Viðreisn þorir, þorir þú? Arnar Páll Guðmundsson skrifar 17. október 2017 11:14 Viðreisn er frjálslyndur flokkur sem hefur sýnt að hann þorir að takast á við verkefni af festu og með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Viðreisn hefur sýnt þann vilja í verki sem þarf til þess að koma á mikilvægum kerfisbreytingum, öllum til hagsbóta. Í upphafi árs kom til verkfalls sjómanna. Öll spjót stóðu á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og háværar kröfur um að hún gripi inn í deiluna með ríkisfé. Viðreisn og Þorgerður Katrín stóðust prófið. Hagur almennings var settur framar sérhagsmunum sem varð til þess að deilan var leyst án aðkomu ríkisins. Þessi festa Viðreisnar sparaði hinu opinbera hálfan milljarð króna sem ella hefði runnið til útgerðarinnar. Með öðrum orðum: Viðreisn sýndi kjark. Kynbundinn launamunur hefur verið mikið í umræðunni enda ljóst að úrbætur hafa tekið alltof langan tíma. Viðreisn ákvað að viðurkenna þennan launamun og ráðast í aðgerðir í stað þess að samþykkja hann sem óbreytanlegt samfélagsmein. Lögfest var jafnlaunavottun sem er eitt stærsta framfaraskref í jafnréttismálum og vakið verðskuldaða athygli á heimsvísu. Næsta skref sem Viðreisn leggur til er að lagfæra laun svokallaðra kvennastétta, sem fást við fræðslu- og umönnun. Konur hafa mátt búa við það alltof lengi að störf þeirra sé metin til lægri launa er karlar með sambærilega menntun og ábyrgð. Viðreisn blæs því til sóknar og leggur til þjóðarsátt um að eyða kynbundnum launamun með öllu. Til þess þarf sameiginlegt átak og samkomulag allra aðila á vinnumarkaði. Skortur á lóðum til nýbygginga hefur verið mikill síðustu misseri sem hefur haft margvísleg áhrif á fasteignamarkaðinn. Viðreisn ákvað undir forystu Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra að ráðast í aðgerðir til þess að bregðast við þessum mikla lóðaskorti. Gert var átak í sölu byggingalóða í eigu ríkisins og ríki og sveitarfélög tóku höndum saman. Þetta framtak er lýsandi fyrir Viðreisn og sýnir að þar er gengið í verkin. Viðreisn þorir að horfa fram á veginn og gera breytingar sem setja almannahagsmuni í öndvegi. Áhugi ungs fólks á stjórnmálum er í sögulegu lágmarki eins og sakir standa og svo virðist sem ungt fólk hafi einfaldlega ekki trú á stjórnmálum. Þessari þróun þurfum við að snúa við og hefur Viðreisn lagt sitt að mörkum til þess. Til að mynda hefur ungliðahreyfing Viðreisnar - Uppreisn - komið að stefnumótun og málefnavinnu flokksins á öllum stigum. Þá hefur Uppreisn komið beint að samningu þingmála sem snerta málefni ungs fólks beint eða óbeint. Viðreisn sýnir ungu fólki fullt traust til að móta samfélagið til jafns við aðra enda eru hagsmunir þeirra af góðu samfélagi síst minni en annarra. Viðreisn þorir, þorir þú?Arnar Páll Guðmundsson, viðskiptafræðingurSkipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Páll Guðmundsson Viðreisn Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Sjá meira
Viðreisn er frjálslyndur flokkur sem hefur sýnt að hann þorir að takast á við verkefni af festu og með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Viðreisn hefur sýnt þann vilja í verki sem þarf til þess að koma á mikilvægum kerfisbreytingum, öllum til hagsbóta. Í upphafi árs kom til verkfalls sjómanna. Öll spjót stóðu á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og háværar kröfur um að hún gripi inn í deiluna með ríkisfé. Viðreisn og Þorgerður Katrín stóðust prófið. Hagur almennings var settur framar sérhagsmunum sem varð til þess að deilan var leyst án aðkomu ríkisins. Þessi festa Viðreisnar sparaði hinu opinbera hálfan milljarð króna sem ella hefði runnið til útgerðarinnar. Með öðrum orðum: Viðreisn sýndi kjark. Kynbundinn launamunur hefur verið mikið í umræðunni enda ljóst að úrbætur hafa tekið alltof langan tíma. Viðreisn ákvað að viðurkenna þennan launamun og ráðast í aðgerðir í stað þess að samþykkja hann sem óbreytanlegt samfélagsmein. Lögfest var jafnlaunavottun sem er eitt stærsta framfaraskref í jafnréttismálum og vakið verðskuldaða athygli á heimsvísu. Næsta skref sem Viðreisn leggur til er að lagfæra laun svokallaðra kvennastétta, sem fást við fræðslu- og umönnun. Konur hafa mátt búa við það alltof lengi að störf þeirra sé metin til lægri launa er karlar með sambærilega menntun og ábyrgð. Viðreisn blæs því til sóknar og leggur til þjóðarsátt um að eyða kynbundnum launamun með öllu. Til þess þarf sameiginlegt átak og samkomulag allra aðila á vinnumarkaði. Skortur á lóðum til nýbygginga hefur verið mikill síðustu misseri sem hefur haft margvísleg áhrif á fasteignamarkaðinn. Viðreisn ákvað undir forystu Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra að ráðast í aðgerðir til þess að bregðast við þessum mikla lóðaskorti. Gert var átak í sölu byggingalóða í eigu ríkisins og ríki og sveitarfélög tóku höndum saman. Þetta framtak er lýsandi fyrir Viðreisn og sýnir að þar er gengið í verkin. Viðreisn þorir að horfa fram á veginn og gera breytingar sem setja almannahagsmuni í öndvegi. Áhugi ungs fólks á stjórnmálum er í sögulegu lágmarki eins og sakir standa og svo virðist sem ungt fólk hafi einfaldlega ekki trú á stjórnmálum. Þessari þróun þurfum við að snúa við og hefur Viðreisn lagt sitt að mörkum til þess. Til að mynda hefur ungliðahreyfing Viðreisnar - Uppreisn - komið að stefnumótun og málefnavinnu flokksins á öllum stigum. Þá hefur Uppreisn komið beint að samningu þingmála sem snerta málefni ungs fólks beint eða óbeint. Viðreisn sýnir ungu fólki fullt traust til að móta samfélagið til jafns við aðra enda eru hagsmunir þeirra af góðu samfélagi síst minni en annarra. Viðreisn þorir, þorir þú?Arnar Páll Guðmundsson, viðskiptafræðingurSkipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun