Staðan í húsnæðismálum Dagur B. Eggertsson skrifar 18. október 2017 07:00 Með Fréttablaðinu í gær og í dag fylgdi yfirlit yfir íbúðauppbygginguna sem nú á sér stað í Reykjavík. Í stuttu máli stendur stærsta uppbyggingarskeið í sögu Reykjavíkur yfir. Verktakar og þróunaraðilar byggja þúsundir íbúða inn á sölumarkað en borgin beitir sér og hefur lagt fram fjölda lóða til að tryggja stóraukið framboð af húsnæði á viðráðanlegu verði. Hryggjarstykkið í húsnæðisstefnu borgarinnar er einmitt samvinna við traust leigu- og búseturéttarfélög sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða. Staðfest áform um uppbyggingu íbúða í samstarfi við þessi félög eru rúmlega 4.000 íbúðir. Það er rúmlega einn Mosfellsbær eða meira en tvöfalt fleiri íbúðir en eru á Seltjarnarnesi. Hluti þeirra er risinn eða í byggingu en unnið er hörðum höndum að því að koma afganginum sem fyrst í framkvæmd. Alls munu 1.000 íbúðir af þessu tagi rísa í samstarfi við verkalýðshreyfinguna, 1.340 námsmannaíbúðir í samvinnu við stúdenta, um 450 búseturéttaríbúðir í samvinnu við Búseta, um 450 íbúðir fyrir eldri borgara, 105 hjúkrunarrými í samvinnu við ríkið sem þyrfti sannarlega að gera betur í þeim efnum, að ógleymdum yfir 100 sértækum búsetuúrræðum og loks yfir 650 félagslegum íbúðum á vegum borgarinnar. Öll þessi verkefni stuðla að því að skapa heilbrigðari leigu- og húsnæðismarkað. Ef önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu myndu taka á húsnæðismálunum af sama krafti og Reykjavíkurborg, þá myndi húsnæðisvandinn á höfuðborgarsvæðinu heyra sögunni til á mun styttri tíma en ella. Reykjavík býr nú þegar yfir miklu fleiri félagslegum íbúðum en aðrir en er því miður nær ein í því verkefni að stuðla að fjölbreyttari húsnæðismarkaði. Munurinn á framboði leiguhúsnæðis, íbúða fyrir stúdenta og aldraða og félagslegs húsnæðis mun halda áfram að aukast gríðarlega ef önnur sveitarfélög fara ekki að úthluta lóðum eða kaupa íbúðir til að mæta þessum þörfum. Húsnæðisvandinn á höfuðborgarsvæðinu er nefnilega tvíþættur. Annars vegar er um að ræða framboðsvanda þar sem of lítið var byggt eftir hrun. Uppbygging og fjármögnun verkefna fór hægt af stað og fór raunverulega ekki á fullt fyrr en árið 2014. Segja má að öll sveitarfélög séu að gera sitt til að mæta þessum hluta vandans með því að ýta undir íbúðabyggingu. Hinn hluti vandans er að stór hópur fólks hefur í raun hvorki efni á að leigja né kaupa og upplifir gríðarlegt óöryggi á óheilbrigðum leigumarkaði. Þetta er staðan sem húsnæðisstefna borgarinnar stefnir að því að breyta en það er óásættanlegt að borgin sé eitt sveitarfélaga í þessu verkefni. Höfundur er borgarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dagur B. Eggertsson Húsnæðismál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Sjá meira
Með Fréttablaðinu í gær og í dag fylgdi yfirlit yfir íbúðauppbygginguna sem nú á sér stað í Reykjavík. Í stuttu máli stendur stærsta uppbyggingarskeið í sögu Reykjavíkur yfir. Verktakar og þróunaraðilar byggja þúsundir íbúða inn á sölumarkað en borgin beitir sér og hefur lagt fram fjölda lóða til að tryggja stóraukið framboð af húsnæði á viðráðanlegu verði. Hryggjarstykkið í húsnæðisstefnu borgarinnar er einmitt samvinna við traust leigu- og búseturéttarfélög sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða. Staðfest áform um uppbyggingu íbúða í samstarfi við þessi félög eru rúmlega 4.000 íbúðir. Það er rúmlega einn Mosfellsbær eða meira en tvöfalt fleiri íbúðir en eru á Seltjarnarnesi. Hluti þeirra er risinn eða í byggingu en unnið er hörðum höndum að því að koma afganginum sem fyrst í framkvæmd. Alls munu 1.000 íbúðir af þessu tagi rísa í samstarfi við verkalýðshreyfinguna, 1.340 námsmannaíbúðir í samvinnu við stúdenta, um 450 búseturéttaríbúðir í samvinnu við Búseta, um 450 íbúðir fyrir eldri borgara, 105 hjúkrunarrými í samvinnu við ríkið sem þyrfti sannarlega að gera betur í þeim efnum, að ógleymdum yfir 100 sértækum búsetuúrræðum og loks yfir 650 félagslegum íbúðum á vegum borgarinnar. Öll þessi verkefni stuðla að því að skapa heilbrigðari leigu- og húsnæðismarkað. Ef önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu myndu taka á húsnæðismálunum af sama krafti og Reykjavíkurborg, þá myndi húsnæðisvandinn á höfuðborgarsvæðinu heyra sögunni til á mun styttri tíma en ella. Reykjavík býr nú þegar yfir miklu fleiri félagslegum íbúðum en aðrir en er því miður nær ein í því verkefni að stuðla að fjölbreyttari húsnæðismarkaði. Munurinn á framboði leiguhúsnæðis, íbúða fyrir stúdenta og aldraða og félagslegs húsnæðis mun halda áfram að aukast gríðarlega ef önnur sveitarfélög fara ekki að úthluta lóðum eða kaupa íbúðir til að mæta þessum þörfum. Húsnæðisvandinn á höfuðborgarsvæðinu er nefnilega tvíþættur. Annars vegar er um að ræða framboðsvanda þar sem of lítið var byggt eftir hrun. Uppbygging og fjármögnun verkefna fór hægt af stað og fór raunverulega ekki á fullt fyrr en árið 2014. Segja má að öll sveitarfélög séu að gera sitt til að mæta þessum hluta vandans með því að ýta undir íbúðabyggingu. Hinn hluti vandans er að stór hópur fólks hefur í raun hvorki efni á að leigja né kaupa og upplifir gríðarlegt óöryggi á óheilbrigðum leigumarkaði. Þetta er staðan sem húsnæðisstefna borgarinnar stefnir að því að breyta en það er óásættanlegt að borgin sé eitt sveitarfélaga í þessu verkefni. Höfundur er borgarstjóri.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar