Þrýst á May að birta skjal um afturköllun á útgöngu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. október 2017 06:00 Allt gekk á afturfótunum hjá Theresu May á landsþinginu. vísir/epa Undanfarna daga hefur verið þrýst á Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, að gera opinbert lagalegt minnisblað varðandi mögulega afturköllun á útgöngu Breta úr Evrópusambandinu (ESB). Ólga vegna útgöngunnar fer vaxandi í kjölfar frétta þess efnis að samningaviðræður við sambandið gangi illa. Talið er að innihald minnisblaðsins sé á þann veg að ríkisstjórn Bretlands geti hætt við útgöngu fyrir mars 2019 ef þingmenn telja að það þjóni hagsmunum landsins best. Minnisblaðið var gert af mörgum af lögfróðustu mönnum landsins. Í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar í fyrra hafa samningaviðræður staðið yfir milli Breta og ESB. Lítið hefur þokast í þeim. Ríkisstjórn landsins hefur staðið hörð á því að Bretar verði að taka þeim samningi sem býðst, þó hann sé slæmur, eða þá sætta sig við engan samning. Stór fyrirtæki í landinu eru uggandi yfir stöðunni og sömuleiðis stór hluti þingmanna. Hafa einhverjir notað orðið „kamikaze“ yfir nálgun stjórnarinnar en orðið var notað yfir sjálfsvígsflugmenn Japana í síðari heimsstyrjöldinni. Frammistaða forsætisráðherrans á landsþingi Íhaldsflokksins í liðinni viku var ekki til að bæta úr skák en þar gekk flest á afturfótunum. Deilurnar virðast hafa áhrif á ríkisstjórnina því hávær orðrómur er uppi um að sæti ýmissa ráðherra séu í hættu vegna þessa. Meðal þeirra sem hafa verið nefndir í því samhengi er utanríkisráðherrann Boris Johnson sem sakaður var um að hafa grafið undan May í aðdraganda landsfundarins. Staðan hafði neikvæð áhrif á gengi pundsins í liðinni viku en það féll um þrjú prósentustig. Brexit Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Allt gekk á afturfótunum hjá May á þingi Íhaldsflokksins Ræða Theresu May breyttist í farsa þar sem hvert uppákoman rak aðra. 4. október 2017 21:17 May ætlar að halda áfram sem forsætisráðherra Bretlands Öll spjót standa nú á Theresu May, forsætisráðherra Bretlands og formanns Íhaldsflokksins, en fjöldi þingmanna er sagður vilja losna við hana eftir farsakennda ræðu á flokksþingi í gær. 5. október 2017 22:44 May gæti látið Johnson taka poka sinn Töluverð valdabarátta á sér stað innan breska Íhaldsflokksins þessa dagana sem gæti endað með breytingum í ríkisstjórn. 8. október 2017 14:06 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Sjá meira
Undanfarna daga hefur verið þrýst á Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, að gera opinbert lagalegt minnisblað varðandi mögulega afturköllun á útgöngu Breta úr Evrópusambandinu (ESB). Ólga vegna útgöngunnar fer vaxandi í kjölfar frétta þess efnis að samningaviðræður við sambandið gangi illa. Talið er að innihald minnisblaðsins sé á þann veg að ríkisstjórn Bretlands geti hætt við útgöngu fyrir mars 2019 ef þingmenn telja að það þjóni hagsmunum landsins best. Minnisblaðið var gert af mörgum af lögfróðustu mönnum landsins. Í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar í fyrra hafa samningaviðræður staðið yfir milli Breta og ESB. Lítið hefur þokast í þeim. Ríkisstjórn landsins hefur staðið hörð á því að Bretar verði að taka þeim samningi sem býðst, þó hann sé slæmur, eða þá sætta sig við engan samning. Stór fyrirtæki í landinu eru uggandi yfir stöðunni og sömuleiðis stór hluti þingmanna. Hafa einhverjir notað orðið „kamikaze“ yfir nálgun stjórnarinnar en orðið var notað yfir sjálfsvígsflugmenn Japana í síðari heimsstyrjöldinni. Frammistaða forsætisráðherrans á landsþingi Íhaldsflokksins í liðinni viku var ekki til að bæta úr skák en þar gekk flest á afturfótunum. Deilurnar virðast hafa áhrif á ríkisstjórnina því hávær orðrómur er uppi um að sæti ýmissa ráðherra séu í hættu vegna þessa. Meðal þeirra sem hafa verið nefndir í því samhengi er utanríkisráðherrann Boris Johnson sem sakaður var um að hafa grafið undan May í aðdraganda landsfundarins. Staðan hafði neikvæð áhrif á gengi pundsins í liðinni viku en það féll um þrjú prósentustig.
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Allt gekk á afturfótunum hjá May á þingi Íhaldsflokksins Ræða Theresu May breyttist í farsa þar sem hvert uppákoman rak aðra. 4. október 2017 21:17 May ætlar að halda áfram sem forsætisráðherra Bretlands Öll spjót standa nú á Theresu May, forsætisráðherra Bretlands og formanns Íhaldsflokksins, en fjöldi þingmanna er sagður vilja losna við hana eftir farsakennda ræðu á flokksþingi í gær. 5. október 2017 22:44 May gæti látið Johnson taka poka sinn Töluverð valdabarátta á sér stað innan breska Íhaldsflokksins þessa dagana sem gæti endað með breytingum í ríkisstjórn. 8. október 2017 14:06 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Sjá meira
Allt gekk á afturfótunum hjá May á þingi Íhaldsflokksins Ræða Theresu May breyttist í farsa þar sem hvert uppákoman rak aðra. 4. október 2017 21:17
May ætlar að halda áfram sem forsætisráðherra Bretlands Öll spjót standa nú á Theresu May, forsætisráðherra Bretlands og formanns Íhaldsflokksins, en fjöldi þingmanna er sagður vilja losna við hana eftir farsakennda ræðu á flokksþingi í gær. 5. október 2017 22:44
May gæti látið Johnson taka poka sinn Töluverð valdabarátta á sér stað innan breska Íhaldsflokksins þessa dagana sem gæti endað með breytingum í ríkisstjórn. 8. október 2017 14:06