Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - ÍR 88-78 | KR-ingar sýndu styrk sinn Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. október 2017 22:30 Úr leik liðanna í kvöld. vísir/anton Knattspyrnufélagið hafði betur gegn Íþróttafélaginu í Reykjavíkurslag í Domino’s deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 88-78 í hörkuleik í Vesturbænum. Gestirnir í ÍR höfðu unnið fyrstu tvo leiki sína í deildinni og mættu þeir sterkir til leiks og leiddu um miðjan fyrsta leikhluta. Það entist hins vegar ekki og náðu heimamenn yfirhöndinni fyrir lok leikhlutans og gáfu hana aldrei eftir. KR-ingar þurftu að sanna sig eftir að hafa tapað fyrir Stjörnunni í síðasta leik, og þrátt fyrir að hafa farið með sigur í dag þá munu eflaust verða einhverjar gagnrýnisraddir eftir frammistöðu þeirra í kvöld. Það var þó nokkuð um tapaða bolta, ÍR-ingarnir spiluðu á þá góða vörn og hefðu mögulega getað stolið sigrinum hefðu þeir hitt betur úr skotum sínum.Afhverju vann KR? Þeir voru sterkara liðið þegar upp var staðið. Leikurinn var mjög jafn. Bæði lið voru að spila flotta vörn og það var barátta í leiknum. KR-ingarnir hittu betur úr skotum sínum, og höfðu gæðin þegar mest á reyndi í það að klára leikinn.Hverjir stóðu upp úr? Bandaríski leikmaðurinn í liði KR, Jalen Jenkins, var langbestur KR-inga í kvöld. Kristófer Acox stóð sig einnig virkilega vel, þrátt fyrir að upp úr standi úr frammistöðu hans einkar óheppilegt troðsluklúður, þá var hann mjög góður í leiknum og blokkaði menn út úr húsi á tímum. Svo er ekki hægt annað en að minnast á algjörlega frábæran flautuþrist Daða Berg Grétarssonar í lok þriðja leikhluta, af þriggja stiga línu á eigin vallarhelmingi og beint ofan í.Hvað gekk illa? ÍR gekk illa að skora. Þeir voru frekar óskipulagðir í sóknarleik sínum og endaði hann oft í skotum úr miðlungs færum eða einstaklingsframtaki, sem oftar en ekki endaði ekki með körfu.Hvað gerist næst? ÍR-ingar fá Njarðvíkinga í heimsókn í Hertz hellirinn á sama tíma og KR-ingar fara í Valshöllina í sannköluðum nágrannaslag.KR-ÍR 88-78 (23-23, 45-36, 67-62, 88-78) KR: Jalen Jenkins 30 stig/10 fráköst/6 stoðsendingar, Kristófer Acox 17 stig/11 fráköst/1 stoðsending, Brynjar Þór Björnsson 16 stig/1 frákast/1 stoðsending, Sigurður Á Þorvaldsson 11 stig/4 fráköst, Björn Kristjánsson 9 stig/3 fráköst/8 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 3 stig/7 fráköst/2 stoðsendingar, Darri Hilmarsson 2 stig/2 stoðsendingar.ÍR: Ryan Taylor 19 stig/11 fráköst/3 stoðsendingar, Matthías Orri Sigurðarson 19 stig/3 fráköst/5 stoðsendingar, Danero Thomas 12 stig/5 fráköst/2 stoðsendingar, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 10 stig/4 fráköst, Daði Berg Grétarsson 10 stig/1 frákast/1 stoðsending, Kristinn Marinósson 6 stig/1 frákast, Sveinbjörn Claesssen 2 stig/4 fráköst/2 stoðsendingar. Anton Brink, ljósmyndari Vísis, var á vellinum í kvöld og tók myndirnar í fréttinni.Vísir/antonFinnur: Erum ekki sérstaklega góðir þessa stundina Þjálfari KR, Finnur Freyr Stefánsson, var að vonum ánægður með sigur sinna manna. „Ánægður með góðan sigur á góðu ÍR-liði sem er búið að fara frábærlega af stað í deildinni. Ég er gríðarlega sáttur með að labba héðan burt með sigur. “ Það fór ekkert of vel um Finn á hliðarlínunni þegar leið á, enda mikil spenna í leiknum. „Ég er búinn að vera allt of rólegur undan farið, ég eins og leikmennirnir þarf að leggja meira á mig. Kosturinn við körfuboltaþjálfarana er að við fáum að taka þátt í leiknum. Undanfarið hefur maður látið orkuna fara í vitlausa menn, en í þessum leik þá vildi ég að við settum orkuna í það sem skiptir máli, okkar frammistöðu.“ „Stopp sem við náðum í lokin,“ sagði Finnur hafa ráðið úrslitum. „Þrátt fyrir að þeir hafi náð mörgum sóknarfráköstum í einni sókn þá náum við að loka vörninni í mestan leikinn. Þótt að við höfum ekki verið neitt frábærir varnarlega þá vorum við að ná stoppum. Vörn og fráköst.“ Tapið gegn Stjörnunni á föstudaginn hjálpaði inn í þennan leik að mati Finns. „Það á ekki að gera það, en við erum ekki sérstaklega góðir þessa stundina og það er mikil vinna fram undan hjá okkur, bæði hausinn og í vörn og sókn. Við tókum skref í rétta átt í dag en eigum töluvert langt í land ef við ætlum að ná þeim hæðum sem við trúum að þetta lið getur náð,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson.vísir/antonBorche: Þurfa að spila sem lið „Við vorum að berjast við að hanga í þeim, en undir lokin vorum við ekki nógu einbeittir og vissum ekki hvernig við áttum að klára leikinn, sagði Borce Ilievski, þjálfari ÍR, eftir leikinn. „Við töpum boltanum og þeir fara í hraðaupphlaup og skora á mikilvægum augnablikum í leiknum. Við ættum að vita betur hvað við erum að gera á þessum mikilvægu augnablikum. Ég eyddi öllum leikhléum mínum í að skipuleggja okkur betur, en svona er þetta, við þurfum að læra af þessu.“ En hvað vantaði mest upp á leik ÍR-inga í dag? „Skipulagið í sóknarleiknum. Við vorum ekki vel skipulagðir, þetta var mikilvægur leikur fyrir okkur. Leikmennirnir tengja ekki nógu vel við kerfið, en þeir ættu að vera það.“ „Við þurfum að byrja að vinna saman sem lið sóknarlega. Við erum að klára hluti í einstaklingsframlögum og það leiðir til tapaðra bolta. Við erum með einhverja 16 tapaða bolta í leiknum, þar af sex í fjórða leikhluta á þessum mikilvægu augnablikum.“ „Annars vantar orku í liðið fyrstu þrjá fjórðunga leiksins. Við sýndum hvernig við viljum spila, af orku og baráttu, í fjórða leikhlutanum, en það er ekki nóg, sérstaklega ekki gegn KR. Við þurfum að leggja okkur alla fram í 40 mínútur,“ sagði Borche Ilievski.Vísir/antonKristó: Þurftum að ná óbragðinu úr munninum „Ánægður með stigin tvö,“ voru fyrstu viðbrögð Kristófers Acox eftir sigurinn. „Við fórum inn í þennan leik og vissum að þeir væru búnir að vinna fyrstu tvo. Við vorum að koma aftur á heimavöll og það er alltaf gott að verja heimavöllinn,“ sagði Kristófer, en hann var næststigahæstur í liði KR með 17 stig. „Leikurinn var erfiður allan tímann, en ég er virkilega sáttur.“ Kristófer segir það hafa hjálpað þeim að koma sér í gírinn fyrir leikinn að hafa harma að hefna eftir leikinn gegn Stjörnunni. „Auðvitað. Það situr svolítið í okkur ennþá, og við vildum koma í kvöld og vera grimmir og tilbúnir að ná þessu vonda bragði úr munninum á okkur, sem við gerðum. Við erum komnir aftur á beinu brautina vona ég.“ Leikurinn í kvöld var hörkuspennandi og þó heimamenn væru með yfirhöndina mest allan leikinn þá voru ÍR-ingarnir aldrei langt frá þeim. „Þeir eru með hörkulit, það verður ekki tekið af þeim. Þetta er svona mómentum lið, ef maður drepur þá ekki strax þá eru þeir alltaf að hanga í manni og eru það góðir að þeir geta hangið inni í svona leikjum. Ef við virðum það ekki þá hefðum við alveg eins getað tapað þessu hérna í kvöld,“ sagði Kristófer Acox.vísir/antonMatthías: Áttum ekki skilið að vinna ÍR-ingar náðu að koma stöðunni í þriggja stiga mun snemma í fjórða leikhluta, en misstu leikinn svo frá sér. Matthías Orri Sigurðarson var þó ekki of tapsár í leikslok. „Mér fannst við bara ekki hafa nógu sterk höld á leiknum til að gefa okkur séns. Við fórum á smá run á þægilegum tíma, snemma í fjórða og komum þessu niður í tvö-þrjú stig.“ „Við vorum bara ekki að framkvæma sóknina nógu vel, vorum órólegir með boltann og leyfðum þeim að ýta okkur úr stöðum og koma okkur út úr því sem við ætluðum að gera,“ sagði Matthías. „Ég held bara því miður að við höfum ekki spilað nógu vel til að eiga skilið að vinna.“ En hvað fór úrskeiðis í kvöld? „Við ætluðum að halda þeim undir 80 stigum, þannig að varnarleikurinn brást. Kaninn þeirra er að skora allt of mikið af stigum, mér finnst hann alls ekki svona góður. Hann skoraði mikið af ruslastigum undir körfunni, sem við hefðum alveg getað stoppað.“ „Sóknarleikurinn var mjög slappur, mjög tilviljunarkenndur. Það er mér að kenna, og bara okkur öllum að kenna. Þeir þurftu ekki meira en að yfir dekka einn mann og þá var allt komið í rugl hjá okkur. En þetta er þriðji leikurinn á tímabilinu þannig að það er eðlilegt að við séum ekki alveg tilbúnir á móti svona vörnum. Við bara lögum það og tökum þá heima eftir áramót.“ Matthías vildi ekki meina að það væri ásættanlegt að tapa á móti Íslands- og bikarmeisturunum á þeirra heimavelli. „Nei, okkur finnst það ekki. Við höfum það mikla trú á okkur að við ætluðum ekkert að koma hingað og tapa leiknum, það bara átti ekki að gera. En að vissu leiti er það rétt, við bara spiluðum ekki nógu vel. Tap kannski endurspeglar muninn á liðunum eins og þau eru núna,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson. Dominos-deild karla
Knattspyrnufélagið hafði betur gegn Íþróttafélaginu í Reykjavíkurslag í Domino’s deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 88-78 í hörkuleik í Vesturbænum. Gestirnir í ÍR höfðu unnið fyrstu tvo leiki sína í deildinni og mættu þeir sterkir til leiks og leiddu um miðjan fyrsta leikhluta. Það entist hins vegar ekki og náðu heimamenn yfirhöndinni fyrir lok leikhlutans og gáfu hana aldrei eftir. KR-ingar þurftu að sanna sig eftir að hafa tapað fyrir Stjörnunni í síðasta leik, og þrátt fyrir að hafa farið með sigur í dag þá munu eflaust verða einhverjar gagnrýnisraddir eftir frammistöðu þeirra í kvöld. Það var þó nokkuð um tapaða bolta, ÍR-ingarnir spiluðu á þá góða vörn og hefðu mögulega getað stolið sigrinum hefðu þeir hitt betur úr skotum sínum.Afhverju vann KR? Þeir voru sterkara liðið þegar upp var staðið. Leikurinn var mjög jafn. Bæði lið voru að spila flotta vörn og það var barátta í leiknum. KR-ingarnir hittu betur úr skotum sínum, og höfðu gæðin þegar mest á reyndi í það að klára leikinn.Hverjir stóðu upp úr? Bandaríski leikmaðurinn í liði KR, Jalen Jenkins, var langbestur KR-inga í kvöld. Kristófer Acox stóð sig einnig virkilega vel, þrátt fyrir að upp úr standi úr frammistöðu hans einkar óheppilegt troðsluklúður, þá var hann mjög góður í leiknum og blokkaði menn út úr húsi á tímum. Svo er ekki hægt annað en að minnast á algjörlega frábæran flautuþrist Daða Berg Grétarssonar í lok þriðja leikhluta, af þriggja stiga línu á eigin vallarhelmingi og beint ofan í.Hvað gekk illa? ÍR gekk illa að skora. Þeir voru frekar óskipulagðir í sóknarleik sínum og endaði hann oft í skotum úr miðlungs færum eða einstaklingsframtaki, sem oftar en ekki endaði ekki með körfu.Hvað gerist næst? ÍR-ingar fá Njarðvíkinga í heimsókn í Hertz hellirinn á sama tíma og KR-ingar fara í Valshöllina í sannköluðum nágrannaslag.KR-ÍR 88-78 (23-23, 45-36, 67-62, 88-78) KR: Jalen Jenkins 30 stig/10 fráköst/6 stoðsendingar, Kristófer Acox 17 stig/11 fráköst/1 stoðsending, Brynjar Þór Björnsson 16 stig/1 frákast/1 stoðsending, Sigurður Á Þorvaldsson 11 stig/4 fráköst, Björn Kristjánsson 9 stig/3 fráköst/8 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 3 stig/7 fráköst/2 stoðsendingar, Darri Hilmarsson 2 stig/2 stoðsendingar.ÍR: Ryan Taylor 19 stig/11 fráköst/3 stoðsendingar, Matthías Orri Sigurðarson 19 stig/3 fráköst/5 stoðsendingar, Danero Thomas 12 stig/5 fráköst/2 stoðsendingar, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 10 stig/4 fráköst, Daði Berg Grétarsson 10 stig/1 frákast/1 stoðsending, Kristinn Marinósson 6 stig/1 frákast, Sveinbjörn Claesssen 2 stig/4 fráköst/2 stoðsendingar. Anton Brink, ljósmyndari Vísis, var á vellinum í kvöld og tók myndirnar í fréttinni.Vísir/antonFinnur: Erum ekki sérstaklega góðir þessa stundina Þjálfari KR, Finnur Freyr Stefánsson, var að vonum ánægður með sigur sinna manna. „Ánægður með góðan sigur á góðu ÍR-liði sem er búið að fara frábærlega af stað í deildinni. Ég er gríðarlega sáttur með að labba héðan burt með sigur. “ Það fór ekkert of vel um Finn á hliðarlínunni þegar leið á, enda mikil spenna í leiknum. „Ég er búinn að vera allt of rólegur undan farið, ég eins og leikmennirnir þarf að leggja meira á mig. Kosturinn við körfuboltaþjálfarana er að við fáum að taka þátt í leiknum. Undanfarið hefur maður látið orkuna fara í vitlausa menn, en í þessum leik þá vildi ég að við settum orkuna í það sem skiptir máli, okkar frammistöðu.“ „Stopp sem við náðum í lokin,“ sagði Finnur hafa ráðið úrslitum. „Þrátt fyrir að þeir hafi náð mörgum sóknarfráköstum í einni sókn þá náum við að loka vörninni í mestan leikinn. Þótt að við höfum ekki verið neitt frábærir varnarlega þá vorum við að ná stoppum. Vörn og fráköst.“ Tapið gegn Stjörnunni á föstudaginn hjálpaði inn í þennan leik að mati Finns. „Það á ekki að gera það, en við erum ekki sérstaklega góðir þessa stundina og það er mikil vinna fram undan hjá okkur, bæði hausinn og í vörn og sókn. Við tókum skref í rétta átt í dag en eigum töluvert langt í land ef við ætlum að ná þeim hæðum sem við trúum að þetta lið getur náð,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson.vísir/antonBorche: Þurfa að spila sem lið „Við vorum að berjast við að hanga í þeim, en undir lokin vorum við ekki nógu einbeittir og vissum ekki hvernig við áttum að klára leikinn, sagði Borce Ilievski, þjálfari ÍR, eftir leikinn. „Við töpum boltanum og þeir fara í hraðaupphlaup og skora á mikilvægum augnablikum í leiknum. Við ættum að vita betur hvað við erum að gera á þessum mikilvægu augnablikum. Ég eyddi öllum leikhléum mínum í að skipuleggja okkur betur, en svona er þetta, við þurfum að læra af þessu.“ En hvað vantaði mest upp á leik ÍR-inga í dag? „Skipulagið í sóknarleiknum. Við vorum ekki vel skipulagðir, þetta var mikilvægur leikur fyrir okkur. Leikmennirnir tengja ekki nógu vel við kerfið, en þeir ættu að vera það.“ „Við þurfum að byrja að vinna saman sem lið sóknarlega. Við erum að klára hluti í einstaklingsframlögum og það leiðir til tapaðra bolta. Við erum með einhverja 16 tapaða bolta í leiknum, þar af sex í fjórða leikhluta á þessum mikilvægu augnablikum.“ „Annars vantar orku í liðið fyrstu þrjá fjórðunga leiksins. Við sýndum hvernig við viljum spila, af orku og baráttu, í fjórða leikhlutanum, en það er ekki nóg, sérstaklega ekki gegn KR. Við þurfum að leggja okkur alla fram í 40 mínútur,“ sagði Borche Ilievski.Vísir/antonKristó: Þurftum að ná óbragðinu úr munninum „Ánægður með stigin tvö,“ voru fyrstu viðbrögð Kristófers Acox eftir sigurinn. „Við fórum inn í þennan leik og vissum að þeir væru búnir að vinna fyrstu tvo. Við vorum að koma aftur á heimavöll og það er alltaf gott að verja heimavöllinn,“ sagði Kristófer, en hann var næststigahæstur í liði KR með 17 stig. „Leikurinn var erfiður allan tímann, en ég er virkilega sáttur.“ Kristófer segir það hafa hjálpað þeim að koma sér í gírinn fyrir leikinn að hafa harma að hefna eftir leikinn gegn Stjörnunni. „Auðvitað. Það situr svolítið í okkur ennþá, og við vildum koma í kvöld og vera grimmir og tilbúnir að ná þessu vonda bragði úr munninum á okkur, sem við gerðum. Við erum komnir aftur á beinu brautina vona ég.“ Leikurinn í kvöld var hörkuspennandi og þó heimamenn væru með yfirhöndina mest allan leikinn þá voru ÍR-ingarnir aldrei langt frá þeim. „Þeir eru með hörkulit, það verður ekki tekið af þeim. Þetta er svona mómentum lið, ef maður drepur þá ekki strax þá eru þeir alltaf að hanga í manni og eru það góðir að þeir geta hangið inni í svona leikjum. Ef við virðum það ekki þá hefðum við alveg eins getað tapað þessu hérna í kvöld,“ sagði Kristófer Acox.vísir/antonMatthías: Áttum ekki skilið að vinna ÍR-ingar náðu að koma stöðunni í þriggja stiga mun snemma í fjórða leikhluta, en misstu leikinn svo frá sér. Matthías Orri Sigurðarson var þó ekki of tapsár í leikslok. „Mér fannst við bara ekki hafa nógu sterk höld á leiknum til að gefa okkur séns. Við fórum á smá run á þægilegum tíma, snemma í fjórða og komum þessu niður í tvö-þrjú stig.“ „Við vorum bara ekki að framkvæma sóknina nógu vel, vorum órólegir með boltann og leyfðum þeim að ýta okkur úr stöðum og koma okkur út úr því sem við ætluðum að gera,“ sagði Matthías. „Ég held bara því miður að við höfum ekki spilað nógu vel til að eiga skilið að vinna.“ En hvað fór úrskeiðis í kvöld? „Við ætluðum að halda þeim undir 80 stigum, þannig að varnarleikurinn brást. Kaninn þeirra er að skora allt of mikið af stigum, mér finnst hann alls ekki svona góður. Hann skoraði mikið af ruslastigum undir körfunni, sem við hefðum alveg getað stoppað.“ „Sóknarleikurinn var mjög slappur, mjög tilviljunarkenndur. Það er mér að kenna, og bara okkur öllum að kenna. Þeir þurftu ekki meira en að yfir dekka einn mann og þá var allt komið í rugl hjá okkur. En þetta er þriðji leikurinn á tímabilinu þannig að það er eðlilegt að við séum ekki alveg tilbúnir á móti svona vörnum. Við bara lögum það og tökum þá heima eftir áramót.“ Matthías vildi ekki meina að það væri ásættanlegt að tapa á móti Íslands- og bikarmeisturunum á þeirra heimavelli. „Nei, okkur finnst það ekki. Við höfum það mikla trú á okkur að við ætluðum ekkert að koma hingað og tapa leiknum, það bara átti ekki að gera. En að vissu leiti er það rétt, við bara spiluðum ekki nógu vel. Tap kannski endurspeglar muninn á liðunum eins og þau eru núna,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum