Skiptir þessi háskóli máli? Baldur Helgi Þorkelsson skrifar 3. október 2017 09:00 Árið 1911 var Háskóli Íslands stofnaður. Helsta markmiðið með stofnun hans var að undirbúa einstaklinga til að taka við ýmsum æðri störfum í stjórnkerfi ríkisins ásamt verndun menningarlegrar arfleifðar. Stofnun Háskóla Íslands var einnig talin vera ein af grundvallarforsendum þess að Ísland gæti orðið sjálfstætt ríki. Árið 1911-1912 voru skráðir 45 nemendur, þar af ein kona, sem stunduðu nám við alls fimm deildir í skólanum1. Nú rúmum 100 árum síðar hefur starfsemi Háskóla Íslands vaxið og dafnað eins og sjá má á auknum nemendafjölda. Árið 2016 voru skráðir 13.419 nemendur í HÍ2, sem skiptist á milli fimm sviða og eru fjölbreyttar námsleiðir innan þeirra sviða. Íslenskir nemendur sem skráðir eru á háskóla- og doktorsstigi nema um 5,8% þjóðarinnar. Af þeim eru langflestir nemendur í HÍ, eða um 3,6% þjóðarinnar3. Menntunarstig Íslendinga sem hafa lokið háskólanámi er 38%4. Samanburður við önnur ríki innan OECD gefur til kynna að menntunarstig á Íslandi sé yfir meðaltali. Í dag er háskólamenntun ekki einungis í boði fyrir fámennan hóp eins og við stofnun skólans. Hún er talin nauðsyn til þess að geta sinnt hinum ýmsu störfum í samfélaginu. Háskólar og háskólamenntun umbreyta lífi einstaklinga með betri lífskjörum og rannsóknum sem hafa áhrif á þróun samfélagsins. Fram kemur í fjárlagafrumvarpi fráfarandi ríkisstjórnar fyrir árið 2018:„Háskólar eru sjálfstæðar menntastofnanir sem sinna kennslu, rannsóknum, varðveislu þekkingar, þekkingarleit og sköpun á sviðum vísinda, fræða, tækniþróunar og lista. Þeir stuðla að sköpun og miðlun þekkingar og færni til nemenda og samfélagsins alls. Þeir eru hluti af alþjóðlegu mennta- og vísindasamfélagi og styrkja innviði íslensks samfélags og efla samkeppnisstöðu þess.“ Árið 2016 var HÍ rekinn með tæplega 300 milljón króna rekstrarhalla og ljóst að reksturinn árið 2017 verður í járnum. Skólinn hefur ráðist í ýmis konar aðhaldsaðgerðir eins og að setja strangt aðhald við ráðningar og fella niður námskeið. Erfiður rekstur hamlar eðlilegri og nauðsynlegri nýliðun fyrir þá sem láta af störfum sökum aldurs. Álag hefur því aukist á kennara. Þetta eru aðeins dæmi um atriði sem snerta beina kennslu. Á þá eftir að telja upp dæmi sem koma óbeint niður á kennslu; eins og uppsöfnuð þörf á viðhaldi bygginga og á innviðum háskólans. Í ályktun sem háskólaráð Háskóla Íslands sendi frá sér 10. nóvember 2016 kemur fram að:„Til að gera allra brýnustu leiðréttingar á reikniflokkum ólíkra námsgreina þarf Háskóli Íslands um 1,5 milljarð króna árið 2017. Núverandi reikniflokkaverð Mennta- og menningarmálaráðuneytisins hamlar eðlilegum og nauðsynlegum kennsluháttum við skólann. Dregið hefur verið úr þjónustu við nemendur, álag á starfsfólk aukist til muna og þurft að fresta nauðsynlegri fjárfestingu í tækjum, búnaði og öðrum innviðum.“ Það er ljóst að HÍ hefur brugðist við fjárskorti frá hinu opinbera og því beitt ýmsum aðhaldsaðgerðum til að geta staðið undir sínu hlutverki sem menntastofnun, ein af grunnstoðum samfélagsins. Þessar aðhaldsaðgerðir eru í dag byrjaðar að skerða gæði náms við skólann og munu gera það enn frekar við óbreytt ástand. Eftir rúma aldaruppbyggingu á einni af helstu menntastofnun þjóðarinnar virðist stefna hins opinbera, sé horft á núverandi fjárlagafrumvarp, vera sú að draga til baka hluta af þeirri uppbyggingu og þróun sem hefur áunnist síðustu ár. Íslenska þjóðin er stolt af því að eiga og reka góðan háskóla. Á síðustu árum virðast stjórnvöld hafa gleymt því.1 Saga | Háskóli Íslands. (2017). Hi.is. Sótt 18 ágúst 2017, af https://hi.is/haskolinn/saga2 Háskóli Íslands. (2016). Lykiltölur Háskóla Íslands (bls. 8). Reykjavík: Háskóli Íslands. Sótt af https://issuu.com/haskoliislands-universityoficeland/docs/lykiltolur_enska_islenska3 Háskólastig - Hagstofa. (2017). Hagstofa Íslands. Sótt 18 ágúst 2017, af https://hagstofa.is/talnaefni/samfelag/menntun/haskolastig/4 OECD (2017), Education at a Glance 2017: OECD Indicators, OECD Publishing, Paris.https://dx.doi.org/10.1787/eag-2017-en Greinin er hluti af átaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands í samstarfi við LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1911 var Háskóli Íslands stofnaður. Helsta markmiðið með stofnun hans var að undirbúa einstaklinga til að taka við ýmsum æðri störfum í stjórnkerfi ríkisins ásamt verndun menningarlegrar arfleifðar. Stofnun Háskóla Íslands var einnig talin vera ein af grundvallarforsendum þess að Ísland gæti orðið sjálfstætt ríki. Árið 1911-1912 voru skráðir 45 nemendur, þar af ein kona, sem stunduðu nám við alls fimm deildir í skólanum1. Nú rúmum 100 árum síðar hefur starfsemi Háskóla Íslands vaxið og dafnað eins og sjá má á auknum nemendafjölda. Árið 2016 voru skráðir 13.419 nemendur í HÍ2, sem skiptist á milli fimm sviða og eru fjölbreyttar námsleiðir innan þeirra sviða. Íslenskir nemendur sem skráðir eru á háskóla- og doktorsstigi nema um 5,8% þjóðarinnar. Af þeim eru langflestir nemendur í HÍ, eða um 3,6% þjóðarinnar3. Menntunarstig Íslendinga sem hafa lokið háskólanámi er 38%4. Samanburður við önnur ríki innan OECD gefur til kynna að menntunarstig á Íslandi sé yfir meðaltali. Í dag er háskólamenntun ekki einungis í boði fyrir fámennan hóp eins og við stofnun skólans. Hún er talin nauðsyn til þess að geta sinnt hinum ýmsu störfum í samfélaginu. Háskólar og háskólamenntun umbreyta lífi einstaklinga með betri lífskjörum og rannsóknum sem hafa áhrif á þróun samfélagsins. Fram kemur í fjárlagafrumvarpi fráfarandi ríkisstjórnar fyrir árið 2018:„Háskólar eru sjálfstæðar menntastofnanir sem sinna kennslu, rannsóknum, varðveislu þekkingar, þekkingarleit og sköpun á sviðum vísinda, fræða, tækniþróunar og lista. Þeir stuðla að sköpun og miðlun þekkingar og færni til nemenda og samfélagsins alls. Þeir eru hluti af alþjóðlegu mennta- og vísindasamfélagi og styrkja innviði íslensks samfélags og efla samkeppnisstöðu þess.“ Árið 2016 var HÍ rekinn með tæplega 300 milljón króna rekstrarhalla og ljóst að reksturinn árið 2017 verður í járnum. Skólinn hefur ráðist í ýmis konar aðhaldsaðgerðir eins og að setja strangt aðhald við ráðningar og fella niður námskeið. Erfiður rekstur hamlar eðlilegri og nauðsynlegri nýliðun fyrir þá sem láta af störfum sökum aldurs. Álag hefur því aukist á kennara. Þetta eru aðeins dæmi um atriði sem snerta beina kennslu. Á þá eftir að telja upp dæmi sem koma óbeint niður á kennslu; eins og uppsöfnuð þörf á viðhaldi bygginga og á innviðum háskólans. Í ályktun sem háskólaráð Háskóla Íslands sendi frá sér 10. nóvember 2016 kemur fram að:„Til að gera allra brýnustu leiðréttingar á reikniflokkum ólíkra námsgreina þarf Háskóli Íslands um 1,5 milljarð króna árið 2017. Núverandi reikniflokkaverð Mennta- og menningarmálaráðuneytisins hamlar eðlilegum og nauðsynlegum kennsluháttum við skólann. Dregið hefur verið úr þjónustu við nemendur, álag á starfsfólk aukist til muna og þurft að fresta nauðsynlegri fjárfestingu í tækjum, búnaði og öðrum innviðum.“ Það er ljóst að HÍ hefur brugðist við fjárskorti frá hinu opinbera og því beitt ýmsum aðhaldsaðgerðum til að geta staðið undir sínu hlutverki sem menntastofnun, ein af grunnstoðum samfélagsins. Þessar aðhaldsaðgerðir eru í dag byrjaðar að skerða gæði náms við skólann og munu gera það enn frekar við óbreytt ástand. Eftir rúma aldaruppbyggingu á einni af helstu menntastofnun þjóðarinnar virðist stefna hins opinbera, sé horft á núverandi fjárlagafrumvarp, vera sú að draga til baka hluta af þeirri uppbyggingu og þróun sem hefur áunnist síðustu ár. Íslenska þjóðin er stolt af því að eiga og reka góðan háskóla. Á síðustu árum virðast stjórnvöld hafa gleymt því.1 Saga | Háskóli Íslands. (2017). Hi.is. Sótt 18 ágúst 2017, af https://hi.is/haskolinn/saga2 Háskóli Íslands. (2016). Lykiltölur Háskóla Íslands (bls. 8). Reykjavík: Háskóli Íslands. Sótt af https://issuu.com/haskoliislands-universityoficeland/docs/lykiltolur_enska_islenska3 Háskólastig - Hagstofa. (2017). Hagstofa Íslands. Sótt 18 ágúst 2017, af https://hagstofa.is/talnaefni/samfelag/menntun/haskolastig/4 OECD (2017), Education at a Glance 2017: OECD Indicators, OECD Publishing, Paris.https://dx.doi.org/10.1787/eag-2017-en Greinin er hluti af átaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands í samstarfi við LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun