Norðmenn eiga tvo á listanum yfir efnilegustu strákana en Íslendingar engan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. október 2017 23:00 Erling Braut Haaland. Vísir/Getty Guardian hefur birt nýjan lista yfir 60 bestu fótboltaleikmenn heims á sautjánda ári en að þessu sinni eru teknir fyrir leikmenn fæddir árið 2000. Þetta er fjórða árið í röð sem Guardian setur saman slíkan lista en áður hafa knattspyrnusérfræðingar blaðsins tekið fyrir árgangana 1999, 1998 og 1997. Ísland átti einn leikmann á listanum í fyrra en það var Kolbeinn Birgir Finnsson sem er fæddur árið 1999 og er leikmaður unglingaliðs FC Groningen í dag. Að þessu sinni er enginn íslenskur strákur á listanum en þar eru hinsvegar tveir Norðmenn. Norsku leikmennirnir eru Erling Braut Haaland hjá Molde og Jørgen Strand Larsen sem er leikmaður AC Milan en á láni frá Sarpsborg. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Molde, hefur gefið Haaland tækifæri hjá liðinu í sumar. Það eru alls fjórir Norðurlandabúar á listanum því Daninn Victor Jensen hjá Ajax og Svíinn Filston Mawana hjá Hoffenheim eru einnig nefndir sem einn af sextíu bestu sautján ára fótboltastrákum heims. Frægasti leikmaðurinn á listanum er eflaust Vinicius Júnior sem Real Madrid er þegar búið að kaupa frá Flamengo þó að hann spili ennþá með brasilíska liðinu. Real Madrid borgar 45 milljónir evra fyrir strákinn en hann má ekki koma til Spánar fyrr en hann er orðinn átján ára gamall. Aðrir leikmenn á listanum sem eru farnir að skapa sér nafn eru Ítalinn Moise Kean hjá Verona (á láni frá Juventus), Englendingurinn Jadon Sancho hjá Borussia Dortmund og Bandaríkjamaðurinn Timothy Weah hjá Paris Saint-Germain. Moise Kean varð fyrsti leikmaðurinn fæddur 2000 eða síðar sem nær að skora í einni af fimm bestu deildum Evrópu en hann skoraði þá fyrir Juventus á móti Bologna í maí. Hann er nú á láni hjá Verona. Timothy Weah er sonur George Weah sem var valinn besti knattspyrnumaður heims árið 1995 eða fimm árum en Timothy fæddist. Það er hægt að finna allan listann hér. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Í beinni: Chelsea - Fulham | Veislan hefst á Lundúnaslag Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Sjá meira
Guardian hefur birt nýjan lista yfir 60 bestu fótboltaleikmenn heims á sautjánda ári en að þessu sinni eru teknir fyrir leikmenn fæddir árið 2000. Þetta er fjórða árið í röð sem Guardian setur saman slíkan lista en áður hafa knattspyrnusérfræðingar blaðsins tekið fyrir árgangana 1999, 1998 og 1997. Ísland átti einn leikmann á listanum í fyrra en það var Kolbeinn Birgir Finnsson sem er fæddur árið 1999 og er leikmaður unglingaliðs FC Groningen í dag. Að þessu sinni er enginn íslenskur strákur á listanum en þar eru hinsvegar tveir Norðmenn. Norsku leikmennirnir eru Erling Braut Haaland hjá Molde og Jørgen Strand Larsen sem er leikmaður AC Milan en á láni frá Sarpsborg. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Molde, hefur gefið Haaland tækifæri hjá liðinu í sumar. Það eru alls fjórir Norðurlandabúar á listanum því Daninn Victor Jensen hjá Ajax og Svíinn Filston Mawana hjá Hoffenheim eru einnig nefndir sem einn af sextíu bestu sautján ára fótboltastrákum heims. Frægasti leikmaðurinn á listanum er eflaust Vinicius Júnior sem Real Madrid er þegar búið að kaupa frá Flamengo þó að hann spili ennþá með brasilíska liðinu. Real Madrid borgar 45 milljónir evra fyrir strákinn en hann má ekki koma til Spánar fyrr en hann er orðinn átján ára gamall. Aðrir leikmenn á listanum sem eru farnir að skapa sér nafn eru Ítalinn Moise Kean hjá Verona (á láni frá Juventus), Englendingurinn Jadon Sancho hjá Borussia Dortmund og Bandaríkjamaðurinn Timothy Weah hjá Paris Saint-Germain. Moise Kean varð fyrsti leikmaðurinn fæddur 2000 eða síðar sem nær að skora í einni af fimm bestu deildum Evrópu en hann skoraði þá fyrir Juventus á móti Bologna í maí. Hann er nú á láni hjá Verona. Timothy Weah er sonur George Weah sem var valinn besti knattspyrnumaður heims árið 1995 eða fimm árum en Timothy fæddist. Það er hægt að finna allan listann hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Í beinni: Chelsea - Fulham | Veislan hefst á Lundúnaslag Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Sjá meira