Söng meira af vilja en mætti Jónas Sen skrifar 17. október 2017 11:00 "Gaman var að söng Margrétar, hann minnti töluvert á Tinu Turner, dimmur og óheflaður,“ segir í dómnum. Vísir/GVA Tónlist Tangótónleikar Lög eftir Piazzolla, Villoldo, Gade og fleiri. Svanlaug Jóhannsdóttir söng ásamt hljómsveit. Einnig kom Margrét Pálmadóttir fram. Salurinn í Kópavogi föstudaginn 13. október Eitthvert glæsilegasta tangóatriði bíómyndanna er þegar Arnold Schwarzenegger dansar við Tia Carrere í upphafi True Lies. Það er ótrúlega flott, en tökurnar munu ekki hafa verið sársaukalausar. Vöðvatröllið er þungt og tærnar á leikkonunni fundu fyrir því. Schwarzenegger æfði mánuðum saman fyrir atriðið, en samt tókst honum að stíga á Carrere oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Ég varð ekki var við að dansherrarnir í Salnum í Kópavogi á föstudagskvöldið gerðu sig seka um viðlíka yfirsjón. Nokkur pör dönsuðu tangó við fáein lög á tónleikum Svanlaugar Jóhannsdóttur, ekki á sviðinu heldur meðfram áheyrendabekkjunum. Dansinn var engan veginn eins tilþrifamikill og í True Lies. Þetta var látlaus tangó, meira í líkingu við það sem sést í dansklúbbum Buenos Aires. Þar er rýmið takmarkað og margt fólk. Lítið pláss er því til að sveiflast um gólfið. Efnisskráin var skreytt þekktum tangólögum; El Choklo eftir Villoldo, Libertango eftir Piazzolla, Jalousie Tango Tzigane eftir Gade og fleirum. Dansatriðin voru í raun það skemmtilegasta á tónleikunum. Svanlaug var í flestum atriðum dagskrárinnar og stóð sig ekki alltaf nægilega vel. Jú, túlkunin var kraftmikil og lifandi, því er ekki að neita. Sumir hápunktarnir voru glæsilegir. En tæknin vafðist fyrir, söngurinn var oft ónákvæmur, ýmis smáatriði í lágstemmdari köflunum voru stirð. Auðvitað er tangósöngur engin ópera, söngurinn er miklu hrárri og á að koma beint frá hjartanu. Maður gerir engu að síður kröfur um að framsetningin sé óheft og þá verður örugg raddbeiting að vera til staðar. Margrét Pálmadóttir steig einnig fram á sviðið. Hún er aðallega þekkt sem kórstjóri en hér söng hún fyrst ein A Million Years Ago eftir Adkins og Kurstin, en síðan með Svanlaugu La Maza eftir Rodriguez. Gaman var að söng Margrétar, hann minnti töluvert á Tinu Turner, dimmur og óheflaður. Hljómsveitin samanstóð af Agnari Má Magnússyni á píanó, Matthíasi Stefánssyni á fiðlu, Matti Kallio á harmóníku og Gunnari Hrafnssyni á kontrabassa. Fjórmenningarnir spiluð af fagmennsku, hvergi var dauður punktur í leiknum. Tónlistin var ávallt gædd réttu stemningunni. Jalousie Tango Tzigane var samt misheppnaður. Þar var ekki sungið, heldur var fiðluleikarinn í aðalhlutverkinu. Fiðlan var hvöss og skerandi, svo mjög að það var beinlínis sársaukafullt. Kannski var hljóðið í fiðlunni of hátt stillt í hljóðkerfinu. Í það heila var dagskráin svona og svona. Vissulega var innlifunin sannfærandi hjá Svanlaugu. Auðheyrt var að hún elskar tangó og henni tókst því að hrífa fólk með sér. Undirritaður var þó ekki þar á meðal. Dægurtónlist þarf tækni og fagmennsku ekkert síður en sú klassíska; henni var ábótavant hér.Niðurstaða: Lífleg tónlist sem flutt var af mikilli ákefð, en söngurinn var ekki nægilega lipur til að lögin kæmu almennilega út. Tónlistargagnrýni Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Tónlist Tangótónleikar Lög eftir Piazzolla, Villoldo, Gade og fleiri. Svanlaug Jóhannsdóttir söng ásamt hljómsveit. Einnig kom Margrét Pálmadóttir fram. Salurinn í Kópavogi föstudaginn 13. október Eitthvert glæsilegasta tangóatriði bíómyndanna er þegar Arnold Schwarzenegger dansar við Tia Carrere í upphafi True Lies. Það er ótrúlega flott, en tökurnar munu ekki hafa verið sársaukalausar. Vöðvatröllið er þungt og tærnar á leikkonunni fundu fyrir því. Schwarzenegger æfði mánuðum saman fyrir atriðið, en samt tókst honum að stíga á Carrere oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Ég varð ekki var við að dansherrarnir í Salnum í Kópavogi á föstudagskvöldið gerðu sig seka um viðlíka yfirsjón. Nokkur pör dönsuðu tangó við fáein lög á tónleikum Svanlaugar Jóhannsdóttur, ekki á sviðinu heldur meðfram áheyrendabekkjunum. Dansinn var engan veginn eins tilþrifamikill og í True Lies. Þetta var látlaus tangó, meira í líkingu við það sem sést í dansklúbbum Buenos Aires. Þar er rýmið takmarkað og margt fólk. Lítið pláss er því til að sveiflast um gólfið. Efnisskráin var skreytt þekktum tangólögum; El Choklo eftir Villoldo, Libertango eftir Piazzolla, Jalousie Tango Tzigane eftir Gade og fleirum. Dansatriðin voru í raun það skemmtilegasta á tónleikunum. Svanlaug var í flestum atriðum dagskrárinnar og stóð sig ekki alltaf nægilega vel. Jú, túlkunin var kraftmikil og lifandi, því er ekki að neita. Sumir hápunktarnir voru glæsilegir. En tæknin vafðist fyrir, söngurinn var oft ónákvæmur, ýmis smáatriði í lágstemmdari köflunum voru stirð. Auðvitað er tangósöngur engin ópera, söngurinn er miklu hrárri og á að koma beint frá hjartanu. Maður gerir engu að síður kröfur um að framsetningin sé óheft og þá verður örugg raddbeiting að vera til staðar. Margrét Pálmadóttir steig einnig fram á sviðið. Hún er aðallega þekkt sem kórstjóri en hér söng hún fyrst ein A Million Years Ago eftir Adkins og Kurstin, en síðan með Svanlaugu La Maza eftir Rodriguez. Gaman var að söng Margrétar, hann minnti töluvert á Tinu Turner, dimmur og óheflaður. Hljómsveitin samanstóð af Agnari Má Magnússyni á píanó, Matthíasi Stefánssyni á fiðlu, Matti Kallio á harmóníku og Gunnari Hrafnssyni á kontrabassa. Fjórmenningarnir spiluð af fagmennsku, hvergi var dauður punktur í leiknum. Tónlistin var ávallt gædd réttu stemningunni. Jalousie Tango Tzigane var samt misheppnaður. Þar var ekki sungið, heldur var fiðluleikarinn í aðalhlutverkinu. Fiðlan var hvöss og skerandi, svo mjög að það var beinlínis sársaukafullt. Kannski var hljóðið í fiðlunni of hátt stillt í hljóðkerfinu. Í það heila var dagskráin svona og svona. Vissulega var innlifunin sannfærandi hjá Svanlaugu. Auðheyrt var að hún elskar tangó og henni tókst því að hrífa fólk með sér. Undirritaður var þó ekki þar á meðal. Dægurtónlist þarf tækni og fagmennsku ekkert síður en sú klassíska; henni var ábótavant hér.Niðurstaða: Lífleg tónlist sem flutt var af mikilli ákefð, en söngurinn var ekki nægilega lipur til að lögin kæmu almennilega út.
Tónlistargagnrýni Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira