Aðskiljum ríki og Bændasamtökin Gylfi Ólafsson skrifar 16. október 2017 13:30 Það hefur stundum verið sagt í gríni að áður en ráðist er í aðskilnað ríkis og kirkju, sé nærtækara að aðskilja ríki og Bændasamtökin. Sjaldan hefur sýn samtakanna á stöðu sína í stjórnkerfinu kristallast betur en á fundi sem þau héldu 19. september. Fyrir fundinum lá að taka til meðferðar tillögur Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um lausn á vanda sauðfjárbænda. Eins og Bændablaðið lýsir fundinum mat forysta sauðfjárbænda málið svo að Þorgerður hefði ekki pólitískt bakland til þess að koma málinu áfram. Tóku sauðfjárbændur því málin í sínar hendur og lögðu fram sínar eigin tillögur um það hvernig verja ætti 650 milljónum af peningum skattgreiðenda. Útspil setur lausn í uppnám Þetta útspil bænda er merkilegt af tveimur ástæðum. Annars vegar setja bændur í algert uppnám þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hafði þó afgreitt áður en hún sprakk. Lausn á vandanum er nú frestað að minnsta kosti fram yfir kosningar. Í öðru lagi er öfugsnúið að Bændasamtökin telji sig þess umkomin að hafna tillögum stjórnvalda og setja sjálf sína eigin leið um það hvernig skattpeningum er varið. Brýnt er að aðskilja ríki og Bændasamtökin svo þessi hringavitleysa endi sem fyrst. Fjögur markmið, bændasamtökin unnu gegn þremur Frá því í vor hafa stjórnvöld unnið að því að setja saman aðgerðapakka sem kæmi til móts við þann vanda sem steðjar að greininni, vanda sem er kominn upp áður en fyrsta sláturtíð af tíu hefst samkvæmt nýjum búvörusamningi. Meginmarkmiðin af hálfu ráðherra Viðreisnar voru fimm: 1. Styðja bændur sem hafa orðið fyrir kjaraskerðingu, en þó ekki frístundabændur 2. Ráðast á rót vandans, sem er offramleiðsla, svo ástandið endurtaki sig ekki. 3. Styðja sérstaklega bændur á viðkvæmum svæðum sem ekki hafa aðra tekjumöguleika. 4. Stuðla að því að fækkun í greininni verði frekar hjá eldri bændum en yngri. Í stuttu máli studdu bændur einungis fyrsta liðinn. Aðgerðum sem miðuðu sérstaklega að því að gera ungum bændum kleift að halda áfram búskap var hafnað, sérstökum aðgerðum fyrir bændur á veikum svæðum var hafnað, og aðgerðum sem taka á rót vandans—offramleiðslu—var hafnað. Allar tillögur sem bændur leggja fram eiga að vera á kostnað ríkisins, og leggjast ofan á þá 4,5 milljarða sem nú þegar fara árlega til sauðfjárbænda. Styðjum bændur og byggðir Hræsnin er því mikil þegar farið er strax út í fjölmiðla og því haldið fram að tillögur stjórnvalda muni leiða til byggðaröskunar og ýti yngri bændum úr búskap. Upphaflegar hugmyndir stjórnvalda voru hannaðar einmitt til að vernda yngri bændur og bændur á svæðum þar sem aðrar tekjur er ekki að fá. Spurningin hlýtur að vakna: fyrir hverja eru Bændasamtökin að berjast? Ráðherra landbúnaðar er í spennitreyju búvörusamnings, með 10 ára samning í fanginu sem strax á fyrsta ári er úr sér genginn. Bændur hafa endurskoðun samningsins í hendi sér en vilja engu breyta, nema auka það fé sem skattgreiðendur setja inn í greinina. Viðreisn segir hingað og ekki lengra. Styðjum bændur og byggðir. Aðskiljum ríki og Bændasamtökin. Höfundur er frambjóðandi Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi og aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Gylfi Ólafsson Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Það hefur stundum verið sagt í gríni að áður en ráðist er í aðskilnað ríkis og kirkju, sé nærtækara að aðskilja ríki og Bændasamtökin. Sjaldan hefur sýn samtakanna á stöðu sína í stjórnkerfinu kristallast betur en á fundi sem þau héldu 19. september. Fyrir fundinum lá að taka til meðferðar tillögur Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um lausn á vanda sauðfjárbænda. Eins og Bændablaðið lýsir fundinum mat forysta sauðfjárbænda málið svo að Þorgerður hefði ekki pólitískt bakland til þess að koma málinu áfram. Tóku sauðfjárbændur því málin í sínar hendur og lögðu fram sínar eigin tillögur um það hvernig verja ætti 650 milljónum af peningum skattgreiðenda. Útspil setur lausn í uppnám Þetta útspil bænda er merkilegt af tveimur ástæðum. Annars vegar setja bændur í algert uppnám þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hafði þó afgreitt áður en hún sprakk. Lausn á vandanum er nú frestað að minnsta kosti fram yfir kosningar. Í öðru lagi er öfugsnúið að Bændasamtökin telji sig þess umkomin að hafna tillögum stjórnvalda og setja sjálf sína eigin leið um það hvernig skattpeningum er varið. Brýnt er að aðskilja ríki og Bændasamtökin svo þessi hringavitleysa endi sem fyrst. Fjögur markmið, bændasamtökin unnu gegn þremur Frá því í vor hafa stjórnvöld unnið að því að setja saman aðgerðapakka sem kæmi til móts við þann vanda sem steðjar að greininni, vanda sem er kominn upp áður en fyrsta sláturtíð af tíu hefst samkvæmt nýjum búvörusamningi. Meginmarkmiðin af hálfu ráðherra Viðreisnar voru fimm: 1. Styðja bændur sem hafa orðið fyrir kjaraskerðingu, en þó ekki frístundabændur 2. Ráðast á rót vandans, sem er offramleiðsla, svo ástandið endurtaki sig ekki. 3. Styðja sérstaklega bændur á viðkvæmum svæðum sem ekki hafa aðra tekjumöguleika. 4. Stuðla að því að fækkun í greininni verði frekar hjá eldri bændum en yngri. Í stuttu máli studdu bændur einungis fyrsta liðinn. Aðgerðum sem miðuðu sérstaklega að því að gera ungum bændum kleift að halda áfram búskap var hafnað, sérstökum aðgerðum fyrir bændur á veikum svæðum var hafnað, og aðgerðum sem taka á rót vandans—offramleiðslu—var hafnað. Allar tillögur sem bændur leggja fram eiga að vera á kostnað ríkisins, og leggjast ofan á þá 4,5 milljarða sem nú þegar fara árlega til sauðfjárbænda. Styðjum bændur og byggðir Hræsnin er því mikil þegar farið er strax út í fjölmiðla og því haldið fram að tillögur stjórnvalda muni leiða til byggðaröskunar og ýti yngri bændum úr búskap. Upphaflegar hugmyndir stjórnvalda voru hannaðar einmitt til að vernda yngri bændur og bændur á svæðum þar sem aðrar tekjur er ekki að fá. Spurningin hlýtur að vakna: fyrir hverja eru Bændasamtökin að berjast? Ráðherra landbúnaðar er í spennitreyju búvörusamnings, með 10 ára samning í fanginu sem strax á fyrsta ári er úr sér genginn. Bændur hafa endurskoðun samningsins í hendi sér en vilja engu breyta, nema auka það fé sem skattgreiðendur setja inn í greinina. Viðreisn segir hingað og ekki lengra. Styðjum bændur og byggðir. Aðskiljum ríki og Bændasamtökin. Höfundur er frambjóðandi Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi og aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun