs mun ekki hjálpa honum í viðræðum við aðra flokka,“ segir Logi enn fremur. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir að flokkurinn hafi sett sér þá stefnu að málefnin ráði för og því verði flokkar ekki útilokaðir fyrir fram. „Það sem mun vega þyngst er hver stefnumunurinn verður á flokkunum. Ef svo vill til að hann tekur upp mjög frjálslynda og víðsýna stefnuskrá, og er til í að berjast fyrir stöðugu gengi og lægri vöxtum, gæti verið kominn samstarfsgrundvöllur,“ segir Benedikt.Benedikt Jóhannesson, formaður ViðreisnarSmári McCarthy, þingmaður Pírata, segir flokkinn ekki hafa rætt Miðflokkinn, ekki hafi verið tilefni til þeirrar umræðu. Hann segir Wintrismálið ekki hjálpa Sigmundi Davíð. „Það er ómögulegt að það mál, og það form siðferðisskorts sem birtist í því máli, muni ekki hafa áhrif á afstöðu okkar til samstarfs,“ segir Smári. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist tilbúin að vinna með hverjum þeim sem vill útrýma fátækt á Íslandi. „Við viljum afnema verðtryggingu, frítekjumark og okurvexti og útrýma fátækt og störfum með öllum þeim sem vilja hjálpa okkur að breyta þessu samfélagi,“ segir Inga. Ekki náðist í Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins og Óttar Proppé, formann Bjartrar framtíðar við vinnslu fréttarinnar. Í síðasta helgarblaði Fréttablaðsins sagðist Bjarni tilbúinn að vinna með öllum sem vilja halda áfram með þau góðu verkefni sem hafi verið unnin á undanförnum árum. Þá sagðist Sigurður Ingi vilja vinna með þeim sem vildu meðal annars efla samgöngu-, heilbrigðis- og menntakerfið og bæta kjör þeirra sem lakast standa. Óttarr sagðist ekki tilbúinn að vinna með þeim sem ala á hatri eða rasisma og sagði samstarf við Sjálfstæðisflokkinn ólíklegt.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum