3.000 km fyrir þrjár mínútur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. október 2017 06:00 Ágúst Birgisson og félagar þurfa að leggja mikið á sig fyrir lítið. vísir/anton „Þetta er úrskurður sem við áttum ekki von á,“ segir Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, við íþróttadeild um úrskurð handboltadómstólsins í máli rússneska liðsins St. Pétursborgar sem það höfðaði eftir tapið fyrir Hafnafjarðarliðinu í 2. umferð EHF-bikarsins. FH vann einvígið samanlagt eftir framlengingu í seinni leiknum en það átti aldrei að framlengja heldur að fara beint í vítakastkeppni. Nú þurfa FH-ingar að ferðast aftur tæplega 3.000 kílómetra til að framkvæma vítakeppnina og missa mögulega sætið í 3. umferðinni. „Það kom fram degi fyrir leik á tæknifundi með eftirlitsmanni og fulltrúum félaganna að það yrði framlengt. Við meira að segja spurðum til öryggis hvort það væri ein eða tvær framlengingar og hann sagði tvær og svo vítakastkeppni,“ segir Ásgeir.Slæmt mál Þegar leikurinn endaði svo með samanlögðu jafntefli eftir báða leikina var það eina sem var rætt á milli þjálfara og eftirlitsmanns hvort útivallarmörkin væru enn þá í gildi. Aldrei var talað um að fara beint í vítakastskeppni þannig að mistökin liggja alfarið hjá EHF. „Því miður eru svona mál að koma upp þar sem reglur eru að breytast eftir á eða á meðan að leik stendur. Þetta er ekki gott mál fyrir íþróttina eða EHF og þá sem stjórna þar. Þetta er slæmt mál,“ segir Ásgeir.Íhuga að áfrýja Þrír meðlimir handboltadómstólsins með Kýpverja í fararbroddi tóku þessa ákvörðun en þegar íþróttadeild leitaði frekari upplýsinga hjá EHF um þá sem sátu í nefndinni var fátt um svör. „Ég veit hverjir sátu í þessari nefnd og er búinn að fá það uppgefið og niðurstöðu dóms og hvernig menn tóku á þessu máli. Það er eitthvað sem við félögin fáum upplýsingar um en er annars ekki gert opinbert,“ segir Ásgeir sem segir FH-inga nú íhuga hvort þeir áfrýi. „Þetta er rosalegur dómur að kyngja og hvað þá að fara hugsanlega út aftur. Þetta er alvarlegt fyrir okkur, hreyfinguna og íþróttina. Við ætlum að melta þetta aðeins og ræða við menn innan HSÍ og félagsins og taka svo ákvörðun um hvort við áfrýjum.“ FH fer með fullmannaðan hóp til Rússlands komi til þess að liðið þurfi að fara enda borgar EHF brúsann. „Við færum með óbreyttan 20 manna hóp út. Við lögðum mikið í þetta verkefni og fórum út til að vinna og gerum það aftur. Það tekur svona viku að fá vegabréfsáritun, ferðalagið tekur tvo til þrjá daga og svo mun þetta samt bara taka svona þrjár mínútur.“ Handbolti Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
„Þetta er úrskurður sem við áttum ekki von á,“ segir Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, við íþróttadeild um úrskurð handboltadómstólsins í máli rússneska liðsins St. Pétursborgar sem það höfðaði eftir tapið fyrir Hafnafjarðarliðinu í 2. umferð EHF-bikarsins. FH vann einvígið samanlagt eftir framlengingu í seinni leiknum en það átti aldrei að framlengja heldur að fara beint í vítakastkeppni. Nú þurfa FH-ingar að ferðast aftur tæplega 3.000 kílómetra til að framkvæma vítakeppnina og missa mögulega sætið í 3. umferðinni. „Það kom fram degi fyrir leik á tæknifundi með eftirlitsmanni og fulltrúum félaganna að það yrði framlengt. Við meira að segja spurðum til öryggis hvort það væri ein eða tvær framlengingar og hann sagði tvær og svo vítakastkeppni,“ segir Ásgeir.Slæmt mál Þegar leikurinn endaði svo með samanlögðu jafntefli eftir báða leikina var það eina sem var rætt á milli þjálfara og eftirlitsmanns hvort útivallarmörkin væru enn þá í gildi. Aldrei var talað um að fara beint í vítakastskeppni þannig að mistökin liggja alfarið hjá EHF. „Því miður eru svona mál að koma upp þar sem reglur eru að breytast eftir á eða á meðan að leik stendur. Þetta er ekki gott mál fyrir íþróttina eða EHF og þá sem stjórna þar. Þetta er slæmt mál,“ segir Ásgeir.Íhuga að áfrýja Þrír meðlimir handboltadómstólsins með Kýpverja í fararbroddi tóku þessa ákvörðun en þegar íþróttadeild leitaði frekari upplýsinga hjá EHF um þá sem sátu í nefndinni var fátt um svör. „Ég veit hverjir sátu í þessari nefnd og er búinn að fá það uppgefið og niðurstöðu dóms og hvernig menn tóku á þessu máli. Það er eitthvað sem við félögin fáum upplýsingar um en er annars ekki gert opinbert,“ segir Ásgeir sem segir FH-inga nú íhuga hvort þeir áfrýi. „Þetta er rosalegur dómur að kyngja og hvað þá að fara hugsanlega út aftur. Þetta er alvarlegt fyrir okkur, hreyfinguna og íþróttina. Við ætlum að melta þetta aðeins og ræða við menn innan HSÍ og félagsins og taka svo ákvörðun um hvort við áfrýjum.“ FH fer með fullmannaðan hóp til Rússlands komi til þess að liðið þurfi að fara enda borgar EHF brúsann. „Við færum með óbreyttan 20 manna hóp út. Við lögðum mikið í þetta verkefni og fórum út til að vinna og gerum það aftur. Það tekur svona viku að fá vegabréfsáritun, ferðalagið tekur tvo til þrjá daga og svo mun þetta samt bara taka svona þrjár mínútur.“
Handbolti Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira