Viðreisn þorir, þorir þú? Arnar Páll Guðmundsson skrifar 17. október 2017 11:14 Viðreisn er frjálslyndur flokkur sem hefur sýnt að hann þorir að takast á við verkefni af festu og með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Viðreisn hefur sýnt þann vilja í verki sem þarf til þess að koma á mikilvægum kerfisbreytingum, öllum til hagsbóta. Í upphafi árs kom til verkfalls sjómanna. Öll spjót stóðu á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og háværar kröfur um að hún gripi inn í deiluna með ríkisfé. Viðreisn og Þorgerður Katrín stóðust prófið. Hagur almennings var settur framar sérhagsmunum sem varð til þess að deilan var leyst án aðkomu ríkisins. Þessi festa Viðreisnar sparaði hinu opinbera hálfan milljarð króna sem ella hefði runnið til útgerðarinnar. Með öðrum orðum: Viðreisn sýndi kjark. Kynbundinn launamunur hefur verið mikið í umræðunni enda ljóst að úrbætur hafa tekið alltof langan tíma. Viðreisn ákvað að viðurkenna þennan launamun og ráðast í aðgerðir í stað þess að samþykkja hann sem óbreytanlegt samfélagsmein. Lögfest var jafnlaunavottun sem er eitt stærsta framfaraskref í jafnréttismálum og vakið verðskuldaða athygli á heimsvísu. Næsta skref sem Viðreisn leggur til er að lagfæra laun svokallaðra kvennastétta, sem fást við fræðslu- og umönnun. Konur hafa mátt búa við það alltof lengi að störf þeirra sé metin til lægri launa er karlar með sambærilega menntun og ábyrgð. Viðreisn blæs því til sóknar og leggur til þjóðarsátt um að eyða kynbundnum launamun með öllu. Til þess þarf sameiginlegt átak og samkomulag allra aðila á vinnumarkaði. Skortur á lóðum til nýbygginga hefur verið mikill síðustu misseri sem hefur haft margvísleg áhrif á fasteignamarkaðinn. Viðreisn ákvað undir forystu Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra að ráðast í aðgerðir til þess að bregðast við þessum mikla lóðaskorti. Gert var átak í sölu byggingalóða í eigu ríkisins og ríki og sveitarfélög tóku höndum saman. Þetta framtak er lýsandi fyrir Viðreisn og sýnir að þar er gengið í verkin. Viðreisn þorir að horfa fram á veginn og gera breytingar sem setja almannahagsmuni í öndvegi. Áhugi ungs fólks á stjórnmálum er í sögulegu lágmarki eins og sakir standa og svo virðist sem ungt fólk hafi einfaldlega ekki trú á stjórnmálum. Þessari þróun þurfum við að snúa við og hefur Viðreisn lagt sitt að mörkum til þess. Til að mynda hefur ungliðahreyfing Viðreisnar - Uppreisn - komið að stefnumótun og málefnavinnu flokksins á öllum stigum. Þá hefur Uppreisn komið beint að samningu þingmála sem snerta málefni ungs fólks beint eða óbeint. Viðreisn sýnir ungu fólki fullt traust til að móta samfélagið til jafns við aðra enda eru hagsmunir þeirra af góðu samfélagi síst minni en annarra. Viðreisn þorir, þorir þú?Arnar Páll Guðmundsson, viðskiptafræðingurSkipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Páll Guðmundsson Viðreisn Mest lesið 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Hver vill verða öryrki? Grétar Pétur Geirsson Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Viðreisn er frjálslyndur flokkur sem hefur sýnt að hann þorir að takast á við verkefni af festu og með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Viðreisn hefur sýnt þann vilja í verki sem þarf til þess að koma á mikilvægum kerfisbreytingum, öllum til hagsbóta. Í upphafi árs kom til verkfalls sjómanna. Öll spjót stóðu á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og háværar kröfur um að hún gripi inn í deiluna með ríkisfé. Viðreisn og Þorgerður Katrín stóðust prófið. Hagur almennings var settur framar sérhagsmunum sem varð til þess að deilan var leyst án aðkomu ríkisins. Þessi festa Viðreisnar sparaði hinu opinbera hálfan milljarð króna sem ella hefði runnið til útgerðarinnar. Með öðrum orðum: Viðreisn sýndi kjark. Kynbundinn launamunur hefur verið mikið í umræðunni enda ljóst að úrbætur hafa tekið alltof langan tíma. Viðreisn ákvað að viðurkenna þennan launamun og ráðast í aðgerðir í stað þess að samþykkja hann sem óbreytanlegt samfélagsmein. Lögfest var jafnlaunavottun sem er eitt stærsta framfaraskref í jafnréttismálum og vakið verðskuldaða athygli á heimsvísu. Næsta skref sem Viðreisn leggur til er að lagfæra laun svokallaðra kvennastétta, sem fást við fræðslu- og umönnun. Konur hafa mátt búa við það alltof lengi að störf þeirra sé metin til lægri launa er karlar með sambærilega menntun og ábyrgð. Viðreisn blæs því til sóknar og leggur til þjóðarsátt um að eyða kynbundnum launamun með öllu. Til þess þarf sameiginlegt átak og samkomulag allra aðila á vinnumarkaði. Skortur á lóðum til nýbygginga hefur verið mikill síðustu misseri sem hefur haft margvísleg áhrif á fasteignamarkaðinn. Viðreisn ákvað undir forystu Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra að ráðast í aðgerðir til þess að bregðast við þessum mikla lóðaskorti. Gert var átak í sölu byggingalóða í eigu ríkisins og ríki og sveitarfélög tóku höndum saman. Þetta framtak er lýsandi fyrir Viðreisn og sýnir að þar er gengið í verkin. Viðreisn þorir að horfa fram á veginn og gera breytingar sem setja almannahagsmuni í öndvegi. Áhugi ungs fólks á stjórnmálum er í sögulegu lágmarki eins og sakir standa og svo virðist sem ungt fólk hafi einfaldlega ekki trú á stjórnmálum. Þessari þróun þurfum við að snúa við og hefur Viðreisn lagt sitt að mörkum til þess. Til að mynda hefur ungliðahreyfing Viðreisnar - Uppreisn - komið að stefnumótun og málefnavinnu flokksins á öllum stigum. Þá hefur Uppreisn komið beint að samningu þingmála sem snerta málefni ungs fólks beint eða óbeint. Viðreisn sýnir ungu fólki fullt traust til að móta samfélagið til jafns við aðra enda eru hagsmunir þeirra af góðu samfélagi síst minni en annarra. Viðreisn þorir, þorir þú?Arnar Páll Guðmundsson, viðskiptafræðingurSkipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar