Skýr svör til launafólks Vésteinn Valgarðsson skrifar 19. október 2017 15:15 Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, kallaði nýlega eftir svörum frambjóðenda til launafólks við nokkrum mikilvægum spurningum. Þeim er bæði ljúft og skylt að svara. Félagslegur stöðugleiki næst með félagslegu réttlæti og öryggi. Þess vegna vill Alþýðufylkingin að öllum sem ekki eru í vinnu sé tryggð framfærsla. Við viljum að hún sé reiknuð eftir sömu formúlu fyrir alla, enda aukaatriði hvort fólk er launalaust vegna heilsuleysis, barneigna, náms, elli eða annars. Ef allir hafa sama rétt er líka auðveldara að ná samstöðu um upphæð sem dugar fyrir þokkalegum lífskjörum. Alþýðufylkingin vill fjölskylduvænna samfélag, enda lýtur stefnuskráin öll að því að bæta lífskjör alþýðunnar í landinu. Við viljum meðal annars að samanlagt fæðingarorlof með einu barni verði tvö ár - sem er best fyrir barnið. Við viljum líka minnka þrýsting á fátækt fólk, m.a. stytta vinnuvikuna, herða lög um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum, og ókeypis menntun og heilbrigðisþjónustu. Meiri frítími, minni streita, fjölskylduvænna samfélag. Alþýðufylkingin er eini flokkurinn sem boðar að samfélagið eigi almennt að reka heilbrigðisþjónustuna sem það borgar. Það þýðir betri þjónustu og meira fyrir peninginn. Sjúklingur á ekki að borga fyrir að veikjast. Það er allra hagur að samneyslan dekki það -- enda geta allir misst heilsuna. Kynbundinn launamunur er samfélagsmein sem passar gildismati kapítalismans, þar sem peningar koma fyrst, iðnvædd framleiðsla næst, og umönnun og uppeldi einhvers staðar mun aftar. Við viljum hækka laun umönnunar- og uppeldisstétta, afnema launaleynd og gera launamyndun gegnsærri, m.a. með hærri launatöxtum. Við viljum gera úrskurð ágreiningsmála endurgjaldslausan, m.a. fyrir dómstólum, svo réttlætið sé ekki eins stéttskipt. Í húsnæðismálum er uppbygging leigufélaga fyrir tekjulága góð byrjun, en aðalatriðið í húsnæðisstefnu Alþýðufylkingarinnar er félagslegt fjármálakerfi, sem lánar vaxtalaus húsnæðislán af samfélagslegu eiginfé. Það ætti að lækka húsnæðiskostnaðinn um meira en helming, hvort sem það eru afborganir eða leiga, og munar víst um minna. Aðalatriðið í stefnu okkar er þó að stefnuskráin er ekki listi af kosningaloforðum, heldur markmið sem við viljum berjast fyrir, hvort sem það er innan eða utan Alþingis. Og sigur næst ekki nema alþýðan hætti að vera bara þolandi í stéttabaráttunni og taki málin í sínar hendur: taki völdin og ábyrgðina á kjörum sínum. Í því munu samtök vinnandi fólks leika stórt hlutverk. Ég vil að bjóða lesendum að koma við á heimasíðu Alþýðufylkingarinnar: www.althydufylkingin.is - þar má lesa nánar um þessi málefni og margt fleira bitastætt. Höfundur er varaformaður Alþýðufylkingarinnar og oddviti í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, kallaði nýlega eftir svörum frambjóðenda til launafólks við nokkrum mikilvægum spurningum. Þeim er bæði ljúft og skylt að svara. Félagslegur stöðugleiki næst með félagslegu réttlæti og öryggi. Þess vegna vill Alþýðufylkingin að öllum sem ekki eru í vinnu sé tryggð framfærsla. Við viljum að hún sé reiknuð eftir sömu formúlu fyrir alla, enda aukaatriði hvort fólk er launalaust vegna heilsuleysis, barneigna, náms, elli eða annars. Ef allir hafa sama rétt er líka auðveldara að ná samstöðu um upphæð sem dugar fyrir þokkalegum lífskjörum. Alþýðufylkingin vill fjölskylduvænna samfélag, enda lýtur stefnuskráin öll að því að bæta lífskjör alþýðunnar í landinu. Við viljum meðal annars að samanlagt fæðingarorlof með einu barni verði tvö ár - sem er best fyrir barnið. Við viljum líka minnka þrýsting á fátækt fólk, m.a. stytta vinnuvikuna, herða lög um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum, og ókeypis menntun og heilbrigðisþjónustu. Meiri frítími, minni streita, fjölskylduvænna samfélag. Alþýðufylkingin er eini flokkurinn sem boðar að samfélagið eigi almennt að reka heilbrigðisþjónustuna sem það borgar. Það þýðir betri þjónustu og meira fyrir peninginn. Sjúklingur á ekki að borga fyrir að veikjast. Það er allra hagur að samneyslan dekki það -- enda geta allir misst heilsuna. Kynbundinn launamunur er samfélagsmein sem passar gildismati kapítalismans, þar sem peningar koma fyrst, iðnvædd framleiðsla næst, og umönnun og uppeldi einhvers staðar mun aftar. Við viljum hækka laun umönnunar- og uppeldisstétta, afnema launaleynd og gera launamyndun gegnsærri, m.a. með hærri launatöxtum. Við viljum gera úrskurð ágreiningsmála endurgjaldslausan, m.a. fyrir dómstólum, svo réttlætið sé ekki eins stéttskipt. Í húsnæðismálum er uppbygging leigufélaga fyrir tekjulága góð byrjun, en aðalatriðið í húsnæðisstefnu Alþýðufylkingarinnar er félagslegt fjármálakerfi, sem lánar vaxtalaus húsnæðislán af samfélagslegu eiginfé. Það ætti að lækka húsnæðiskostnaðinn um meira en helming, hvort sem það eru afborganir eða leiga, og munar víst um minna. Aðalatriðið í stefnu okkar er þó að stefnuskráin er ekki listi af kosningaloforðum, heldur markmið sem við viljum berjast fyrir, hvort sem það er innan eða utan Alþingis. Og sigur næst ekki nema alþýðan hætti að vera bara þolandi í stéttabaráttunni og taki málin í sínar hendur: taki völdin og ábyrgðina á kjörum sínum. Í því munu samtök vinnandi fólks leika stórt hlutverk. Ég vil að bjóða lesendum að koma við á heimasíðu Alþýðufylkingarinnar: www.althydufylkingin.is - þar má lesa nánar um þessi málefni og margt fleira bitastætt. Höfundur er varaformaður Alþýðufylkingarinnar og oddviti í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun